Þverpólitísk þvæla Friðrik Indriðason skrifar 25. nóvember 2011 09:32 Þverpólitísk samstaða hefur myndast í einhverri nefnd á Alþingi um að draga skuli úr verðtryggingunni á Íslandi. Þessi þverpólitíska samstaða gengur út á að þetta eigi að gerast einhvern tímann á næstu misserum. Fyrir þá sem ekki vita er misseri tímalengd upp á sex mánuði í dagatalinu. Næstu misseri þýða því væntanlega út næsta ár og fram á 2013 eða nánar tiltekið fram að næstu kosningum.Hrein þvæla Þessi þverpólitíska samstaða er sumsé hrein þvæla og eingöngu til þess ætluð að viðkomandi nefndarmenn líti vel út í fjölmiðlum þann daginn. Það liggur augljóst fyrir að ekkert verður hróflað við verðtryggingunni á landinu meðan að við höfum íslensku krónuna. Enda er það ekki hægt þar sem vitað er að íslenskir pólitíkusar hafa engin bein í nefinu til þess að standa að baki þeirri öguðu hagstjórn sem til þarf. Þeir þurfa skjólið af gengisfellingum krónunnar eins og heróínfíkillinn þarf næstu sprautu. Ég gæti skrifað fleiri hundruð dálksentimetra til að rökstyðja það hvernig íslenska krónan hefur verið hækjan undir gæluverkefni, kjördæmapot, eiginhagsmuni og hagstjórnarmistök íslenskra ríkisstjórna frá því að hún var slitin frá dönsku krónunni snemma á síðustu öld. Því ætla ég einfaldlega að sleppa slíku.Áþján Það er hinsvegar ábyrgðarhluti þegar kjörnir fulltrúar þjóðarinnar koma fram í fjölmiðlum og segja almenningi að það sé komin þverpólitísk samstaða um að létta aðeins af þeim áþján verðtryggingarinnar. Slíkt hefur aldrei komist í framkvæmd og mun aldrei komast í framkvæmd að neinu marki meðan að við höfum íslensku krónuna. Frá því að Ólafslögin svokölluðu voru sett um verðtryggingu fyrir um 30 árum síðan hefur verðtryggingin verið grundvöllur íslensku krónunnar. Á henni hefur til dæmis lífeyrissjóðakerfið náð þeirri stöðu að vera yfir 2.000 milljarða króna virði í dag. Að hrófla við verðtryggingunni meðan krónan er á lífi er að hrófla við ævisparnaði landsmanna. Ef eitthvert vit hefði verið í fyrrnefndri þingnefnd hefði hún átt að láta frá sér skilaboðin um að þverpólitísk samstaða hefði náðst um að afnema íslensku krónuna. Og þar með neyða íslenska pólitíkusa til þess að taka upp agaða hagstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Þverpólitísk samstaða hefur myndast í einhverri nefnd á Alþingi um að draga skuli úr verðtryggingunni á Íslandi. Þessi þverpólitíska samstaða gengur út á að þetta eigi að gerast einhvern tímann á næstu misserum. Fyrir þá sem ekki vita er misseri tímalengd upp á sex mánuði í dagatalinu. Næstu misseri þýða því væntanlega út næsta ár og fram á 2013 eða nánar tiltekið fram að næstu kosningum.Hrein þvæla Þessi þverpólitíska samstaða er sumsé hrein þvæla og eingöngu til þess ætluð að viðkomandi nefndarmenn líti vel út í fjölmiðlum þann daginn. Það liggur augljóst fyrir að ekkert verður hróflað við verðtryggingunni á landinu meðan að við höfum íslensku krónuna. Enda er það ekki hægt þar sem vitað er að íslenskir pólitíkusar hafa engin bein í nefinu til þess að standa að baki þeirri öguðu hagstjórn sem til þarf. Þeir þurfa skjólið af gengisfellingum krónunnar eins og heróínfíkillinn þarf næstu sprautu. Ég gæti skrifað fleiri hundruð dálksentimetra til að rökstyðja það hvernig íslenska krónan hefur verið hækjan undir gæluverkefni, kjördæmapot, eiginhagsmuni og hagstjórnarmistök íslenskra ríkisstjórna frá því að hún var slitin frá dönsku krónunni snemma á síðustu öld. Því ætla ég einfaldlega að sleppa slíku.Áþján Það er hinsvegar ábyrgðarhluti þegar kjörnir fulltrúar þjóðarinnar koma fram í fjölmiðlum og segja almenningi að það sé komin þverpólitísk samstaða um að létta aðeins af þeim áþján verðtryggingarinnar. Slíkt hefur aldrei komist í framkvæmd og mun aldrei komast í framkvæmd að neinu marki meðan að við höfum íslensku krónuna. Frá því að Ólafslögin svokölluðu voru sett um verðtryggingu fyrir um 30 árum síðan hefur verðtryggingin verið grundvöllur íslensku krónunnar. Á henni hefur til dæmis lífeyrissjóðakerfið náð þeirri stöðu að vera yfir 2.000 milljarða króna virði í dag. Að hrófla við verðtryggingunni meðan krónan er á lífi er að hrófla við ævisparnaði landsmanna. Ef eitthvert vit hefði verið í fyrrnefndri þingnefnd hefði hún átt að láta frá sér skilaboðin um að þverpólitísk samstaða hefði náðst um að afnema íslensku krónuna. Og þar með neyða íslenska pólitíkusa til þess að taka upp agaða hagstjórn.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar