Erlent

Holdétandi eiturlyf vekur óhug í Evrópu

Efnið er kallað Krokodil en nafnið er með vísunum í hreystur sem myndast á húð fíkla eftir notkun.
Efnið er kallað Krokodil en nafnið er með vísunum í hreystur sem myndast á húð fíkla eftir notkun. mynd/AFP
Talið er að banvænt eiturlyf fari í dreifingu í Evrópu á næstu mánuðum. Lyfið er stórhættulegt og étur hold þeirra sem nota það.

Efnið, sem er sagt skila svipaðri vímu og heróin, er framleitt út almennum verkjalyfum og terpetínu. Það er afar ávanabindandi og er talið fíklar sem nota efnið lifi sjaldnast lengur 12 mánuði eftir að fyrsti skammtur er tekinn.

Efnið hefur skelfilegar hliðarverkanir. Þegar það dreifist um blóðrásir einstaklinga byrjar það að drepa æðar og líffæri. Fíklar sem nota efnið þjást margir af opnum sárum sem myndast eftir að efnið hefur étið sig í gegnum hold þeirra.

Time Magazine greinir frá því að um 1.2 milljón rússneskra fíkla þjáist nú af hliðarverkunum lyfsins.

Efnið er kallað Krokodil en nafnið er með vísunum í hreystur sem myndast á húð fíkla eftir notkun.

Talið er að Krokodil muni dreifast til Þýskalands á komandi mánuðum og eru yfirvöld í Tékklandi nú þegar byrjuð að vara fíkla við efninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×