Viðskipti innlent

Sætanýting aldrei betri hjá Icelandair

Sætanýting Icelandair á fyrsta ársfjórðungi hefur aldrei verið hærri en hátt olíuverð hefur áhrif á afkomu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en farþegar í millilandaflugi á fyrsta ársfjórðungi voru þrettán prósentum fleiri en á sama tíma í fyrra. Sætanýting hefur aldrei mælst hærri á fyrsta ársfjórðungi eða 71%.

„Þá batnar nýting í leiguflugi töluvert á milli ára,“ segir ennfremur. „Farþegum fækkaði hins vegar hjá Flugfélagi Íslands og skýrist það af mun erfiðari veðurskilyrðum á árinu 2011 miðað við 2010 auk þess sem flugi til Vestmannaeyja var hætt á árinu 2010.“

„Þrátt fyrir sterka eftirspurn og sætanýtingu hjá Icelandair verður EBITDA framlegð á fyrsta ársfjórðungi lakari en á fyrsta ársfjórðungi 2010. Skýringin er fyrst og fremst hátt olíuverð. Bókunarstaða fyrir sumarmánuðina er góð og þróun gjaldmiðla vegur að einhverju leyti upp á móti hækkandi olíuverði. Miðað við núverandi forsendur er spá félagsins um að EBITDA ársins verði 9,5 milljarðar því óbreytt. " segir Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×