Viðskipti innlent

Meintur fjársvikamaður fyrir dóm á ný

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Haukur Þór Haraldsson ásamt Gesti Jónssyni verjanda sínum. Mynd/ GVA.
Haukur Þór Haraldsson ásamt Gesti Jónssyni verjanda sínum. Mynd/ GVA.
Héraðsdómur Reykjavíkur tekur í dag fyrir að nýju ákæru á hendur Hauki Þór Haraldssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá gamla Landsbankanum. Haukur er ákærður fyrir að draga sér 118 milljónir króna með því að millifæra þær af reikningum bankans yfir á sinn eigin reikning þann 8. október 2008, þegar Landsbankinn féll.

Við fyrri meðferð málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur krafðist saksóknari 4 ára fangelsis yfir Hauki. Hann var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur. Málinu var þá áfrýjað til Hæstaréttar. Dómurinn ómerkti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur og vísaði málinu til efnislegrar meðferðar þar á ný.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×