Innlent

Hvað ef Lakagígar myndu gjósa í dag?

Mynd/Vilhelm
Vísindamenn við háskólann í Leeds hafa reiknað út áhrifin af eldgosinu í Lakagígum árið 1783 ef sambærilegar hamfarir myndu skella á í dag. Vísindamennirnir, með loftslagsfræðinginn Önnu Schmidt í broddi fylkingar bjuggu til tölvuforrit sem reiknar út áhrifin af því ef brennisteinsský líkt og það sem kom upp úr Laka myndi leggjast yfir Evrópu nútímans.

Niðurstöðurnar eru sláandi, því reiknað er með að á einu ári muni 142 þúsund manns víðsvegar um Evrópu látast úr hjarta og lungnasjúkdómum sem reka megi beint til mengunarinnar af völdum gossins.

Að auki hefði gos í Lakagígum hafa lamandi áhrif á flugsamgöngur í hálft ár eða meira samkvæmt útreikningunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×