Viðskipti innlent

Heimsmarkaðsverð á áli hríðlækkar

Heimsmarkaðsverð á áli hefur hríðlækkað frá síðustu mánaðarmótum og stendur nú í 2.383 dollurum á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga.

Um  mánaðarmótin síðustu komst verðið hinsvegar hæst í nær 2.650 dollara á tonnið. Mánuðina þar á undan, eða síðan í vor, hafði verðið sveiflast í kringum 2.500 dollara á tonnið.

Ástæðan fyrir verðlækkunum á áli er einkum sá órói sem verið hefur á hlutabréfamörkuðum og ótti fjárfesta við að önnur kreppa sé í uppsiglingu í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×