Enski boltinn

Mata: Við óttumst ekki Man. City

Það er sannkallaður risaleikur í enska boltanum í kvöld þegar Chelsea tekur á móti toppliði Man. City í ensku úrvalsdeildinni. City hefur ekki enn tapað leik í deildinni.

Chelsea er tíu stigum á eftir City og ætli liðið sér að eygja möguleika á því að slást um meistaratitilinn þarf leikurinn í kvöld að vinnast.

Spánverjinn Juan Mata hefur slegið í gegn í liði Chelsea í vetur og hann segir að leikmenn Chelsea óttist ekki Man. City.

"Sem leikmaður ber maður mikla virðingu fyrir liði eins og Barcelona en maður óttast ekki liðið. Þess vegna óttumst við ekki City og sérstaklega ekki þar sem við erum að spila á heimavelli," sagði Mata.

"Auðvitað berum við virðingu fyrir þeim samt. Það munar talsvert miklu á okkur og þeim í deildinni en það er ekki ómögulegt að ná þeim. Sigur í þessum leik mun gefa okkur mikið sjálfstraust. Það eru enn margir mánuðir eftir af mótinu og ekkert er ómögulegt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×