Icesave - Lagalegar afleiðingar synjunar Frosti Sigurjónsson skrifar 21. mars 2011 12:01 Margrét Einarsdóttir forstöðumaður Evrópuréttarstofnunar HR og LL.M í Evrópurétti fjallar um lagalegar afleiðingar synjunar í samnefndri grein í Fréttablaðinu 17. mars sl. Margrét dregur þar upp afar dökka mynd sem virðist á misskilningi byggð. Margrét ,,hallast" að því að EFTA dómstóllinn muni dæma ríkið brotlegt við EES samninginn, fyrir ,,óbeina mismunun á grundvelli þjóðernis" og einnig fyrir að "hafa ekki komið á fót innstæðutryggingakerfi hér á landi sem virkaði". Margrét endurtekur aðeins það sem stendur í áliti ESA. Hún nefnir ekki að aðfinnslur ESA hafa verið vandlega hraktar í greinargerðum Stefáns Más Stefánssonar, Lárusar Blöndal, Peter Örebech og annarra lögfræðinga. Fyrst Margrét kaus að hafa þau rök að engu hefði hún gjarnan mátt útskýra að hvaða leyti hún telji að þessir lögspekingar hafi rangt fyrir sér. Margrét skrifar: "Dómur EFTA dómstólsins þess efnis að íslenska ríkið hafi brotið gegn samningsskuldbindingum sínum á grundvelli EES-samningsins myndi setja aukinn pólitískan þrýsting á Íslendinga að greiða skuldina. Ef íslenska ríkið yrði ekki við því kynnu samningsaðilar EES-samningsins að grípa til refsiaðgerða gegn okkur á grundvelli samningsins." Í fyrsta lagi er óljóst hvað Margrét á hér við. Engar heimildir eru í EES samningnum fyrir að beita samningsríki refsiaðgerðum. Því er ekki hægt að réttlæta refsiaðgerðir á grundvelli hans. Í öðru lagi tekur EFTA dómstóllinn einungis afstöðu til þess hvort að um samningsbrot hafi verið að ræða en ekki til þess hvort brotið teljist bótaskylt. Það er því bæði ólíklegt að samningsaðilar EES-samningsins hafi heimild til þess að beita Íslendinga refsiaðgerðum og að réttlæta megi slíkar aðgerðir fyrr en dómstólar hafa skorið úr um bótaskyldu. Margrét telur jafnframt "útlokað annað en að íslenskir dómstólar dæmi í samræmi við ráðgefandi álit EFTA dómstólsins." Þetta er rangt hjá henni, því íslenskir dómstólar dæma eftir íslenskum lögum og eru ekki bundnir af áliti EFTA dómstólsins. Þess vegna er alls ekki hægt að útiloka að þeir komist að annarri niðurstöðu en EFTA dómstóllinn. Margrét telur að Bretar og Hollendingar geti vart fengið bætur vegna brots á reglum EES um innstæðutryggingasjóði en telur hins vegar "verulegar líkur" á að bætur muni fást á grundvelli mismununar. Margrét telur að viðsemjendur geti krafist þess að fá greidda út alla þá fjárhæð sem þeir lögðu út, en ekki bara lágmarkstrygginguna og segir: "Skuld Íslendinga við Breta og Hollendinga yrði þá um tvöfalt hærri en samkvæmt [samningnum]". Hér skal bent á að í áliti ESA frá því í maí 2010, er varðar mögulegt brot á jafnræðisreglu, er hvergi vísað í annað en lágmarksinnstæðutryggingu. Þ.e. að möguleg mismunun felist í því að tryggingarsjóður hafi ekki greitt Bretum og Hollendingum lágmarksinnstæðutryggingu. ESA hefur nú þegar staðfest með seinna áliti sínu frá 15. desember s.l. að fordæmalausar aðstæður á Íslandi hafi réttlætt tryggingu innstæðna á Íslandi, að fullu umfram lágmarkið, til að tryggja almannaöryggi. Það verður því að teljast mjög ólíklegt að íslenska ríkið verði dæmt til að ábyrgjast innstæður Breta og Hollendinga umfram lágmarkið. Þrátt fyrir að svo ólíklega færi að dómur um fulla greiðslu félli, kæmi á móti forgangur á endurheimtum úr þrotabúi Landsbankans. M.v. nýlegt mat skilanefndar er gert ráð fyrir að eignir muni duga að mestu fyrir öllum forgangskröfum. Áhættan af dómstólaleiðinni er því mun minni en Margrét hefur talið sér trú um, og miklu mun ásættanlegri en sú áhætta sem fólgin er í samþykkt Icesave samninga. Tökum ákvörðun réttum forsendum. ADVICE hópurinn hefur það að markmiði að upplýsa og miðla upplýsingum um ástæður þess að hafna beri Icesave lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. apríl næstkomandi. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um málið á: www.advice.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Margrét Einarsdóttir forstöðumaður Evrópuréttarstofnunar HR og LL.M í Evrópurétti fjallar um lagalegar afleiðingar synjunar í samnefndri grein í Fréttablaðinu 17. mars sl. Margrét dregur þar upp afar dökka mynd sem virðist á misskilningi byggð. Margrét ,,hallast" að því að EFTA dómstóllinn muni dæma ríkið brotlegt við EES samninginn, fyrir ,,óbeina mismunun á grundvelli þjóðernis" og einnig fyrir að "hafa ekki komið á fót innstæðutryggingakerfi hér á landi sem virkaði". Margrét endurtekur aðeins það sem stendur í áliti ESA. Hún nefnir ekki að aðfinnslur ESA hafa verið vandlega hraktar í greinargerðum Stefáns Más Stefánssonar, Lárusar Blöndal, Peter Örebech og annarra lögfræðinga. Fyrst Margrét kaus að hafa þau rök að engu hefði hún gjarnan mátt útskýra að hvaða leyti hún telji að þessir lögspekingar hafi rangt fyrir sér. Margrét skrifar: "Dómur EFTA dómstólsins þess efnis að íslenska ríkið hafi brotið gegn samningsskuldbindingum sínum á grundvelli EES-samningsins myndi setja aukinn pólitískan þrýsting á Íslendinga að greiða skuldina. Ef íslenska ríkið yrði ekki við því kynnu samningsaðilar EES-samningsins að grípa til refsiaðgerða gegn okkur á grundvelli samningsins." Í fyrsta lagi er óljóst hvað Margrét á hér við. Engar heimildir eru í EES samningnum fyrir að beita samningsríki refsiaðgerðum. Því er ekki hægt að réttlæta refsiaðgerðir á grundvelli hans. Í öðru lagi tekur EFTA dómstóllinn einungis afstöðu til þess hvort að um samningsbrot hafi verið að ræða en ekki til þess hvort brotið teljist bótaskylt. Það er því bæði ólíklegt að samningsaðilar EES-samningsins hafi heimild til þess að beita Íslendinga refsiaðgerðum og að réttlæta megi slíkar aðgerðir fyrr en dómstólar hafa skorið úr um bótaskyldu. Margrét telur jafnframt "útlokað annað en að íslenskir dómstólar dæmi í samræmi við ráðgefandi álit EFTA dómstólsins." Þetta er rangt hjá henni, því íslenskir dómstólar dæma eftir íslenskum lögum og eru ekki bundnir af áliti EFTA dómstólsins. Þess vegna er alls ekki hægt að útiloka að þeir komist að annarri niðurstöðu en EFTA dómstóllinn. Margrét telur að Bretar og Hollendingar geti vart fengið bætur vegna brots á reglum EES um innstæðutryggingasjóði en telur hins vegar "verulegar líkur" á að bætur muni fást á grundvelli mismununar. Margrét telur að viðsemjendur geti krafist þess að fá greidda út alla þá fjárhæð sem þeir lögðu út, en ekki bara lágmarkstrygginguna og segir: "Skuld Íslendinga við Breta og Hollendinga yrði þá um tvöfalt hærri en samkvæmt [samningnum]". Hér skal bent á að í áliti ESA frá því í maí 2010, er varðar mögulegt brot á jafnræðisreglu, er hvergi vísað í annað en lágmarksinnstæðutryggingu. Þ.e. að möguleg mismunun felist í því að tryggingarsjóður hafi ekki greitt Bretum og Hollendingum lágmarksinnstæðutryggingu. ESA hefur nú þegar staðfest með seinna áliti sínu frá 15. desember s.l. að fordæmalausar aðstæður á Íslandi hafi réttlætt tryggingu innstæðna á Íslandi, að fullu umfram lágmarkið, til að tryggja almannaöryggi. Það verður því að teljast mjög ólíklegt að íslenska ríkið verði dæmt til að ábyrgjast innstæður Breta og Hollendinga umfram lágmarkið. Þrátt fyrir að svo ólíklega færi að dómur um fulla greiðslu félli, kæmi á móti forgangur á endurheimtum úr þrotabúi Landsbankans. M.v. nýlegt mat skilanefndar er gert ráð fyrir að eignir muni duga að mestu fyrir öllum forgangskröfum. Áhættan af dómstólaleiðinni er því mun minni en Margrét hefur talið sér trú um, og miklu mun ásættanlegri en sú áhætta sem fólgin er í samþykkt Icesave samninga. Tökum ákvörðun réttum forsendum. ADVICE hópurinn hefur það að markmiði að upplýsa og miðla upplýsingum um ástæður þess að hafna beri Icesave lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. apríl næstkomandi. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um málið á: www.advice.is.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun