Viðskipti innlent

Landsbankinn veitir nýsköpunarstyrki

Samfélagssjóður Landsbankans mun í ár veita nýsköpunarstyrki í fyrsta sinn. Veittir verða 27 styrkir fyrir samtals að fjárhæð 15.000.000 króna.

Tekið er á móti umsóknum til 16. september 2011. Veittir verða sjö styrkir að upphæð 1 milljón króna hver og tuttugu styrkir að fjárhæð 400 þúsund krónur hver.

Fjallað er um málið á vefsíðu bankans. Þar segir að markmið nýsköpunarstyrkja Landsbankans sé að gefa frumkvöðlum tækifæri að þróa nýja viðskiptahugmynd, eldri viðskiptahugmynd á nýju markaðssvæði eða nýja vöru.

Nýsköpunarstyrkjunum er jafnframt ætlað að styðja við frumkvöðla til kaupa á efni, tækjum eða sérfræðiþjónustu vegna nýsköpunar eða sækja námskeið sem sannanlega byggir upp færni sem nýtist við þróun viðskiptahugmyndar.

Dómnefnd er skipuð fimm fagaðilum, tveimur innan bankans og þremur utan bankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×