Innlent

Rekja aukið frjókornamagn til færri slátta á almenningsflötum

Rekja má það mikla magn grasfrjókorna sem nú mælist í Reykjavík að hluta til færri slátta á almenningsflötum borgarinnar. Umhverfis- og samgöngusvið íhugar að endurskoða skipulag sitt.

Fjöldi grasfrjókorna í lofti á höfuðborgarsvæðinu hefur mælst verulega yfir meðallagi á síðustu dögum. Veður hefur verið gott og fjöldi grastegunda er kominn með frjóhnappana út. Þetta mikla magn má þó að hluta rekja til ósleginna grasflata borgarinnar, líkt og þeim sem sjást á þessum myndum sem fréttastofan tók í dag. Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sviðstýra umhverfis og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar, segir borgina hafa dregið úr slætti undanfarin ár.

Svæðin sem borgin lætur slá hafa þó verið forgangsröðuð, en ekki hefur verið dregið úr slætti á svokölluðum grænum svæðum. Það eru vinsæl svæði á borð við Hljómskálagarðinn og Klambratúnið, þar sem margir njóta sumardaganna. Ellý Katrín segir þau svæði ef til vill henta þeim sem þjást af frjókornaofnæmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×