Erlent

Dekkjahaugur sést frá geimnum

Hluti af dekkjahaugnum.
Hluti af dekkjahaugnum. Mynd / AP
Það kom bæjarstjórn Suður-karólínu í Bandaríkjunum í opna skjöldu þegar hún sá gervihnattamyndir af ríkinu; þar mátti finna risastóran dekkjahaug sem þekur um 50 ekrur.

Einhver óprúttin aðili virðist hafa hent dekkjum í töluverðan tíma í skóglendi í ríkinu. Sérfræðingum telst til að um 250 þúsund dekk liggi eins og hráviður á landinu og vonir standa til að búið verði að fjarlægja þau öll einhverntímann á næsta ári.

Fyrirtæki hefur verið ráðið til þess að hreinsa skóginn með tilheyrandi kostnaði.

Lögreglurannsókn fer nú fram til þess að finna dekkjasóðana. Samkvæmt fréttastofu AP þá eru viðurlögin ekki neitt sérstaklega ströng; það varðar fjársekt upp á tæplega fimm hundruð dali að henda 250 þúsund dekkjum í bænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×