Erlent

Wagner beið klukkustundum saman áður en kallað var á hjálp

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Robert Wagner er sagður hafa beðið klukkustundum saman áður en óskað var eftir hjálp.
Robert Wagner er sagður hafa beðið klukkustundum saman áður en óskað var eftir hjálp. mynd/ afp.
Hollywoodleikarinn Robert Wagner beið klukkustundum saman áður en kallað var eftir aðstoð frá bandarísku strandgæslunni þegar eiginkona hans, Natalie Wood, hvarf af snekkju þeirra árið 1981. Þetta sagði Dennis Davern, skipstjóri á snekkjunni, í dag. Skömmu eftir að ljóst varð að Wood var horfin fannst hún látin. Talið er að hún hafi drukknað.

Davern skipstjóri uppljóstraði því í dag að hann hefði viljað kveikja á leitarljósum á snekkjunni til þess að athuga hvort Wood væri í sjónum en Wagner hefði sagt honum að gera það ekki. Nokkrum klukkustundum seinna ákvað Davern að kalla á strandgæsluna. Hann sagði í dag að hann sæi eftir því að hafa ekki gert það fyrr.

„Þetta voru mistök sem ég gerði. Ég sé eftir þeim, ég sé virkilega eftir þeim,“ sagði Davern í samtali við bandarísku fréttastöðina CNN í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×