Segja utanaðkomandi afskipti ástæðu afsagnarinnar Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. október 2011 17:05 „Það er mat stjórnarinnar að utanaðkomandi afskipti af ákvörðun um ráðningu Páls Magnússonar sem forstjóra stofnunarinnar geri að verkum að henni sé ekki lengur sætt," segir í tilkynningu til fjölmiðla vegna afsagnar stjórnar Bankasýslu ríkisins í dag. Stjórnin sagði af sér í dag eftir mikla gagnrýni vegna ráðningar Páls Magnússonar í stöðu forstjóra. Í tilkynningunni ítrekar stjórn Bankasýslunnar að sú ákvörðun að bjóða Páli starf forstjóra Bankasýslu ríkisins hafi verið byggð á hlutlægum og málefnalegum sjónarmiðum þar sem eiginleikar og hæfileikar Páls til að sinna starfinu hafi legið til grundvallar. Stjórnin segir að viðbrögð alþingismanna bendi til þess að erfitt verði fyrir stofnunina að starfa með eðlilegum hætti að þeim mikilvægu og vandasömu verkefnum sem henni sé ætlað að sinna og framundan eru. „Stjórn Bankasýslu ríkisins hefur alla tíð leitast við að framfylgja eigendastefnu ríkisins og starfa í samræmi við lög um Bankasýslu ríkisins. Það er að mati stjórnarinnar grundvallaratriði, eigi hún áfram að geta sinnt hlutverki sínu með trúverðugum hætti, að hún njóti óskoraðs trausts og geti starfað sjálfstætt eins og lög um Bankasýslu ríkisins gera ráð fyrir," segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Páll fundaði með stjórn Bankasýslunnar Stjórn Bankasýslu ríkisins fékk Pál Magnússon, nýráðinn forstjóra, á fund sinn á mánudagskvöld. Á fundinum var meðal annars skipst á skoðunum um þá gagnrýni sem ráðningin hefur fengið og rætt um hvenær Páll getur hafið störf sem forstjóri. Þorsteinn Þorsteinsson, stjórnarformaður Bankasýslunnar, segir að engar ákvarðanir hafi verið teknar á fundinum, sem var sá fyrsti og eini sem stjórnarmenn hafa átt með Páli eftir að tilkynnt var um ráðningu hans. 21. október 2011 20:39 Stjórn Bankasýslunnar biðst lausnar Stjórn Bankasýslu ríkisins hefur beðist lausnar frá störfum. Ástæðan er afskipti utanaðkomandi afla af ráðningu Páls Magnússonar, fyrrverandi aðstoðarmanns Valgerðar Sverrisdóttur, í starf forstjóra stofnunarinnar. 24. október 2011 16:50 Páll Magnússon fundaði með Steingrími Páll Magnússon, nýráðinn forstjóri Bankasýslu ríksins, fundaði með Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, þann 10. október síðastliðinn, þar sem ráðherrann kom sjónarmiðum sínum á framfæri. Fundurinn var haldinn fyrir milligöngu Þorsteins Þorsteinssonar, stjórnarformanns Bankasýslu ríkisins. 21. október 2011 10:56 Óska eftir rökstuðningi fyrir ráðningu Páls Umsækjendur um stöðu forstjóra Bankasýslu ríkisins hafa óskað eftir rökstuðningi fyrir ráðningu Páls Magnússonar í stöðu forstjóra stofnunarinnar. Páll Magnússon, fyrrverandi aðstoðarmaður iðnaðarráðherra, var ráðinn í starfið en hann er með BA próf í guðfræði og meistarapróf í opinberri stjórnsýslu. Aðrir umsækjendur höfðu menntun sem var sérsniðnari að störfum í bankakerfinu. 12. október 2011 09:45 Páll verður forstjóri að öllu óbreyttu Stjórn Bankasýslu ríkisins fékk Pál Magnússon, nýráðinn forstjóra, á fund sinn á mánudagskvöld. Þetta staðfestir Þorsteinn Þorsteinsson, stjórnarformaður Bankasýslunnar. Á fundinum var meðal annars rædd sú gagnrýni sem komið hefur fram á ráðninguna. 22. október 2011 12:00 Tæp 90% telja ráðningu Páls Magnússonar óeðlilega 89 prósent þeirra landsmanna, sem tóku afstöðu, telja að óeðlilega hafi verið staðið að ráðningu Páls Magnússonar bæjarritara Kópavogsbæjar í stöðu forstjóra Bankasýslu ríkisins. 12. október 2011 07:39 Stjórn Bankasýslunnar ver ráðningu Páls Stjórn Bankasýslu Ríkisins segir að Páll Magnússon hafi uppfyllt allar kröfur sem gerðar voru til umsækjenda um starf forstjóra Bankasýslunnar. 13. október 2011 18:57 Bjarni vill leggja Bankasýslu ríkisins niður Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, segir á Facebook-síðu sinni, að Bankasýsla ríkisins sé óþörf stofnun með öllu. 21. október 2011 14:45 Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
