Af hverju 21. maí 2011? Boði Logason skrifar 19. maí 2011 14:40 Tölvuteikning af Örkinni hans Nóa Mikið hefur rætt um boðaðan heimsendi 21. maí næstkomandi. Hópur frá Bandaríkjunum, sem kallar sig FamilyRadio.com, hefur auglýst í fjölmiðlum hér á landi að heimurinn muni farast á laugardaginn. En hvernig fær hópurinn út dagsetninguna 21. maí 2011 út? Það verður að teljast mjög ólíklegt að hópurinn reynist sannspár um þessa spá sína. Vísir talaði við séra Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprest, í vikunni sem sagði að þetta væri ekkert annað en hræðsluáróður hjá hópnum. Hann sagði að vissulega segir í Biblíunni að það verði heimsendir einn daginn, en það geti verið á morgun eða eftir milljón ár. Það sé ekkert í Biblíunni sem vísi á einhvern einn ákveðinn dag, það sé ómögulegt. Í því samhengi sagði Pálmi að þegar fólk deyr sé það þeirra heimsendir - þá sé lífi þeirra hér lokið.Það stendur í Biblíunni Ýmsir hópar í heiminum eru þekktir fyrir samsæriskenningar og finna hentuga útkomu með ótrúlegustu leiðum. Svo virðist sem útkoma FamilyRadio.com hópsins sé slík. En hér fyrir neðan má sjá hvernig hópurinn finnur út dagsetninguna 21. maí 2011. Hópurinn tekur tvær tilvitnanir úr Biblíunni og setur þær saman. Sú fyrri er úr síðara almenna bréfi Péturs (3:8) en þar segir: „En þetta eitt má ykkur ekki gleymast, þið elskuðu, að einn dagur er hjá Drottni sem þúsund ár og þúsund ár sem einn dagur." Hin er úr Mósesbók (7:4) en þar segir: „Að sjö dögum liðnum mun ég láta rigna á jörðina í fjörutíu daga og fjörutíu nætur og afmá af jörðinni sérhverja lifandi veru sem ég hef skapað"Einn dagur sem þúsund ár Og þá byrjar ballið. Út frá þessu má áætla að sjö dagar séu í raun þúsund ár, því einn dagur er þúsund ár - þá hljóta sjö dagar að vera sjö þúsund ár. Því næst vitnar hópurinn í Örkina hans Nóa. En í Biblíunni segir að í augum Guðs hafi jörðin verið spillt og full ranglætis. Guð sagði við Nóa: „Ég hef ákveðið endalok allra manna á jörðinni því jörðin er full orðin af ranglæti þeirra vegna. Nú eyði ég þeim ásamt jörðinni." Guð sagði við Nóa, það sem kom hér fram að ofan, að hann hafi sjö daga til að koma sér í burtu áður en dómsdagur rennur upp. Eins og áður segir, þá hljóta sjö dagar að vera sjö þúsund ár. Því má áætla að Nói hafi sjö þúsund ár til að flýja jörðina en í Biblíunni kemur fram að Nói muni verða 600 ára þegar vatnsflóði steypist yfir jörðina. Hópurinn segir að það megi ganga út frá því í Biblíunni að Guð sé alvitur - hann veit upphaf og endi jarðarinnar og hann vissi hversu syndugur heimurinn myndi verða.4990 + 2011 - 1 = 7000 Til að fá út árið 2011 notar hópurinn reikniformúlu. Sjö þúsund árum eftir 4990 fyrir Krist, sem er árið sem flóðið á að hafa skollið á, er akkúrat árið 2011, samkvæmt okkar dagatali. Reikniformúla hópsins er: 4990 + 2011 - 1 = 7000. Ástæða þess að hópurinn dregur 1 frá er vegna skiptingar dagatals Gamla testamentisins yfir í það nýja, því okkar dagatal hefur ekki árið 0, segir hópurinn. Og nú er árið 2011, komið á hreint. En af hverju endilega 21. maí? Hópurinn segir að svo ótrúlega vill til að 21. maí er akkúrat sautjándi dagur annars mánaðar, samkvæmt biblíudagatalinu. Og Guð sagði við Nóa að á sautjánda degi annars mánaðar á sex hundraðasta afmæli Nóa muni heimurinn farast, sem sagt 21. maí árið 4990 fyrir Krist. Niðurstaða hópsins er því að það verði heimsendir 21. maí árið 2011.Heimsendirinn kom ekki 1994 Eins og kom fram áðan hafa margir spáð fyrir um heimsendi. Vissulega segir í Biblíunni að heimurinn muni líða undir lok í þeirri mynd sem hann birtist okkur. Menn hafa reynt að búa til einhverjar reikniformúlur í gegnum tíðina, en eins og ætti að vera ljóst hefur það ekki tekist - enginn heimsendir hefur enn komið. Útvarpspredikarinn Harold Camping, sem fer fyrir FamilyRadio.com hópnum, segist hafa spáð í tölur í um 70 ár. Hann segir að enginn vafi sé á því að heimurinn muni farast þennan dag, þetta ár - eins hrakið var hér áðan. En það eru fleiri kenningar um að 21. maí 2011 sé dagurinn sem heimurinn ferst. Ein af útskýringum hans er sú að hann margfaldaði tvívegis þrjár helgar tölur, 5, 10 og 17 og fékk töluna 722.500. Og þann 21. maí árið 2011 eru akkúrat liðnir 722.500 dagar frá krossfestingu Krists, en hann var krossfestur 1. apríl árið 33. Harold hefur þó ekki reynst sannspár hingað til, hann spáði til dæmis því að það yrði heimsendir 6. september 1994. En eins og allir ættu að vita rættist ekki úr þeirri spá hans. Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Sjá meira
