Innlent

Segja gagnrýni forsætisráðherra ómálefnalega

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Samtök atvinnulífsins vísa orðum forsætisráðherra á bug í tilkynningu sem finna má á heimasíðu samtakanna í dag. Þar segir að ekki sé unnt að segja að gagnrýni forsætisráðherrans sé málefnaleg.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra svaraði orðum formanns samtakanna, Vilmundar Jósefssonar, sem hann lét falla á opnum fundi SA í Hörpu um atvinnumál á mánudaginn, með fullum hálsi.

Þar lýsti Vilmundur  því hvernig reynsla SA af samstarfi við ríkisstjórnina hefur leitt til þess að ekki væri hægt að taka mark á orðum ríkisstjórnarinnar sem ynni gegn atvinnulífinu.

Svo segir í pistli á heimasíðu SA að á árinu 2009 var gerður svokallaður stöðugleikasáttmáli þar sem ríkisstjórnin lýsti yfir eindregnum vilja sínum til að koma framkvæmdum af stað.

„Það er skemmst frá því að segja að ekkert hefur enn orðið af stærstum hluta framkvæmdanna sem fjallað var um og öðrum hefur seinkað og umfang þeirra minnkað,“ segir í pistlinum sem má lesa hér.


Tengdar fréttir

Jóhanna er sár og svekkt yfir "svartagallsrausi“

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist vera sár og svekkt yfir svartagallsrausi Samtaka atvinnulífsins. Það sé atvinnulífsins að sjá til þess að hjól atvinnulífsins snúist. Samtökin kenni ríkisstjórninni um allt sem aflaga fer án þess að þeir leggi nokkuð til málana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×