Ágæta alþingi - svar við boði um setu í stjórnlagaráði 29. mars 2011 20:14 Vísað er til bréfs yðar dagsett 24. mars 2011 um boð til setu á stjórnlagaþingi. Allt frá upphafi taldi ég rétt að tillögur stjórnlagaþings um frumvarp til nýrra stjórnskipunarlaga yrðu lagðar í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu áður en alþingi fengi þær til lögformlegrar meðferðar. (Allsherjarnefnd alþingis var sömu skoðunar, samanber þingskjal 1354 á 138. löggjafarþingi.) Slík atkvæðagreiðsla bindur vitaskuld ekki hendur alþingis í skilningi laga en víðtækur stuðningur almennings við frumvarpið yrði hins vegar ansi skært pólitískt leiðarljós. Þetta fannst mér mikilvægt. Í kjölfar úrskurðar sex hæstaréttardómara, sem í hlutverki sérstaks stjórnsýsluyfirvalds ógiltu stjórnlagaþingskosninguna vegna tæknilegra annmarka á framkvæmdinni, taldi ég réttast að kjósa að nýju - fara semsé í svokallaða uppkosningu. Fljótt kom hins vegar í ljós að ekki var vilji fyrir því á alþingi að kjósa að nýju. Enginn fulltrúa flokkanna fimm í nefndinni sem sett var á laggirnar til að greiða úr flækjunni sem upp var komin lagði til uppkosningu. Það gerði heldur enginn alþingismanna. Ég endurtek og undirstrika: Ekki nokkur einasti hinna 63 kjörnu fulltrúa á löggjafarþingi Íslands lagði til þá leið sem augljósast og réttast var að fara. Þess í stað samþykkti alþingi með nokkuð drjúgum meirihluta atkvæða að skipa í sérstakt stjórnlagaráð þá 25 einstaklinga sem hlutskarpastir urðu í hinni ógiltu kosningu. Við svo búið taldi ég nauðsynlegt að endurheimta með skýrari hætti þann lýðræðislega bakstuðning sem fór með ógildingunni. Það verður að mínu viti best gert með því að leggja tillögur stjórnlagaráðs í þjóðaratkvæði áður en þær koma til meðferðar á alþingi. Hér er ekki um nýja fyrirætlan að ræða en sú málsmeðferð er hins vegar að minni hyggju enn brýnni nú en áður. Mér dettur ekki í hug að skilyrða þátttöku mína með neinum hætti, enda í sjálfu sér engan til að skilyrða í þeim efnum. Hver maður hlýtur hins vegar að þurfa að meta það fyrir sitt leyti undir hvaða kringumstæðum hann er reiðubúinn til að taka þátt í starfi sem þessu. Forsendubreyting varð með úrskurði hæstaréttardómaranna. Ég hef í framhaldinu gert þjóðaratkvæðagreiðsluleiðina að forsendu fyrir þátttöku minni í ráðinu. Verkefni mitt undanfarna daga hefur því verið að meta með sjálfum mér hvort sú leið sé yfir höfuð raunhæf. Því miður hefur ekki tekist að fá fram skuldbindingu af hálfu alþingis þar að lútandi en í þingsályktunartillögunni um stjórnlagaráð (sjá þingskjal 1028 á 139. löggjafarþingi) fellst alþingi eigi að síður ansi afdráttarlaust á þá leið sem valkost, geri stjórnlagaráð það að tillögu sinni. Þar segir um þjóðaratkvæðagreiðslu meðal annars: „Er þess vænst að stjórnlagaráðið geri tillögu um hvernig haga megi slíkri kosningu, sbr. 6. tölul. 2. mgr. tillögunnar. Nauðsynlegt er að skoða mjög vel hvernig best sé að útfæra slíka kosningu þannig að hún nýtist Alþingi sem best við áframhaldandi meðferð málsins.