Innlent

Skákmaraþon hafið - Jón Gnarr tapar fyrstu skákinni

Jón Gnarr tapaði skákinni við hina 15 ára gömlu Doniku Kolica.
Jón Gnarr tapaði skákinni við hina 15 ára gömlu Doniku Kolica.
Skákmaraþon íslenskra barna hófst í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun þegar Jón Gnarr borgarstjóri varð að játa sig sigraðan gegn Doniku Kolica, 15 ára gömlum skákunnanda. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í Ráðhúsið í dag frá því maraþonið hófst klukkan tíu í morgun.



Fólki er í sjálfsvald sett hvað það borgar fyrir skákina, en þeir sem ekki treysta sér til að tefla sjálfir geta keypt skákmeistara á staðnum og fengið hann til að tefla skálina fyrir sína hönd. Hæsta framlagið hingað til frá einstaklingi er 25.000 krónur, en þá hafa börn einnig komið og tæmt sparibaukana sína í söfnunarbaukinn.



Teflt verður óslitið til klukkan sex í dag og svo aftur frá tíu til sex á morgun. Tilgangur maraþonsins er að safna fé fyrir sveltandi börn í Sómalíu, en allt söfnunarfé mun renna til Rauða krossins.

Skákakademía Reykjavíkur og Skáksamband Íslands standa saman að söfnuninni, en það eru krakkarnir sem eru í aðalhlutverki. Donika Kolica, talsmaður krakkanna, benti á að nú eru 350 þúsund börn að deyja úr hungri í Sómalíu, fleiri en öll íslenska þjóðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×