Viðskipti innlent

Samherji tekur við rekstri ÚA

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það verður nóg um að vera þegar vinnsla hefst á morgun. Mynd/ Þorgeir Baldursson.
Það verður nóg um að vera þegar vinnsla hefst á morgun. Mynd/ Þorgeir Baldursson.
Togarinn Baldvin NC 100 kom til Akureyrar í kvöld með fyrsta aflann til vinnslu í fiskiðjuveri Útgerðafélags Akureyringa og vinnsla hefst á morgun. Þar með má segja að starfsemi ÚA sé formlega hafin á vegum nýrra eigenda.

Í byrjun maí var gengið frá samningi milli  Brims og Samherja  um kaup á eignum Brims á Akureyri. Samningurinn var gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins, sem síðan samþykkti kaupin í lok júlí. Um er að ræða fiskvinnslu á Akureyri og Laugum, ísfisktogarana  Sólbak EA 1 og Mars RE 205 og veiðiheimildir samtals 5.900 þorskígildistonn. 

Hjá ÚA  á  Akureyri og á Laugum starfa samtals um 150 manns. Í fréttatilkynningu frá Samherja segir að í vinnslunni á Akureyri fari  fram tæknivædd bolfiskvinnsla þar sem unnar séu ferskar og frystar afurðir fyrir neytendamarkað, aðallega í Evrópu. Á Laugum er starfrækt fiskþurrkun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×