Biðin setur ferðaþjónustuna á hausinn Hugrún Halldórsdóttir skrifar 10. júlí 2011 18:45 Algjört neyðarástand ríkir í ferðaþjónustunni vegna lokunar hringvegsins, en umferð verður ekki komið á fyrr en í fyrsta lagi eftir tvær vikur. Biðin setur greinina á hausinn segir framkvæmdastjóri Samtaka Ferðaþjónustunnar. Það mun taka Vegagerðina tvær til þrjár vikur að setja upp bráðabirgðabrú frá Vík austur yfir Mýrdalssand, en stefnt er að því að hefja byggingu hennar eftir helgi. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka Ferðaþjónustunnar, furðar sig á að stjórnvöld hafi ekki ráðist strax í verkið. „Ferðir um hringveginn eru stærsta söluvara ferðaþjónustunnar yfir háannartímann. Þarna eru þúsundir manns á ferðinni og allt stopp," segir Erna. Hún segir að fréttirnar af seinaganginum þegar hafa spurst út. „Það verður auðvitað bara til þess að menn fara að afbóka eftir helgi og það er nú þegar byrjað," segir hún. Hún segir áætlanir stjórnvalda um að opna leiðin eftir tvær til þrjár vikur fráleitar. Nauðsynlegt sé að flýta verkinu, annars stefni ferðaþjónustan hreinlega í gjaldþrot. „Það er ekki hægt að lifa þetta af, ef að þrjár helstu háannavikurnar í ferðaþjónustu munu að stórum hluta eyðileggjast." Ferðamenn geta valið Fjallabaksleiðina til að komast leiðar sinnar, en hún er þó ekki fær fólksbílum. Erna segir mjög stóran hluta ferðamanna vera á smábílum og að margar rútur séu ekki hannaðar fyrir þessa leið. Þá mun Fjallabaksleiðin aldrei geta annað þessari miklu umferð. Erna telur að stjórnvöld verði að leita til verktaka, treysti Vegagerðin sér ekki til að flýta framkvæmdunum. „Það mætti vera leið sem þarf að keyra mjög hægt. Það eru ýmsar lausnir til og það verður bara að leita til allra þeirra sem að mögulega treysta sér til að koma henni á," segir hún að lokum. Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Algjört neyðarástand ríkir í ferðaþjónustunni vegna lokunar hringvegsins, en umferð verður ekki komið á fyrr en í fyrsta lagi eftir tvær vikur. Biðin setur greinina á hausinn segir framkvæmdastjóri Samtaka Ferðaþjónustunnar. Það mun taka Vegagerðina tvær til þrjár vikur að setja upp bráðabirgðabrú frá Vík austur yfir Mýrdalssand, en stefnt er að því að hefja byggingu hennar eftir helgi. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka Ferðaþjónustunnar, furðar sig á að stjórnvöld hafi ekki ráðist strax í verkið. „Ferðir um hringveginn eru stærsta söluvara ferðaþjónustunnar yfir háannartímann. Þarna eru þúsundir manns á ferðinni og allt stopp," segir Erna. Hún segir að fréttirnar af seinaganginum þegar hafa spurst út. „Það verður auðvitað bara til þess að menn fara að afbóka eftir helgi og það er nú þegar byrjað," segir hún. Hún segir áætlanir stjórnvalda um að opna leiðin eftir tvær til þrjár vikur fráleitar. Nauðsynlegt sé að flýta verkinu, annars stefni ferðaþjónustan hreinlega í gjaldþrot. „Það er ekki hægt að lifa þetta af, ef að þrjár helstu háannavikurnar í ferðaþjónustu munu að stórum hluta eyðileggjast." Ferðamenn geta valið Fjallabaksleiðina til að komast leiðar sinnar, en hún er þó ekki fær fólksbílum. Erna segir mjög stóran hluta ferðamanna vera á smábílum og að margar rútur séu ekki hannaðar fyrir þessa leið. Þá mun Fjallabaksleiðin aldrei geta annað þessari miklu umferð. Erna telur að stjórnvöld verði að leita til verktaka, treysti Vegagerðin sér ekki til að flýta framkvæmdunum. „Það mætti vera leið sem þarf að keyra mjög hægt. Það eru ýmsar lausnir til og það verður bara að leita til allra þeirra sem að mögulega treysta sér til að koma henni á," segir hún að lokum.
Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira