Handbolti

Dýrt tap hjá Füchse Berlin

Alexander í leik gegn Wetzlar.
Alexander í leik gegn Wetzlar.
Lærisveinar Dags Sigurðssonar í liði Füchse Berlin máttu þola tap, 24-29, á heimavelli gegn ungverska liðinu MKb Veszprém í Meistaradeildinni í kvöld.

Heimamenn höfðu undirtökin framan af en leikmenn Veszprém tóku síðan völdin og leiddu með tveim mörkum í hálfleik, 13-15.

Nokkuð jafnræði var með liðunum framan af síðari hálfleik en gestirnir þó alltaf skrefi á undan.

Á lokakaflanum gekk síðan ekkert hjá Berlinarmönnum og Mirko Alilovic varði allt sem á markið kom.

Alexander Petersson lék lungann af leiknum fyrir Berlin og hefur oft leikið betur rétt eins og flestir félagar hans. Hann skoraði fjögur mörk í leiknum.

Veszprém er nú með þriggja stiga forskot á Berlin í keppninni um annað sæti riðilsins en fastlega er búist við því að Atletico Madrid vinni riðilinn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×