Verum raunsæ og segjum satt Gylfi Arnbjörnsson skrifar 25. mars 2011 15:23 Forsvarsmenn opinberra starfsmanna hafa nú uppi alvarlegar ásakanir á forystu ASÍ um að í yfirstandandi kjaraviðræðum sé farið fram á skerðingu á áunnum lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Þessar ásakanir eru með öllu tilhæfulausar. Í umræðu um samræmingu lífeyrisréttinda hafa opinberir starfsmenn lagt megináherslu á tvennt; að staðinn verði vörður um áunnin lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna – þ.e. að ekki komi til skerðingar þeirra – og að slík jöfnun verði gerð upp á við – þ.e. að réttindi á almennum vinnumarkaði verði hækkuð til jafns við opinbera vinnumarkaðinn. Jafnframt hefur verið samstaða um að lífeyriskerfið eigi að vera sjálfbært, þannig að hver kynslóð standi undir sínum réttindum en þau hvíli ekki á bakábyrgð launagreiðanda. Af hálfu ASÍ hefur verið fallist á þessar meginkröfur en einnig vakin athygli á því að þetta muni leggja gríðarlegar byrðar á ríki og sveitarfélög í náinni framtíð sem fyrirfram er vitað að muni leiða til niðurskurðar á þjónustu og uppsagna opinberra starfsmanna. Forysta ASÍ hefur a.m.k. talið mikilvægt að upplýsa félagsmenn sína og landsmenn alla um afleiðingar þessarar stefnu því byrðin af henni er svo mikil að skerðingar í velferðar- og heilbrigðiskerfinu á þessu ári yrðu hjómið eitt í samanburði. Ljóst hefur verið frá upphafi þessarar vinnu að núverandi lífeyriskerfi opinberra starfsmanna er ekki sjálfbært og safnast hefur upp um 500 milljarða króna halli sem ríki og sveitarfélög eru í ábyrgð fyrir. ASÍ hefur í mörg ár vakið athygli á því að þessi alvarlega staða ógni verulega stöðu og framtíð mennta-, velferðar- og heilbrigðiskerfisins. Þrátt fyrir það hefur þessi vandi haldið áfram að vaxa og er nú að verða óviðráðanlegur. Þennan þátt málsins hafa opinberir starfsmenn ekki viljað ræða á þessu sameiginlega borði þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fulltrúa ASÍ og líta á það sem árás af hálfu almenns launafólks, sem greiða á reikninginn, þegar slíkt er gert. Til þess að skapa sátt í málinu hefur ASÍ haft forgöngu um að styðja opinbera starfsmenn í því að við upptöku á nýju samræmdu lífeyriskerfi verði staðið við áunninn réttindi opinbera starfsmanna. Þar með hefur forystan í reynd gengið lengra en hún gat gagnvart sínum eigin félagsmönnum, en gert kröfu til þess að stjórnvöld komi til móts við þá með framlögum. Þetta var m.a. gert í viðræðunum við SA eins og fram kemur í því minnisblaði sem samtök opinberra starfsmanna tóku að sér að dreifa. Á móti hefur hins vegar verið sett fram sú krafa að lífeyriskerfið verði eftirleiðis sjálfbært þannig að reikningurinn fyrir þessum réttindum, sem nú þegar er nærri 20-föld Icesave-skuldin, stækki ekki frekar. Ef það er hins vegar sýn opinberra starfsmanna, að öll þau réttindi sem þeir gætu áunnið sér í framtíðinni teljist vera þegar áunnin réttindi og að halda eigi áfram óbreyttri skuldasöfnun í sjóðum opinberra starfsmann, er ljóst að reikningurinn mun vaxa þjóðinni yfir höfuð. Forsvarmenn opinberra starfsmanna verða að axla ábyrgð á þessari afstöðu sinni og svara því gagnvart félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum hvernig greiða eigi þennan reikning. Hvernig á að vera hægt að verja mennta-, velferðar – og heilbrigðiskerfið og þar með störf opinberra starfsmanna samhliða því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Arnbjörnsson Icesave Mest lesið Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Forsvarsmenn opinberra starfsmanna hafa nú uppi alvarlegar ásakanir á forystu ASÍ um að í yfirstandandi kjaraviðræðum sé farið fram á skerðingu á áunnum lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Þessar ásakanir eru með öllu tilhæfulausar. Í umræðu um samræmingu lífeyrisréttinda hafa opinberir starfsmenn lagt megináherslu á tvennt; að staðinn verði vörður um áunnin lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna – þ.e. að ekki komi til skerðingar þeirra – og að slík jöfnun verði gerð upp á við – þ.e. að réttindi á almennum vinnumarkaði verði hækkuð til jafns við opinbera vinnumarkaðinn. Jafnframt hefur verið samstaða um að lífeyriskerfið eigi að vera sjálfbært, þannig að hver kynslóð standi undir sínum réttindum en þau hvíli ekki á bakábyrgð launagreiðanda. Af hálfu ASÍ hefur verið fallist á þessar meginkröfur en einnig vakin athygli á því að þetta muni leggja gríðarlegar byrðar á ríki og sveitarfélög í náinni framtíð sem fyrirfram er vitað að muni leiða til niðurskurðar á þjónustu og uppsagna opinberra starfsmanna. Forysta ASÍ hefur a.m.k. talið mikilvægt að upplýsa félagsmenn sína og landsmenn alla um afleiðingar þessarar stefnu því byrðin af henni er svo mikil að skerðingar í velferðar- og heilbrigðiskerfinu á þessu ári yrðu hjómið eitt í samanburði. Ljóst hefur verið frá upphafi þessarar vinnu að núverandi lífeyriskerfi opinberra starfsmanna er ekki sjálfbært og safnast hefur upp um 500 milljarða króna halli sem ríki og sveitarfélög eru í ábyrgð fyrir. ASÍ hefur í mörg ár vakið athygli á því að þessi alvarlega staða ógni verulega stöðu og framtíð mennta-, velferðar- og heilbrigðiskerfisins. Þrátt fyrir það hefur þessi vandi haldið áfram að vaxa og er nú að verða óviðráðanlegur. Þennan þátt málsins hafa opinberir starfsmenn ekki viljað ræða á þessu sameiginlega borði þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fulltrúa ASÍ og líta á það sem árás af hálfu almenns launafólks, sem greiða á reikninginn, þegar slíkt er gert. Til þess að skapa sátt í málinu hefur ASÍ haft forgöngu um að styðja opinbera starfsmenn í því að við upptöku á nýju samræmdu lífeyriskerfi verði staðið við áunninn réttindi opinbera starfsmanna. Þar með hefur forystan í reynd gengið lengra en hún gat gagnvart sínum eigin félagsmönnum, en gert kröfu til þess að stjórnvöld komi til móts við þá með framlögum. Þetta var m.a. gert í viðræðunum við SA eins og fram kemur í því minnisblaði sem samtök opinberra starfsmanna tóku að sér að dreifa. Á móti hefur hins vegar verið sett fram sú krafa að lífeyriskerfið verði eftirleiðis sjálfbært þannig að reikningurinn fyrir þessum réttindum, sem nú þegar er nærri 20-föld Icesave-skuldin, stækki ekki frekar. Ef það er hins vegar sýn opinberra starfsmanna, að öll þau réttindi sem þeir gætu áunnið sér í framtíðinni teljist vera þegar áunnin réttindi og að halda eigi áfram óbreyttri skuldasöfnun í sjóðum opinberra starfsmann, er ljóst að reikningurinn mun vaxa þjóðinni yfir höfuð. Forsvarmenn opinberra starfsmanna verða að axla ábyrgð á þessari afstöðu sinni og svara því gagnvart félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum hvernig greiða eigi þennan reikning. Hvernig á að vera hægt að verja mennta-, velferðar – og heilbrigðiskerfið og þar með störf opinberra starfsmanna samhliða því.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar