Ágæta alþingi - svar við boði um setu í stjórnlagaráði 29. mars 2011 20:14 Vísað er til bréfs yðar dagsett 24. mars 2011 um boð til setu á stjórnlagaþingi. Allt frá upphafi taldi ég rétt að tillögur stjórnlagaþings um frumvarp til nýrra stjórnskipunarlaga yrðu lagðar í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu áður en alþingi fengi þær til lögformlegrar meðferðar. (Allsherjarnefnd alþingis var sömu skoðunar, samanber þingskjal 1354 á 138. löggjafarþingi.) Slík atkvæðagreiðsla bindur vitaskuld ekki hendur alþingis í skilningi laga en víðtækur stuðningur almennings við frumvarpið yrði hins vegar ansi skært pólitískt leiðarljós. Þetta fannst mér mikilvægt. Í kjölfar úrskurðar sex hæstaréttardómara, sem í hlutverki sérstaks stjórnsýsluyfirvalds ógiltu stjórnlagaþingskosninguna vegna tæknilegra annmarka á framkvæmdinni, taldi ég réttast að kjósa að nýju - fara semsé í svokallaða uppkosningu. Fljótt kom hins vegar í ljós að ekki var vilji fyrir því á alþingi að kjósa að nýju. Enginn fulltrúa flokkanna fimm í nefndinni sem sett var á laggirnar til að greiða úr flækjunni sem upp var komin lagði til uppkosningu. Það gerði heldur enginn alþingismanna. Ég endurtek og undirstrika: Ekki nokkur einasti hinna 63 kjörnu fulltrúa á löggjafarþingi Íslands lagði til þá leið sem augljósast og réttast var að fara. Þess í stað samþykkti alþingi með nokkuð drjúgum meirihluta atkvæða að skipa í sérstakt stjórnlagaráð þá 25 einstaklinga sem hlutskarpastir urðu í hinni ógiltu kosningu. Við svo búið taldi ég nauðsynlegt að endurheimta með skýrari hætti þann lýðræðislega bakstuðning sem fór með ógildingunni. Það verður að mínu viti best gert með því að leggja tillögur stjórnlagaráðs í þjóðaratkvæði áður en þær koma til meðferðar á alþingi. Hér er ekki um nýja fyrirætlan að ræða en sú málsmeðferð er hins vegar að minni hyggju enn brýnni nú en áður. Mér dettur ekki í hug að skilyrða þátttöku mína með neinum hætti, enda í sjálfu sér engan til að skilyrða í þeim efnum. Hver maður hlýtur hins vegar að þurfa að meta það fyrir sitt leyti undir hvaða kringumstæðum hann er reiðubúinn til að taka þátt í starfi sem þessu. Forsendubreyting varð með úrskurði hæstaréttardómaranna. Ég hef í framhaldinu gert þjóðaratkvæðagreiðsluleiðina að forsendu fyrir þátttöku minni í ráðinu. Verkefni mitt undanfarna daga hefur því verið að meta með sjálfum mér hvort sú leið sé yfir höfuð raunhæf. Því miður hefur ekki tekist að fá fram skuldbindingu af hálfu alþingis þar að lútandi en í þingsályktunartillögunni um stjórnlagaráð (sjá þingskjal 1028 á 139. löggjafarþingi) fellst alþingi eigi að síður ansi afdráttarlaust á þá leið sem valkost, geri stjórnlagaráð það að tillögu sinni. Þar segir um þjóðaratkvæðagreiðslu meðal annars: „Er þess vænst að stjórnlagaráðið geri tillögu um hvernig haga megi slíkri kosningu, sbr. 6. tölul. 2. mgr. tillögunnar. Nauðsynlegt er að skoða mjög vel hvernig best sé að útfæra slíka kosningu þannig að hún nýtist Alþingi sem best við áframhaldandi meðferð málsins.“ Eftir fjölda samtala, meðal annars við alþingsmenn, er ég þess fullviss nú að fallist verði á þá sjálfsögðu ósk að niðurstöður stjórnlagaráðs verði bornar undir þjóðina sjálfa áður en alþingi tekur þær til efnislegrar afgreiðslu. Í trausti þess þekkist ég boðið um setu í stjórnlagaráði íslensku þjóðarinnar. Með þökk og kveðju, Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Vísað er til bréfs yðar dagsett 24. mars 2011 um boð til setu á stjórnlagaþingi. Allt frá upphafi taldi ég rétt að tillögur stjórnlagaþings um frumvarp til nýrra stjórnskipunarlaga yrðu lagðar í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu áður en alþingi fengi þær til lögformlegrar meðferðar. (Allsherjarnefnd alþingis var sömu skoðunar, samanber þingskjal 1354 á 138. löggjafarþingi.) Slík atkvæðagreiðsla bindur vitaskuld ekki hendur alþingis í skilningi laga en víðtækur stuðningur almennings við frumvarpið yrði hins vegar ansi skært pólitískt leiðarljós. Þetta fannst mér mikilvægt. Í kjölfar úrskurðar sex hæstaréttardómara, sem í hlutverki sérstaks stjórnsýsluyfirvalds ógiltu stjórnlagaþingskosninguna vegna tæknilegra annmarka á framkvæmdinni, taldi ég réttast að kjósa að nýju - fara semsé í svokallaða uppkosningu. Fljótt kom hins vegar í ljós að ekki var vilji fyrir því á alþingi að kjósa að nýju. Enginn fulltrúa flokkanna fimm í nefndinni sem sett var á laggirnar til að greiða úr flækjunni sem upp var komin lagði til uppkosningu. Það gerði heldur enginn alþingismanna. Ég endurtek og undirstrika: Ekki nokkur einasti hinna 63 kjörnu fulltrúa á löggjafarþingi Íslands lagði til þá leið sem augljósast og réttast var að fara. Þess í stað samþykkti alþingi með nokkuð drjúgum meirihluta atkvæða að skipa í sérstakt stjórnlagaráð þá 25 einstaklinga sem hlutskarpastir urðu í hinni ógiltu kosningu. Við svo búið taldi ég nauðsynlegt að endurheimta með skýrari hætti þann lýðræðislega bakstuðning sem fór með ógildingunni. Það verður að mínu viti best gert með því að leggja tillögur stjórnlagaráðs í þjóðaratkvæði áður en þær koma til meðferðar á alþingi. Hér er ekki um nýja fyrirætlan að ræða en sú málsmeðferð er hins vegar að minni hyggju enn brýnni nú en áður. Mér dettur ekki í hug að skilyrða þátttöku mína með neinum hætti, enda í sjálfu sér engan til að skilyrða í þeim efnum. Hver maður hlýtur hins vegar að þurfa að meta það fyrir sitt leyti undir hvaða kringumstæðum hann er reiðubúinn til að taka þátt í starfi sem þessu. Forsendubreyting varð með úrskurði hæstaréttardómaranna. Ég hef í framhaldinu gert þjóðaratkvæðagreiðsluleiðina að forsendu fyrir þátttöku minni í ráðinu. Verkefni mitt undanfarna daga hefur því verið að meta með sjálfum mér hvort sú leið sé yfir höfuð raunhæf. Því miður hefur ekki tekist að fá fram skuldbindingu af hálfu alþingis þar að lútandi en í þingsályktunartillögunni um stjórnlagaráð (sjá þingskjal 1028 á 139. löggjafarþingi) fellst alþingi eigi að síður ansi afdráttarlaust á þá leið sem valkost, geri stjórnlagaráð það að tillögu sinni. Þar segir um þjóðaratkvæðagreiðslu meðal annars: „Er þess vænst að stjórnlagaráðið geri tillögu um hvernig haga megi slíkri kosningu, sbr. 6. tölul. 2. mgr. tillögunnar. Nauðsynlegt er að skoða mjög vel hvernig best sé að útfæra slíka kosningu þannig að hún nýtist Alþingi sem best við áframhaldandi meðferð málsins.“ Eftir fjölda samtala, meðal annars við alþingsmenn, er ég þess fullviss nú að fallist verði á þá sjálfsögðu ósk að niðurstöður stjórnlagaráðs verði bornar undir þjóðina sjálfa áður en alþingi tekur þær til efnislegrar afgreiðslu. Í trausti þess þekkist ég boðið um setu í stjórnlagaráði íslensku þjóðarinnar. Með þökk og kveðju, Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun