Viðskipti innlent

208 gjaldþrot í mars - aukningin nemur 94% á milli ára

208 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta í mars síðastliðnum og er um aukningu upp á 94 prósent að ræða miða við mars í fyrra. Þá voru 107 fyrirtæki tekin til gjalþrotaskipta að því er fram kemur á heimasíðu Hagstofunnar.

MYND/Hagstofan
Flest gjaldþrotin nú eru í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Fyrstu þrjá mánuði ársins 2011 hafa 433 fyrirtæki orðið gjaldþrota sem er rúmlega 47 prósenta aukning frá sama tímabili í fyrra þegar 294 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×