Innlent

Eiga ekki að þurfa að óttast mannorðsmorð

Árni Páll Árnason, viðskiptaráðherra segir að fjárfestum megi ekki líða eins og þeir hætti á mannorðsmorð með því að fjárfesta á Íslandi. Hann spyr hvort efnisleg rök séu fyrir því að banna Kínverskum fjárfestum það sem Evrópubúum er leyfilegt.

Huang Nubo, kínverski fjárfestirinn sem vill kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum, segir í samtali við fréttastofu Reuters í dag að svo gæti farið að yfirvöld í Kína komi í veg fyrir kaupin, sökum þeirrar neikvæðu umræðu sem blossað hefur upp um málið. Árni Páll Árnason, viðskiptaráðherra, segir að Íslendingar þurfi að fara varlega þegar kemur að erlendum fjárfestum, og það sé mikilvægt að bjóða fjárfesta velkomna til landsins og meta fjárfestingar þeirra á efnislegum og sanngjörnum forsendum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×