“ Eftir fjölda samtala, meðal annars við alþingsmenn, er ég þess fullviss nú að fallist verði á þá sjálfsögðu ósk að niðurstöður stjórnlagaráðs verði bornar undir þjóðina sjálfa áður en alþingi tekur þær til efnislegrar afgreiðslu. Í trausti þess þekkist ég boðið um setu í stjórnlagaráði íslensku þjóðarinnar. Með þökk og kveðju, Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Vísað er til bréfs yðar dagsett 24. mars 2011 um boð til setu á stjórnlagaþingi. Allt frá upphafi taldi ég rétt að tillögur stjórnlagaþings um frumvarp til nýrra stjórnskipunarlaga yrðu lagðar í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu áður en alþingi fengi þær til lögformlegrar meðferðar. (Allsherjarnefnd alþingis var sömu skoðunar, samanber þingskjal 1354 á 138. löggjafarþingi.) Slík atkvæðagreiðsla bindur vitaskuld ekki hendur alþingis í skilningi laga en víðtækur stuðningur almennings við frumvarpið yrði hins vegar ansi skært pólitískt leiðarljós. Þetta fannst mér mikilvægt. Í kjölfar úrskurðar sex hæstaréttardómara, sem í hlutverki sérstaks stjórnsýsluyfirvalds ógiltu stjórnlagaþingskosninguna vegna tæknilegra annmarka á framkvæmdinni, taldi ég réttast að kjósa að nýju - fara semsé í svokallaða uppkosningu. Fljótt kom hins vegar í ljós að ekki var vilji fyrir því á alþingi að kjósa að nýju. Enginn fulltrúa flokkanna fimm í nefndinni sem sett var á laggirnar til að greiða úr flækjunni sem upp var komin lagði til uppkosningu. Það gerði heldur enginn alþingismanna. Ég endurtek og undirstrika: Ekki nokkur einasti hinna 63 kjörnu fulltrúa á löggjafarþingi Íslands lagði til þá leið sem augljósast og réttast var að fara. Þess í stað samþykkti alþingi með nokkuð drjúgum meirihluta atkvæða að skipa í sérstakt stjórnlagaráð þá 25 einstaklinga sem hlutskarpastir urðu í hinni ógiltu kosningu. Við svo búið taldi ég nauðsynlegt að endurheimta með skýrari hætti þann lýðræðislega bakstuðning sem fór með ógildingunni. Það verður að mínu viti best gert með því að leggja tillögur stjórnlagaráðs í þjóðaratkvæði áður en þær koma til meðferðar á alþingi. Hér er ekki um nýja fyrirætlan að ræða en sú málsmeðferð er hins vegar að minni hyggju enn brýnni nú en áður. Mér dettur ekki í hug að skilyrða þátttöku mína með neinum hætti, enda í sjálfu sér engan til að skilyrða í þeim efnum. Hver maður hlýtur hins vegar að þurfa að meta það fyrir sitt leyti undir hvaða kringumstæðum hann er reiðubúinn til að taka þátt í starfi sem þessu. Forsendubreyting varð með úrskurði hæstaréttardómaranna. Ég hef í framhaldinu gert þjóðaratkvæðagreiðsluleiðina að forsendu fyrir þátttöku minni í ráðinu. Verkefni mitt undanfarna daga hefur því verið að meta með sjálfum mér hvort sú leið sé yfir höfuð raunhæf. Því miður hefur ekki tekist að fá fram skuldbindingu af hálfu alþingis þar að lútandi en í þingsályktunartillögunni um stjórnlagaráð (sjá þingskjal 1028 á 139. löggjafarþingi) fellst alþingi eigi að síður ansi afdráttarlaust á þá leið sem valkost, geri stjórnlagaráð það að tillögu sinni. Þar segir um þjóðaratkvæðagreiðslu meðal annars: „Er þess vænst að stjórnlagaráðið geri tillögu um hvernig haga megi slíkri kosningu, sbr. 6. tölul. 2. mgr. tillögunnar. Nauðsynlegt er að skoða mjög vel hvernig best sé að útfæra slíka kosningu þannig að hún nýtist Alþingi sem best við áframhaldandi meðferð málsins.“ Eftir fjölda samtala, meðal annars við alþingsmenn, er ég þess fullviss nú að fallist verði á þá sjálfsögðu ósk að niðurstöður stjórnlagaráðs verði bornar undir þjóðina sjálfa áður en alþingi tekur þær til efnislegrar afgreiðslu. Í trausti þess þekkist ég boðið um setu í stjórnlagaráði íslensku þjóðarinnar. Með þökk og kveðju, Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar