Raunvextir í fjötrum Már Wolfgang Mixa skrifar 22. mars 2011 06:00 Stýrivextir hafa lækkað ört síðustu mánuði og eru þeir nú í sögulegu lágmarki. Þessar fréttir skipta þó meginhluta þjóðarinnar litlu máli, sem skuldar aðallega verðtryggð húsnæðislán. Fastir raunvextir slíkra lána hafa staðið í stað og breytilegir vextir hafa ekki fylgt vaxtaþróun íbúðabréfa undanfarna mánuði. Til dæmis hefur almennt vaxtaálag breytilegra lífeyrissjóðalána LSR verið í kringum 0,5% hærra en meðalávöxtunarkrafa íbúðabréfa. Í dag er sú krafa um 3% og því ættu breytilegir raunvextir LSR að vera í kringum 3,5%. Þeir eru hins vegar 4% í dag og samkvæmt heimasíðu sjóðsins fara þeir ekki neðar. Fyrir fjölskyldu sem skuldar 20 milljónir munar þetta um 100 þúsund krónur í árlegan vaxtakostnað. Hví lækka raunvextir húsnæðislána ekki í takti við markaðsaðstæður? Samkvæmt lögum um ávöxtun lífeyrissjóða skal árleg raunávöxtun þeirra ekki vera minni en 3,5%. Þetta var e.t.v. raunhæft sjónarmið á sínum tíma þegar íslensk skuldabréf báru miklu hærri ávöxtunarkröfu. Í dag eru þessi lög hins vegar úr takti við raunveruleikann, bæði nú og til lengri tíma. Þar sem lífeyrissjóðir eru skyldugir til að ávaxta fjármuni sína samkvæmt þessum lögum þá er ekki hægt að ætlast til þess af þeim að þeir láni sjóðsfélögum sínum í takti við markaðsaðstæður. Þess í stað neyðast þeir til að halda raunvaxtastigi uppi. Lækkun raunvaxta er því í fjötrum lagaákvæða. Því hlýtur það að vera hlutverk löggjafans að breyta þessum lögum hið fyrsta svo að þau séu í takti við aðstæður, t.d. að samræma þau við ávöxtunarkröfur sem ríkja á hverjum tíma, og losi lækkun raunvaxta úr fjötrum. Líklegt er að ávöxtunarkrafa íbúðabréfa lækki enn frekar með auknum sveigjanleika í lögum varðandi ávöxtun lífeyrissjóða. Það myndi draga úr vaxtakostnaði íslenskra heimila sem og fyrirtækja og gera mörg fjárfestingartækifæri að raunhæfari kostum. Afnám hafta á lækkun raunvaxta væri því eins og vítamínsprauta í uppbyggingu íslensks samfélags og atvinnulífs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Már Wolfgang Mixa Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Skoðun Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Stýrivextir hafa lækkað ört síðustu mánuði og eru þeir nú í sögulegu lágmarki. Þessar fréttir skipta þó meginhluta þjóðarinnar litlu máli, sem skuldar aðallega verðtryggð húsnæðislán. Fastir raunvextir slíkra lána hafa staðið í stað og breytilegir vextir hafa ekki fylgt vaxtaþróun íbúðabréfa undanfarna mánuði. Til dæmis hefur almennt vaxtaálag breytilegra lífeyrissjóðalána LSR verið í kringum 0,5% hærra en meðalávöxtunarkrafa íbúðabréfa. Í dag er sú krafa um 3% og því ættu breytilegir raunvextir LSR að vera í kringum 3,5%. Þeir eru hins vegar 4% í dag og samkvæmt heimasíðu sjóðsins fara þeir ekki neðar. Fyrir fjölskyldu sem skuldar 20 milljónir munar þetta um 100 þúsund krónur í árlegan vaxtakostnað. Hví lækka raunvextir húsnæðislána ekki í takti við markaðsaðstæður? Samkvæmt lögum um ávöxtun lífeyrissjóða skal árleg raunávöxtun þeirra ekki vera minni en 3,5%. Þetta var e.t.v. raunhæft sjónarmið á sínum tíma þegar íslensk skuldabréf báru miklu hærri ávöxtunarkröfu. Í dag eru þessi lög hins vegar úr takti við raunveruleikann, bæði nú og til lengri tíma. Þar sem lífeyrissjóðir eru skyldugir til að ávaxta fjármuni sína samkvæmt þessum lögum þá er ekki hægt að ætlast til þess af þeim að þeir láni sjóðsfélögum sínum í takti við markaðsaðstæður. Þess í stað neyðast þeir til að halda raunvaxtastigi uppi. Lækkun raunvaxta er því í fjötrum lagaákvæða. Því hlýtur það að vera hlutverk löggjafans að breyta þessum lögum hið fyrsta svo að þau séu í takti við aðstæður, t.d. að samræma þau við ávöxtunarkröfur sem ríkja á hverjum tíma, og losi lækkun raunvaxta úr fjötrum. Líklegt er að ávöxtunarkrafa íbúðabréfa lækki enn frekar með auknum sveigjanleika í lögum varðandi ávöxtun lífeyrissjóða. Það myndi draga úr vaxtakostnaði íslenskra heimila sem og fyrirtækja og gera mörg fjárfestingartækifæri að raunhæfari kostum. Afnám hafta á lækkun raunvaxta væri því eins og vítamínsprauta í uppbyggingu íslensks samfélags og atvinnulífs.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun