Viðskipti innlent

Heimir Már Pétursson til Iceland Express

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Heimir Már Pétursson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Iceland Express frá og með næstu mánaðamótum. Heimir Már er með BA í stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands. Undanfarin sex ár hefur hann verið fréttamaður á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi. Hann var áður upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar Íslands í fimm ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×