„Það er mat stjórnarinnar að utanaðkomandi afskipti af ákvörðun um ráðningu Páls Magnússonar sem forstjóra stofnunarinnar geri að verkum að henni sé ekki lengur sætt," segir í tilkynningu til fjölmiðla vegna afsagnar stjórnar Bankasýslu ríkisins í dag. Stjórnin sagði af sér í dag eftir mikla gagnrýni vegna ráðningar Páls Magnússonar í stöðu forstjóra. Í tilkynningunni ítrekar stjórn Bankasýslunnar að sú ákvörðun að bjóða Páli starf forstjóra Bankasýslu ríkisins hafi verið byggð á hlutlægum og málefnalegum sjónarmiðum þar sem eiginleikar og hæfileikar Páls til að sinna starfinu hafi legið til grundvallar. Stjórnin segir að viðbrögð alþingismanna bendi til þess að erfitt verði fyrir stofnunina að starfa með eðlilegum hætti að þeim mikilvægu og vandasömu verkefnum sem henni sé ætlað að sinna og framundan eru. „Stjórn Bankasýslu ríkisins hefur alla tíð leitast við að framfylgja eigendastefnu ríkisins og starfa í samræmi við lög um Bankasýslu ríkisins. Það er að mati stjórnarinnar grundvallaratriði, eigi hún áfram að geta sinnt hlutverki sínu með trúverðugum hætti, að hún njóti óskoraðs trausts og geti starfað sjálfstætt eins og lög um Bankasýslu ríkisins gera ráð fyrir," segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Páll fundaði með stjórn Bankasýslunnar Stjórn Bankasýslu ríkisins fékk Pál Magnússon, nýráðinn forstjóra, á fund sinn á mánudagskvöld. Á fundinum var meðal annars skipst á skoðunum um þá gagnrýni sem ráðningin hefur fengið og rætt um hvenær Páll getur hafið störf sem forstjóri. Þorsteinn Þorsteinsson, stjórnarformaður Bankasýslunnar, segir að engar ákvarðanir hafi verið teknar á fundinum, sem var sá fyrsti og eini sem stjórnarmenn hafa átt með Páli eftir að tilkynnt var um ráðningu hans. 21. október 2011 20:39 Stjórn Bankasýslunnar biðst lausnar Stjórn Bankasýslu ríkisins hefur beðist lausnar frá störfum. Ástæðan er afskipti utanaðkomandi afla af ráðningu Páls Magnússonar, fyrrverandi aðstoðarmanns Valgerðar Sverrisdóttur, í starf forstjóra stofnunarinnar. 24. október 2011 16:50 Páll Magnússon fundaði með Steingrími Páll Magnússon, nýráðinn forstjóri Bankasýslu ríksins, fundaði með Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, þann 10. október síðastliðinn, þar sem ráðherrann kom sjónarmiðum sínum á framfæri. Fundurinn var haldinn fyrir milligöngu Þorsteins Þorsteinssonar, stjórnarformanns Bankasýslu ríkisins. 21. október 2011 10:56 Óska eftir rökstuðningi fyrir ráðningu Páls Umsækjendur um stöðu forstjóra Bankasýslu ríkisins hafa óskað eftir rökstuðningi fyrir ráðningu Páls Magnússonar í stöðu forstjóra stofnunarinnar. Páll Magnússon, fyrrverandi aðstoðarmaður iðnaðarráðherra, var ráðinn í starfið en hann er með BA próf í guðfræði og meistarapróf í opinberri stjórnsýslu. Aðrir umsækjendur höfðu menntun sem var sérsniðnari að störfum í bankakerfinu. 