Viðskipti innlent

Primera semur við Skýrr

Frá vinstri til hægri eru Inga Katrín Guðmundsdóttir Primera, Jón Karl Ólafsson Primera, Gestur Gestsson Skýrr og Reynir Stefánsson Skýrr.
Frá vinstri til hægri eru Inga Katrín Guðmundsdóttir Primera, Jón Karl Ólafsson Primera, Gestur Gestsson Skýrr og Reynir Stefánsson Skýrr.
Flugfélagið Primera Air hefur samið við Skýrr um heildarlausn í hýsingu og rekstri á upplýsingatækniumhverfi sínu á Íslandi. Í samningnum felst meðal annars að Skýrr hýsir um fimmtíu netþjóna Primera Air í rammgerðum vélasölum með öruggu gagnasambandi á háhraðaneti, að því er fram kemur í tilkynningu þar sem segir ennfremur að mikil áhersla hafi í undirbúningi verið lögð á áreiðanleika, hagkvæmni og öryggi lausnarinnar.

„Skýrr er leiðandi aðili í upplýsingatækni og sérhæft í hýsingu og rekstri. Við teljum okkur í öruggum höndum þar á bæ. Það hentar okkur vel að útvista áhyggjulaust jaðarþáttum í starfseminni með þessum hætti og einbeita okkur að kjarnastarfsemi," segir Jón Karl Ólafsson, forstjóri Primera Air.

„Hýsingarþjónusta Skýrr býður hátt öryggisstig og órofinn uppitíma allt árið um kring. Við höfum um langt árabil fjárfest markvisst í búnaði á þessu sviði. Samningurinn við Primera Air er gott dæmi um að viðskiptavinir okkar kunna vel að meta þessa uppbyggingu. Það er sérstakt ánægjuefni að samgöngufyrirtæki í fremstu röð komi til okkar í viðskipti," segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Skýrr.vottuð samkvæmt alþjóðlega gæða- og öryggisstöðlunum ISO 9001 og 27011.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×