Fjármögnun tryggð á kaupum í Sjóvá 18. mars 2011 16:33 Félagið SF1, sem er í eigu nokkurra lífeyrissjóða og annarra fjárfesta, hefur tryggt fjármögnun á kaupum á 834.481.001 hlutum í Sjóvá-Almennum tryggingum hf., sem samsvarar 52,4% af hlutafé félagsins. Í tilkynningu frá Íslandsbanka segir að fjármögnunin sé hluti kaupsamnings milli Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. og SF1 sem gerður var í lok söluferlis sem hófst í janúar á síðasta ári og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur haft umsjón með. Kaupsamningurinn er háður skilyrðum um tiltekin atriði, þ.á m. samþykki Fjármálaeftirlitsins, Samkeppniseftirlitsins og stjórnar ESÍ, en vonast er til að afhending geti átt sér stað innan þriggja mánaða. Stærstu eigendur SF1 eru Gildi lífeyrissjóður, SVN eignafélag ehf. (félag í eigu Síldarvinnslunnar hf.), SÍA I (fagfjárfestasjóður undir stjórn rekstrarfélagsins Stefnis, en eigendur SÍA I eru meðal annars stærstu lífeyrissjóðir landsins), Frjálsi Lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 (LSR), Stapi Lífeyrissjóður og fagfjárfestasjóðurinn Stefnir ÍS-5. Aðrir eigendur SF1 eru Festa lífeyrissjóður, EGG ehf., (í eigu Ernu Gísladóttur), Arkur ehf. (í eigu Steinunnar Jónsdóttur), Lífeyrissjóður bænda, Sigla ehf. (í eigu Tómasar Kristjánssonar og Finns Reyrs Stefánssonar) og Draupnir fjárfestingafélag (í eigu Jóns Diðriks Jónssonar). Kaupin eru að fullu fjármögnuð með eiginfjárframlögum og fer enginn hluthafanna með stærri hlut en sem svarar til 10% hlutdeildar í Sjóvá. Stefnir hf., sem leiddi kaupsamningsferlið fyrir hönd kaupanda, er sjálfstætt starfandi fjármálafyrirtæki sem rekur innlenda og alþjóðlega verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði fyrir einstaklinga og fagfjárfesta. Ráðgjafar kaupanda í ferlinu eru fyrirtækjaráðgjöf Arion banka og lögmannsstofan Lex. Sjóvá er alhliða vátryggingafélag með rúmlega 28% markaðshlutdeild og um 70 þúsund viðskiptavini. Hjá félaginu starfa um 200 manns og er félagið með starfsemi um allt land. Á síðasta ári voru eigin iðgjöld Sjóvár um 10,9 milljarðar króna. Þeir aðilar sem standa að baki SF1 stefna að því að halda áfram góðum rekstri Sjóvár en fyrirhugað er að skrá fyrirtækið á hlutabréfamarkað innan fárra ára. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Félagið SF1, sem er í eigu nokkurra lífeyrissjóða og annarra fjárfesta, hefur tryggt fjármögnun á kaupum á 834.481.001 hlutum í Sjóvá-Almennum tryggingum hf., sem samsvarar 52,4% af hlutafé félagsins. Í tilkynningu frá Íslandsbanka segir að fjármögnunin sé hluti kaupsamnings milli Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. og SF1 sem gerður var í lok söluferlis sem hófst í janúar á síðasta ári og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur haft umsjón með. Kaupsamningurinn er háður skilyrðum um tiltekin atriði, þ.á m. samþykki Fjármálaeftirlitsins, Samkeppniseftirlitsins og stjórnar ESÍ, en vonast er til að afhending geti átt sér stað innan þriggja mánaða. Stærstu eigendur SF1 eru Gildi lífeyrissjóður, SVN eignafélag ehf. (félag í eigu Síldarvinnslunnar hf.), SÍA I (fagfjárfestasjóður undir stjórn rekstrarfélagsins Stefnis, en eigendur SÍA I eru meðal annars stærstu lífeyrissjóðir landsins), Frjálsi Lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 (LSR), Stapi Lífeyrissjóður og fagfjárfestasjóðurinn Stefnir ÍS-5. Aðrir eigendur SF1 eru Festa lífeyrissjóður, EGG ehf., (í eigu Ernu Gísladóttur), Arkur ehf. (í eigu Steinunnar Jónsdóttur), Lífeyrissjóður bænda, Sigla ehf. (í eigu Tómasar Kristjánssonar og Finns Reyrs Stefánssonar) og Draupnir fjárfestingafélag (í eigu Jóns Diðriks Jónssonar). Kaupin eru að fullu fjármögnuð með eiginfjárframlögum og fer enginn hluthafanna með stærri hlut en sem svarar til 10% hlutdeildar í Sjóvá. Stefnir hf., sem leiddi kaupsamningsferlið fyrir hönd kaupanda, er sjálfstætt starfandi fjármálafyrirtæki sem rekur innlenda og alþjóðlega verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði fyrir einstaklinga og fagfjárfesta. Ráðgjafar kaupanda í ferlinu eru fyrirtækjaráðgjöf Arion banka og lögmannsstofan Lex. Sjóvá er alhliða vátryggingafélag með rúmlega 28% markaðshlutdeild og um 70 þúsund viðskiptavini. Hjá félaginu starfa um 200 manns og er félagið með starfsemi um allt land. Á síðasta ári voru eigin iðgjöld Sjóvár um 10,9 milljarðar króna. Þeir aðilar sem standa að baki SF1 stefna að því að halda áfram góðum rekstri Sjóvár en fyrirhugað er að skrá fyrirtækið á hlutabréfamarkað innan fárra ára.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira