Framlag móður Valgarður Egilsson skrifar 31. mars 2011 06:00 Það er kennt að nýr einstaklingur sem til verður fái helming erfðaefnis síns frá hvoru foreldri. Þetta er ekki alltaf rétt. Hjá jurtum er dálítill hluti af erfðaefni frumunnar kominn einvörðungu frá kvenblóminu, móðurjurtinni, jafnvel 4-5 %. Þetta er sá DNA-hluti sem er í grænukornunum og hvatberum jurtafrumunnar. Grænukornin hafa í sér drjúgmikið af DNA. Í heild hefur kvenblómið kannski lagt til 52% af erfðaefni í frumum jurtarinnar en karlblómið þá 48 % (af heildar DNA-magni hverrar jurtafrumu). Í grænukorninu er blaðgrænan, undraefni sem nemur ljósið – bindur orku rauðra geisla sólarljóssins, en varpar grænum geislum frá sér. Hjá dýrum er sérframlag frá móðurinni minna. Í dýrafrumunni er auðvitað ekkert grænukorn en hvatberarnir innihalda dálítinn DNA-stúf sem erfist einungis frá móður. Í frumum karldýra kemur smá-litningur reyndar frá föður einungis, svokallaður y-litningur. Fróðlegt er að skoða hvaða hlutverki þetta sérframlag móður gegnir, þ e. erfðaefni hvatbera og grænukorna. Hvatberar dýrafruma (þar með mannafruma) sjá um framleiðslu á mestum hluta háorku-sameinda, orkumyntinni ATP sem er gjaldgeng í öllum frumum veraldar, og verður einkum til við öndun (bruna) fæðuefna. Hvatberar leggja til þorrann af því ATP sem líkaminn þarf – og að auki verður til varmi við öndunina (brennsluna). Móðurarfurinn gefur okkur þá nánast allan líkamsvarma okkar dýranna, og í jurtaríkinu leggur móðurarfur til öll grænukorn á jörðu. Undarlegt að engir vita upphaf líkamsvarma mannsins. Einungis frá okkar móður erfðalínur fornar rita. Lita jörðu grös og gróður græna – þegar vorið kemur – þegar ljósið lífið nemur. Erfist þetta allt frá móður. Allt hvað mæður góðar gjörðu gjöldum þakkir öðru fremur: allur varmi okkur borinn – allur litur grænn á jörðu. Það er þá ekki lítið framlag móðurinnar. Í tungumálinu sér þessa nokkur merki: Jörðin, moldin, er kennd til móður, móðir jörð heitir hún, með gróðri, hlýju og öryggi. Hins vegar hefur orðið föðurland nánast pólitíska merkingu og jafnvel hernaðarlega merkingu. Patria, la patrie, Das Vaterland, fædrelandet. Jörðin er kennd við móður. Ríkið við föður. – Til móður verður rakinn: líkamsvarmi okkar – og allur litur grænn á jörðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er kennt að nýr einstaklingur sem til verður fái helming erfðaefnis síns frá hvoru foreldri. Þetta er ekki alltaf rétt. Hjá jurtum er dálítill hluti af erfðaefni frumunnar kominn einvörðungu frá kvenblóminu, móðurjurtinni, jafnvel 4-5 %. Þetta er sá DNA-hluti sem er í grænukornunum og hvatberum jurtafrumunnar. Grænukornin hafa í sér drjúgmikið af DNA. Í heild hefur kvenblómið kannski lagt til 52% af erfðaefni í frumum jurtarinnar en karlblómið þá 48 % (af heildar DNA-magni hverrar jurtafrumu). Í grænukorninu er blaðgrænan, undraefni sem nemur ljósið – bindur orku rauðra geisla sólarljóssins, en varpar grænum geislum frá sér. Hjá dýrum er sérframlag frá móðurinni minna. Í dýrafrumunni er auðvitað ekkert grænukorn en hvatberarnir innihalda dálítinn DNA-stúf sem erfist einungis frá móður. Í frumum karldýra kemur smá-litningur reyndar frá föður einungis, svokallaður y-litningur. Fróðlegt er að skoða hvaða hlutverki þetta sérframlag móður gegnir, þ e. erfðaefni hvatbera og grænukorna. Hvatberar dýrafruma (þar með mannafruma) sjá um framleiðslu á mestum hluta háorku-sameinda, orkumyntinni ATP sem er gjaldgeng í öllum frumum veraldar, og verður einkum til við öndun (bruna) fæðuefna. Hvatberar leggja til þorrann af því ATP sem líkaminn þarf – og að auki verður til varmi við öndunina (brennsluna). Móðurarfurinn gefur okkur þá nánast allan líkamsvarma okkar dýranna, og í jurtaríkinu leggur móðurarfur til öll grænukorn á jörðu. Undarlegt að engir vita upphaf líkamsvarma mannsins. Einungis frá okkar móður erfðalínur fornar rita. Lita jörðu grös og gróður græna – þegar vorið kemur – þegar ljósið lífið nemur. Erfist þetta allt frá móður. Allt hvað mæður góðar gjörðu gjöldum þakkir öðru fremur: allur varmi okkur borinn – allur litur grænn á jörðu. Það er þá ekki lítið framlag móðurinnar. Í tungumálinu sér þessa nokkur merki: Jörðin, moldin, er kennd til móður, móðir jörð heitir hún, með gróðri, hlýju og öryggi. Hins vegar hefur orðið föðurland nánast pólitíska merkingu og jafnvel hernaðarlega merkingu. Patria, la patrie, Das Vaterland, fædrelandet. Jörðin er kennd við móður. Ríkið við föður. – Til móður verður rakinn: líkamsvarmi okkar – og allur litur grænn á jörðu.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun