Innlent

Íbúum Ísafjarðar fjölgaði um helming

Tvö skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar í dag.
Tvö skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar í dag.
Segja má að íbúum á Ísafirði hafi fjölgað um helming í morgun þegar tvö skemmtiferðarskip komu til bæjarins með nærri fimmtán hundruð farþega. Minna skipið, Le Boreal, er tæplega ellefu þúsund tonn en það stærra, MV Marina, er sextíu og sex þúsund tonn að stærð.

Farþegarnir, sem flestir eru frá Bandaríkjunum, skoðuðu sig um í bænum en skipin stoppuðu stutt og halda þar næst til Reykjavíkur og Hafnarfjarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×