Innlent

Meintur fíkniefnasmyglari áfram í gæsluvarðhaldi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn í dag. Mynd/ Stefán.
Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn í dag. Mynd/ Stefán.
Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem handtekinn var þann 13. júní síðastliðinn. Í bíl mannsins fundust 3,9 kíló af amfetamíni og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald. Héraðsdómur úrskurðaði manninn í áframhaldandi gæsluvarðhald til 26. júlí í fyrradag. Hann undi ekki við þann úrskurð og kærði til Hæstaréttar. Hæstiréttur hefur nú staðfest úrskurðinn. Lögregla segir í gæsluvarðhaldskröfunni að talið sé að efnin, sem smyglað var, séu mjög sterk. Sakborningurinn kveðst hafa verið burðardýr þegar hann var tekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×