Erlent

Ástandið við kjarnorkuverið í Fukushima orðið stöðugt

Stjórnvöld í Japan munu tilkynna í dag að ástandið við hið laskaða kjarnorkuver í Fukushima sé orðið stöðugt, níu mánuðum eftir að mjög öflugur jarðskjálfti og flóðbylgja eyðilögði kjarnorkuverið.

Þótt ástandið sé orðið stöðugt mun það taka Japani áratugi að rífa kjarnorkuverið niður. 20 ferkílómetra bannsvæði verður enn við lýði í kringum kjarnorkuverið en starfsmenn þess hafa dælt miklu magni af sjóvatni í verið undanfarna mánuði til að kæla það niður og eitthvað af því vatni hefur lekið út í náttúruna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×