Mikið hefur rætt um boðaðan heimsendi 21. maí næstkomandi. Hópur frá Bandaríkjunum, sem kallar sig FamilyRadio.com, hefur auglýst í fjölmiðlum hér á landi að heimurinn muni farast á laugardaginn. En hvernig fær hópurinn út dagsetninguna 21. maí 2011 út? Það verður að teljast mjög ólíklegt að hópurinn reynist sannspár um þessa spá sína. Vísir talaði við séra Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprest, í vikunni sem sagði að þetta væri ekkert annað en hræðsluáróður hjá hópnum. Hann sagði að vissulega segir í Biblíunni að það verði heimsendir einn daginn, en það geti verið á morgun eða eftir milljón ár. Það sé ekkert í Biblíunni sem vísi á einhvern einn ákveðinn dag, það sé ómögulegt. Í því samhengi sagði Pálmi að þegar fólk deyr sé það þeirra heimsendir - þá sé lífi þeirra hér lokið.Það stendur í Biblíunni Ýmsir hópar í heiminum eru þekktir fyrir samsæriskenningar og finna hentuga útkomu með ótrúlegustu leiðum. Svo virðist sem útkoma FamilyRadio.com hópsins sé slík. En hér fyrir neðan má sjá hvernig hópurinn finnur út dagsetninguna 21. maí 2011. Hópurinn tekur tvær tilvitnanir úr Biblíunni og setur þær saman. Sú fyrri er úr síðara almenna bréfi Péturs (3:8) en þar segir: „En þetta eitt má ykkur ekki gleymast, þið elskuðu, að einn dagur er hjá Drottni sem þúsund ár og þúsund ár sem einn dagur." Hin er úr Mósesbók (7:4) en þar segir: „Að sjö dögum liðnum mun ég láta rigna á jörðina í fjörutíu daga og fjörutíu nætur og afmá af jörðinni sérhverja lifandi veru sem ég hef skapað"Einn dagur sem þúsund ár Og þá byrjar ballið. Út frá þessu má áætla að sjö dagar séu í raun þúsund ár, því einn dagur er þúsund ár - þá hljóta sjö dagar að vera sjö þúsund ár. Því næst vitnar hópurinn í Örkina hans Nóa. En í Biblíunni segir að í augum Guðs hafi jörðin verið spillt og full ranglætis. Guð sagði við Nóa: „Ég hef ákveðið endalok allra manna á jörðinni því jörðin er full orðin af ranglæti þeirra vegna. Nú eyði ég þeim ásamt jörðinni." Guð sagði við Nóa, það sem kom hér fram að ofan, að hann hafi sjö daga til að koma sér í burtu áður en dómsdagur rennur upp. Eins og áður segir, þá hljóta sjö dagar að vera sjö þúsund ár. Því má áætla að Nói hafi sjö þúsund ár til að flýja jörðina en í Biblíunni kemur fram að Nói muni verða 600 ára þegar vatnsflóði steypist yfir jörðina. Hópurinn segir að það megi ganga út frá því í Biblíunni að Guð sé alvitur - hann veit upphaf og endi jarðarinnar og hann vissi hversu syndugur heimurinn myndi verða.4990 + 2011 - 1 = 7000 Til að fá út árið 2011 notar hópurinn reikniformúlu. Sjö þúsund árum eftir 4990 fyrir Krist, sem er árið sem flóðið á að hafa skollið á, er akkúrat árið 2011, samkvæmt okkar dagatali. Reikniformúla hópsins er: 4990 + 2011 - 1 = 7000. Ástæða þess að hópurinn dregur 1 frá er vegna skiptingar dagatals Gamla testamentisins yfir í það nýja, því okkar dagatal hefur ekki árið 0, segir hópurinn. Og nú er árið 2011, komið á hreint. En af hverju endilega 21. maí? Hópurinn segir að svo ótrúlega vill til að 21. maí er akkúrat sautjándi dagur annars mánaðar, samkvæmt biblíudagatalinu. Og Guð sagði við Nóa að á sautjánda degi annars mánaðar á sex hundraðasta afmæli Nóa muni heimurinn farast, sem sagt 21. maí árið 4990 fyrir Krist. Niðurstaða hópsins er því að það verði heimsendir 21. maí árið 2011.Heimsendirinn kom ekki 1994 Eins og kom fram áðan hafa margir spáð fyrir um heimsendi. Vissulega segir í Biblíunni að heimurinn muni líða undir lok í þeirri mynd sem hann birtist okkur. Menn hafa reynt að búa til einhverjar reikniformúlur í gegnum tíðina, en eins og ætti að vera ljóst hefur það ekki tekist - enginn heimsendir hefur enn komið. Útvarpspredikarinn Harold Camping, sem fer fyrir FamilyRadio.com hópnum, segist hafa spáð í tölur í um 70 ár. Hann segir að enginn vafi sé á því að heimurinn muni farast þennan dag, þetta ár - eins hrakið var hér áðan. En það eru fleiri kenningar um að 21. maí 2011 sé dagurinn sem heimurinn ferst. Ein af útskýringum hans er sú að hann margfaldaði tvívegis þrjár helgar tölur, 5, 10 og 17 og fékk töluna 722.500. Og þann 21. maí árið 2011 eru akkúrat liðnir 722.500 dagar frá krossfestingu Krists, en hann var krossfestur 1. apríl árið 33. Harold hefur þó ekki reynst sannspár hingað til, hann spáði til dæmis því að það yrði heimsendir 6. september 1994. En eins og allir ættu að vita rættist ekki úr þeirri spá hans.
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Sjá meira