Viðskipti innlent

Skatturinn endurgreiðir tæpa 24 milljarða í ár

Hinn 29. júlí nk. koma til útborgunar úr ríkissjóði til framteljenda 23,7 milljarðar króna eftir skuldajöfnun vegna vangoldinna krafna. Aldrei hefur meira fé verið greitt úr ríkissjóði við álagningu og munar 6,5 milljörðum frá fyrra ári.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkisskattstjóra, Almennar vaxtabætur eru stærsti hluti útborgunarinnar en þær nema 10,4 milljörðum eða 87% af vaxtabótum ársins. Auk þess nemur sérstök vaxtaniðurgreiðsla 2,9 milljörðum og er hér um að ræða seinni út­greiðslu ársins.

Fjórðungur barnabóta ársins verður útborgaður og nemur fjárhæðin 2,2 milljörðum. Síðasti hluti þeirra, 2,2 milljarðar króna, kemur til útborgunar 1. nóvember nk. Ofgreidd staðgreiðsla sem verður endurgreidd 29. júlí nemur 7,8 milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×