Samstarf á sviði norðurslóðarannsókna 18. maí 2011 23:11 Mynd/AP Bandaríkin og Ísland munu hefja vinnu að viljayfirlýsingu um samstarf á sviði norðurslóðarannsókna í kjölfar fundar Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra fyrr í dag með Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Washington. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna lýsti jafnframt stuðningi við að ráðist verði í gerð samnings til varnar olíuslysum á norðurslóðum, en það er einn meginkjarni norðurslóðastefnu Íslendinga. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra lýsti eindregnum vilja Íslendinga til að laða aðrar þjóðir, ekki síst Bandaríkin, til samstarf um að byggja upp á Íslandi alþjóðlega miðstöð á sviði leitar og björgunar í norðurhöfum og undirstrikaði nauðsyn þess í ljósi upplýsinga sem fram hafa komið um að siglingar hefjist fyrr en menn töldu í kjölfar upplýsinga um hraðari bráðnun heimskautaþekjunnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Össur og Clinton voru sammála um að Norðurskautsráðið ætti að vera aðalvettvangur samstarfs á norðurslóðum og lýsti Össur ánægju Íslendinga með yfirlýsingu Hilary Clinton í Kanada í fyrra um að Norðurskautsráðið, fremur en svokallað fimm-ríkja samstarf, sem Ísland er ekki aðili að, ætti að verða ráðandi vettvangur um samstarf á norðurslóðum.Líbía og samstarf um jarðhita Clinton og Össur ræddu samstarf Íslands og Bandaríkjanna í varnar- og öryggismálum, og fór utanríkisráðherra fram á að samstarf um hryðjuverkavarnir yrði eflt eins og kveður á í yfirlýsingu ríkjanna frá árinu 2006. Eftir fundinn með Hillary Clinton sótti utanríkisráðherra fund með sérfræðingum Bandaríkjanna um hryðjuverkahættuna í heiminum. Þá ræddu ráðherrarnir ástandið í Arabaheiminum, þróunina í Líbíu og Sýrlandi og málefni Palestínu í kjölfar samkomulags Fatah og Hamas hreyfinganna um sameiginlega stjórn. Voru ráðherrarnir sammála um mikilvægi þess að friðarferlið í Mið-Austurlöndum fari af stað hið fyrsta og að deiluaðilar sýni ítrasta vilja til samninga. Clinton gerði utanríkisráðherra einnig grein fyrir stöðu mála í Pakistan og Afganistan. Íslenskar og bandarískar stofnanir og fyrirtæki hafa átt í samstarfi um nýtingu jarðhita, um nokkurra ára skeið. Clinton og Össur lýstu áhuga á að auka það samstarf. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Bandaríkin og Ísland munu hefja vinnu að viljayfirlýsingu um samstarf á sviði norðurslóðarannsókna í kjölfar fundar Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra fyrr í dag með Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Washington. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna lýsti jafnframt stuðningi við að ráðist verði í gerð samnings til varnar olíuslysum á norðurslóðum, en það er einn meginkjarni norðurslóðastefnu Íslendinga. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra lýsti eindregnum vilja Íslendinga til að laða aðrar þjóðir, ekki síst Bandaríkin, til samstarf um að byggja upp á Íslandi alþjóðlega miðstöð á sviði leitar og björgunar í norðurhöfum og undirstrikaði nauðsyn þess í ljósi upplýsinga sem fram hafa komið um að siglingar hefjist fyrr en menn töldu í kjölfar upplýsinga um hraðari bráðnun heimskautaþekjunnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Össur og Clinton voru sammála um að Norðurskautsráðið ætti að vera aðalvettvangur samstarfs á norðurslóðum og lýsti Össur ánægju Íslendinga með yfirlýsingu Hilary Clinton í Kanada í fyrra um að Norðurskautsráðið, fremur en svokallað fimm-ríkja samstarf, sem Ísland er ekki aðili að, ætti að verða ráðandi vettvangur um samstarf á norðurslóðum.Líbía og samstarf um jarðhita Clinton og Össur ræddu samstarf Íslands og Bandaríkjanna í varnar- og öryggismálum, og fór utanríkisráðherra fram á að samstarf um hryðjuverkavarnir yrði eflt eins og kveður á í yfirlýsingu ríkjanna frá árinu 2006. Eftir fundinn með Hillary Clinton sótti utanríkisráðherra fund með sérfræðingum Bandaríkjanna um hryðjuverkahættuna í heiminum. Þá ræddu ráðherrarnir ástandið í Arabaheiminum, þróunina í Líbíu og Sýrlandi og málefni Palestínu í kjölfar samkomulags Fatah og Hamas hreyfinganna um sameiginlega stjórn. Voru ráðherrarnir sammála um mikilvægi þess að friðarferlið í Mið-Austurlöndum fari af stað hið fyrsta og að deiluaðilar sýni ítrasta vilja til samninga. Clinton gerði utanríkisráðherra einnig grein fyrir stöðu mála í Pakistan og Afganistan. Íslenskar og bandarískar stofnanir og fyrirtæki hafa átt í samstarfi um nýtingu jarðhita, um nokkurra ára skeið. Clinton og Össur lýstu áhuga á að auka það samstarf.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira