Innlent

Samstarf á sviði norðurslóðarannsókna

Mynd/AP
Bandaríkin og Ísland munu hefja vinnu að viljayfirlýsingu um samstarf á sviði norðurslóðarannsókna í kjölfar fundar Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra fyrr í dag með Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Washington. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna lýsti jafnframt stuðningi við að ráðist verði í gerð samnings til varnar olíuslysum á norðurslóðum, en það er einn meginkjarni norðurslóðastefnu Íslendinga.Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra lýsti eindregnum vilja Íslendinga til að laða aðrar þjóðir, ekki síst Bandaríkin, til samstarf um að byggja upp á Íslandi alþjóðlega miðstöð á sviði leitar og björgunar í norðurhöfum og undirstrikaði nauðsyn þess í ljósi upplýsinga sem fram hafa komið um að siglingar hefjist fyrr en menn töldu í kjölfar upplýsinga um hraðari bráðnun heimskautaþekjunnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.Össur og Clinton voru sammála um að Norðurskautsráðið ætti að vera aðalvettvangur samstarfs á norðurslóðum og lýsti Össur ánægju Íslendinga með yfirlýsingu Hilary Clinton í Kanada í fyrra um að Norðurskautsráðið, fremur en svokallað fimm-ríkja samstarf, sem Ísland er ekki aðili að, ætti að verða ráðandi vettvangur um samstarf á norðurslóðum.Líbía og samstarf um jarðhitaClinton og Össur ræddu samstarf Íslands og Bandaríkjanna í varnar- og öryggismálum, og fór utanríkisráðherra fram á að samstarf um hryðjuverkavarnir yrði eflt eins og kveður á í yfirlýsingu ríkjanna frá árinu 2006. Eftir fundinn með Hillary Clinton sótti utanríkisráðherra fund með sérfræðingum Bandaríkjanna um hryðjuverkahættuna í heiminum.Þá ræddu ráðherrarnir ástandið í Arabaheiminum, þróunina í Líbíu og Sýrlandi og málefni Palestínu í kjölfar samkomulags Fatah og Hamas hreyfinganna um sameiginlega stjórn. Voru ráðherrarnir sammála um mikilvægi þess að friðarferlið í Mið-Austurlöndum fari af stað hið fyrsta og að deiluaðilar sýni ítrasta vilja til samninga. Clinton gerði utanríkisráðherra einnig grein fyrir stöðu mála í Pakistan og Afganistan.

 

Íslenskar og bandarískar stofnanir og fyrirtæki hafa átt í samstarfi um nýtingu jarðhita, um nokkurra ára skeið. Clinton og Össur lýstu áhuga á að auka það samstarf.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.