12. október 2011 09:45 Páll verður forstjóri að öllu óbreyttu Stjórn Bankasýslu ríkisins fékk Pál Magnússon, nýráðinn forstjóra, á fund sinn á mánudagskvöld. Þetta staðfestir Þorsteinn Þorsteinsson, stjórnarformaður Bankasýslunnar. Á fundinum var meðal annars rædd sú gagnrýni sem komið hefur fram á ráðninguna. 22. október 2011 12:00 Tæp 90% telja ráðningu Páls Magnússonar óeðlilega 89 prósent þeirra landsmanna, sem tóku afstöðu, telja að óeðlilega hafi verið staðið að ráðningu Páls Magnússonar bæjarritara Kópavogsbæjar í stöðu forstjóra Bankasýslu ríkisins. 12. október 2011 07:39 Stjórn Bankasýslunnar ver ráðningu Páls Stjórn Bankasýslu Ríkisins segir að Páll Magnússon hafi uppfyllt allar kröfur sem gerðar voru til umsækjenda um starf forstjóra Bankasýslunnar. 13. október 2011 18:57 Bjarni vill leggja Bankasýslu ríkisins niður Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, segir á Facebook-síðu sinni, að Bankasýsla ríkisins sé óþörf stofnun með öllu. 21. október 2011 14:45 Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Páll fundaði með stjórn Bankasýslunnar Stjórn Bankasýslu ríkisins fékk Pál Magnússon, nýráðinn forstjóra, á fund sinn á mánudagskvöld. Á fundinum var meðal annars skipst á skoðunum um þá gagnrýni sem ráðningin hefur fengið og rætt um hvenær Páll getur hafið störf sem forstjóri. Þorsteinn Þorsteinsson, stjórnarformaður Bankasýslunnar, segir að engar ákvarðanir hafi verið teknar á fundinum, sem var sá fyrsti og eini sem stjórnarmenn hafa átt með Páli eftir að tilkynnt var um ráðningu hans. 21. október 2011 20:39
Stjórn Bankasýslunnar biðst lausnar Stjórn Bankasýslu ríkisins hefur beðist lausnar frá störfum. Ástæðan er afskipti utanaðkomandi afla af ráðningu Páls Magnússonar, fyrrverandi aðstoðarmanns Valgerðar Sverrisdóttur, í starf forstjóra stofnunarinnar. 24. október 2011 16:50
Páll Magnússon fundaði með Steingrími Páll Magnússon, nýráðinn forstjóri Bankasýslu ríksins, fundaði með Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, þann 10. október síðastliðinn, þar sem ráðherrann kom sjónarmiðum sínum á framfæri. Fundurinn var haldinn fyrir milligöngu Þorsteins Þorsteinssonar, stjórnarformanns Bankasýslu ríkisins. 21. október 2011 10:56
Óska eftir rökstuðningi fyrir ráðningu Páls Umsækjendur um stöðu forstjóra Bankasýslu ríkisins hafa óskað eftir rökstuðningi fyrir ráðningu Páls Magnússonar í stöðu forstjóra stofnunarinnar. Páll Magnússon, fyrrverandi aðstoðarmaður iðnaðarráðherra, var ráðinn í starfið en hann er með BA próf í guðfræði og meistarapróf í opinberri stjórnsýslu. Aðrir umsækjendur höfðu menntun sem var sérsniðnari að störfum í bankakerfinu. 12. október 2011 09:45
Páll verður forstjóri að öllu óbreyttu Stjórn Bankasýslu ríkisins fékk Pál Magnússon, nýráðinn forstjóra, á fund sinn á mánudagskvöld. Þetta staðfestir Þorsteinn Þorsteinsson, stjórnarformaður Bankasýslunnar. Á fundinum var meðal annars rædd sú gagnrýni sem komið hefur fram á ráðninguna. 22. október 2011 12:00
Tæp 90% telja ráðningu Páls Magnússonar óeðlilega 89 prósent þeirra landsmanna, sem tóku afstöðu, telja að óeðlilega hafi verið staðið að ráðningu Páls Magnússonar bæjarritara Kópavogsbæjar í stöðu forstjóra Bankasýslu ríkisins. 12. október 2011 07:39
Stjórn Bankasýslunnar ver ráðningu Páls Stjórn Bankasýslu Ríkisins segir að Páll Magnússon hafi uppfyllt allar kröfur sem gerðar voru til umsækjenda um starf forstjóra Bankasýslunnar. 13. október 2011 18:57
Bjarni vill leggja Bankasýslu ríkisins niður Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, segir á Facebook-síðu sinni, að Bankasýsla ríkisins sé óþörf stofnun með öllu. 21. október 2011 14:45