Erlent

Sagðist vera sonur guðs - Obama er andkristur

Oscar Ramiro Ortega-Hernandez.
Oscar Ramiro Ortega-Hernandez. mynd/YOUTUBE
Bandaríski karlmaðurinn sem sakaður er um morðtilræði á hendur bandaríkjaforseta segir í myndbandi að hann sé kristur endurfæddur og að Barack Obama sé andkristur.

Oscar Ramiro Ortega-Hernandez var handtekinn af lögreglunni í Pennsylvaníu í kjölfarið á skotárás á Hvíta húsið. Réttað verður yfir honum í Washington.

Hernandez var nemandi við Ríkisháskólann í Idaho. Hann fékk einn af samnemendum sínum til að taka upp myndband þar sem hann lýsir skoðunum sínum um bandarískt samfélag.

Hernandez hafði dreymt um að komast í sjónvarpsþátt Opruh Winfrey.

Í myndbandinu segir Hernandez að látinn afi sinn sé verndarengill sem vaki yfir honum. Auk þess ræður hann um jákvæði áhrif kannabis og kynlífs.

Hann segir að það sé ekki tilviljun að hann sé líkur Jesús því í raun sé hann sonur guðs endurfæddur.

Hægt er að sjá myndbandið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×