Viðskipti innlent

Öll olíufélögin lækkuðu eldsneytisverðið

Mynd/Vísir.
Öll olíufélögin fóru í gær að fordæmi Atlantsolíu og lækkuðu bensínlítrann um þrjár krónur og díselólíulítrann um tvær krónur.

Lækkunin kemur í kjölfar lækkana á heimsmarkaði sem meðal annars eru raktar til þess að spáð er að verulega dragi úr spurn eftir olíu í Japan á næstunni vegna hamfarnna þar.

Verð á Noðrusjávarolíu lækkaði um rúma fimm dollara á markaði í London í gær, sem er mesta verðdýfa þar í 18 mánuði. Tunnan fór niður í tæpa 108 dollara, en var komin upp í tæpa 120 dollara í síðasta mánuði, þegar mótmælin í Arabaríkjunum stóðu sem hæst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×