Erlent

Ladbrokes setja Dylan í 2. sæti

Dylan hefur áður verið orðaður við bókmenntaverðlaun Nóbels.
Dylan hefur áður verið orðaður við bókmenntaverðlaun Nóbels.
Nóbelsverðlaunin í flokki bókmennta verða afhent fimmtudaginn næstkomandi. Talið er líklegt að skáldið Adonis hljóti verðlaunin að þessu sinni.



Nokkur óvænt nöfn hafa þó komið til greina, þar á meðal tónlistarmaðurinn Bob Dylan. Veðmálasíðan Ladbrokes greindi frá því í dag að veðjendur telji mjög líklegt að Dylan hljóti verðlaunin í ár. Dylan deilir öðru sætinu með sænska skáldinu Tomas Tranströmer og japanska rithöfundinum Haruki Murakami.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem nafn Dylans birtist á veðmálasíðum í tengslum við Nóbelsverðlaunin. Í fyrra var Dylan í 100. sæti á listanum. Murakami hefur einnig verið orðaður við verðlaunin en bækur hans eru gríðarlega vinsælar um allann heim.

Talið er að Dylan verði á tilnefningarlistanum þetta árið. Talsmenn Ladbrokes segja að miklar fjárhæðir séu í húfi fái Dylan verðlaunin. Þeir sem veðjað hafa á verðlaunin síðustu ár hafa þó oft á tíðum tapað miklum fjárhæðum.

Í laginu It's Alright Ma' sagði Dylan að peningar tali ekki - þeir blóti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×