Að gefnu tilefni Gunnar Jóhannesson skrifar 23. júní 2011 12:59 Í bakþanka sínum, Aðskiljum til jöfnuðar, sem birtist í Fréttablaðinu 21. júní síðastliðinn, lætur Kolbeinn Proppé að því liggja að þjóðkirkjan í núverandi mynd heyri til liðnum tíma og hafi einungis haldið velli fram á þennan dag því hún sé „tengd við ríkisstyrkta öndunarvél sem ég og þú og allir aðrir skattgreiðendur borga". Kolbeinn virðist ennfremur þeirrar skoðunar að hér komi fram mikill ójöfnuður sem gangi freklega gegn rétti og frelsi annarra og hljóti að vinna gegn því samfélagi sem við viljum tilheyra. Því skuli „Aðskilja til jöfnuðar". Látum það liggja á milli hluta að sá aðskilnaður er þegar orðinn að flestu leyti, enda er þjóðkirkjan sjálfstæð stofnun og sjálfstæður réttaraðili sem ber réttindi og skyldur að lögum. En burtséð frá því er þjóðkirkjan ekki hafin yfir gagnrýni frekar en annað í mannlegu samfélagi, og er rétt og skylt að benda á það sem betur má fara þegar hún er annars vegar. Þá er sjálfsagt að gera breytingar til bóta á ríkjandi fyrirkomulagi þegar þess gerist þörf og vilji stendur til þess. Þjóðkirkjan er þar ekki undanskilin. En í þeirri umræðu duga ekki til formálalausir þankar á borð við þá sem Kolbeinn leggur fram. Það er eðlileg krafa að rétt sé farið með málavexti, enda leitt þegar málflutningur verður villandi og áróðurskenndur, eins og svo oft vill verða þegar þjóðkirkjan er gagnrýnd. Það sýnir sig ekki síst þegar kemur að fjárhagslegum samskiptum þjóðkirkjunnar og ríkisins, hina „ríkisstyrkt[u] öndunarvél" sem Kolbeinn kallar svo. Þó það sé til að æra óstöðugan - svo oft hefur þessi misskilningur verið leiðréttur - get ég ekki látið hjá líða að minna á hið rétta í þessu samhengi. Tekjur þjóðkirkjunnar byggja á lögvörðum samningi við ríkið á grundvelli kirkjueigna. Samkvæmt honum afhendir þjóðkirkjan ríkinu miklar eignir sem á móti greiðir tilteknum fjölda presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar laun. Þessi samningur hefur ekkert að gera með trúfrelsi né stendur gegn því! Þá er stór hluti af tekjum þjóðkirkjunnar fólginn í sóknargjöldunum, sem eru félagsgjöld þeirra sem skráðir eru í þjóðkirkjuna. Ríkið innheimtir þau fyrir þjóðkirkjuna sem og fyrir önnur trúfélög. Hvað sóknargjöldin varðar má geta þess að ríkið hefur ítrekað skert þau með einhliða lagasetningu frá því sem samið var um þegar núverandi fyrirkomulagi var komið á. Hér er um tekjur þjóðkirkjunnar að ræða að langstærstum hluta. Í þessu samhengi má líka hafa í huga að þjóðkirkjan veitir landsmönnum öllum víðtæka þjónustu óháð trúfélagsaðild. Auk þess stendur hún vörð um mikil menningarverðmæti sem fólgin eru í gömlum kirkjum sem ríkið hefur friðlýst. Þá er ótalin öll sú blómlega menning sem þjóðkirkjan ræktar með margvíslegu móti um land allt. Í þessum efnum er síður en svo gengið á rétt einstaklinga eða annarra trúfélaga, ólíkt því sem Kolbeinn lætur að liggja. Raunin er sú að mannréttindadómar hafa fallið sem taka af öll tvímæli um að staða þjóðkirkjunnar gangi ekki gegn trúfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar og almennum mannréttindum. Þá ber ennfremur að geta þess að þar sem skilið hefur á milli þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga í fjárhagslegum efnum hefur þjóðkirkjan bent á að eðlilegt sé að ríkið rétti við hlut þeirra. Það var meðal annars gert árið 2000 í tengslum við kristnitökuhátíðina. Það sem mönnum finnst um þjóðkirkjuna og erindi hennar gildir einu í þessu samhengi. Þjóðkirkjan á sjálfsagt tilkall til þeirra réttinda sem eðlileg þykja í réttsýnu samfélagi þar sem farið er að lögum. Enda þótt annað mætti skilja af grein hans leyfi ég mér að ætla að Kolbeinn Proppé sé mér sammála um það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í bakþanka sínum, Aðskiljum til jöfnuðar, sem birtist í Fréttablaðinu 21. júní síðastliðinn, lætur Kolbeinn Proppé að því liggja að þjóðkirkjan í núverandi mynd heyri til liðnum tíma og hafi einungis haldið velli fram á þennan dag því hún sé „tengd við ríkisstyrkta öndunarvél sem ég og þú og allir aðrir skattgreiðendur borga". Kolbeinn virðist ennfremur þeirrar skoðunar að hér komi fram mikill ójöfnuður sem gangi freklega gegn rétti og frelsi annarra og hljóti að vinna gegn því samfélagi sem við viljum tilheyra. Því skuli „Aðskilja til jöfnuðar". Látum það liggja á milli hluta að sá aðskilnaður er þegar orðinn að flestu leyti, enda er þjóðkirkjan sjálfstæð stofnun og sjálfstæður réttaraðili sem ber réttindi og skyldur að lögum. En burtséð frá því er þjóðkirkjan ekki hafin yfir gagnrýni frekar en annað í mannlegu samfélagi, og er rétt og skylt að benda á það sem betur má fara þegar hún er annars vegar. Þá er sjálfsagt að gera breytingar til bóta á ríkjandi fyrirkomulagi þegar þess gerist þörf og vilji stendur til þess. Þjóðkirkjan er þar ekki undanskilin. En í þeirri umræðu duga ekki til formálalausir þankar á borð við þá sem Kolbeinn leggur fram. Það er eðlileg krafa að rétt sé farið með málavexti, enda leitt þegar málflutningur verður villandi og áróðurskenndur, eins og svo oft vill verða þegar þjóðkirkjan er gagnrýnd. Það sýnir sig ekki síst þegar kemur að fjárhagslegum samskiptum þjóðkirkjunnar og ríkisins, hina „ríkisstyrkt[u] öndunarvél" sem Kolbeinn kallar svo. Þó það sé til að æra óstöðugan - svo oft hefur þessi misskilningur verið leiðréttur - get ég ekki látið hjá líða að minna á hið rétta í þessu samhengi. Tekjur þjóðkirkjunnar byggja á lögvörðum samningi við ríkið á grundvelli kirkjueigna. Samkvæmt honum afhendir þjóðkirkjan ríkinu miklar eignir sem á móti greiðir tilteknum fjölda presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar laun. Þessi samningur hefur ekkert að gera með trúfrelsi né stendur gegn því! Þá er stór hluti af tekjum þjóðkirkjunnar fólginn í sóknargjöldunum, sem eru félagsgjöld þeirra sem skráðir eru í þjóðkirkjuna. Ríkið innheimtir þau fyrir þjóðkirkjuna sem og fyrir önnur trúfélög. Hvað sóknargjöldin varðar má geta þess að ríkið hefur ítrekað skert þau með einhliða lagasetningu frá því sem samið var um þegar núverandi fyrirkomulagi var komið á. Hér er um tekjur þjóðkirkjunnar að ræða að langstærstum hluta. Í þessu samhengi má líka hafa í huga að þjóðkirkjan veitir landsmönnum öllum víðtæka þjónustu óháð trúfélagsaðild. Auk þess stendur hún vörð um mikil menningarverðmæti sem fólgin eru í gömlum kirkjum sem ríkið hefur friðlýst. Þá er ótalin öll sú blómlega menning sem þjóðkirkjan ræktar með margvíslegu móti um land allt. Í þessum efnum er síður en svo gengið á rétt einstaklinga eða annarra trúfélaga, ólíkt því sem Kolbeinn lætur að liggja. Raunin er sú að mannréttindadómar hafa fallið sem taka af öll tvímæli um að staða þjóðkirkjunnar gangi ekki gegn trúfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar og almennum mannréttindum. Þá ber ennfremur að geta þess að þar sem skilið hefur á milli þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga í fjárhagslegum efnum hefur þjóðkirkjan bent á að eðlilegt sé að ríkið rétti við hlut þeirra. Það var meðal annars gert árið 2000 í tengslum við kristnitökuhátíðina. Það sem mönnum finnst um þjóðkirkjuna og erindi hennar gildir einu í þessu samhengi. Þjóðkirkjan á sjálfsagt tilkall til þeirra réttinda sem eðlileg þykja í réttsýnu samfélagi þar sem farið er að lögum. Enda þótt annað mætti skilja af grein hans leyfi ég mér að ætla að Kolbeinn Proppé sé mér sammála um það.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun