Viðskipti innlent

Lífeyrissjóðir umfangsmiklir í Össurkaupum

Tveir lífeyrissjóðir voru umfangsmiklir þegar Eyrir Invest seldi allan hlut sinn í Össur hf. í dag. Samanlagt keyptu þeir hátt í helminginn af þeim hlutabréfum sem voru í boði.

Um er að ræða Lífeyrissjóð verzlunarmanna og Gildi. Hvor um sig keypti rúmlega tíu milljónir hluta eða rúmlega 20 milljónir á samtals á tæplega 4 milljarða kr. Í heild voru 46,5 milljón hlutir í boði og fengust um 9 milljarðar kr. fyrir þá.

Báðum þessum viðskiptum var flaggað í Kauphöllinni þar sem eignarhlutar bæði Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og Gildis fór yfir 5% eignamörkin. Í tilviki Lífeyrissjóðs verzlunarmanna er eignarhluturinn í Össuri hf. kominn rétt yfir 6%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×