Viðskipti innlent

Landsbankinn í pizzagerð - tekur yfir Domino's

Landsbankinn hefur yfirtekið rekstur Pizza-Pizza ehf., umboðsaðila Domino's Pizza á Íslandi, og allt hlutafé félagsins í samvinnu við Domino's Pizza International. Í tilkynningu frá bankanum segir að þetta sé gert með hefðbundnum fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Landsbankinn mun setja félaginu stjórn og endurskipuleggja fjárhag og skuldir þess á næstu vikum. „Undirbúningur að sölu félagsins er þegar hafinn en gert er ráð fyrir að söluferli hefjist innan fárra vikna og verði lokið í júní," segir ennfremur.

Þá segir að Landsbankinn eigi nú tvö rekstrarfélag, auk Pizza-Pizza ehf. er það Björgun ehf. Stefnt er að því að auglýsa Björgun ehf. til sölu í næsta mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×