Innlent

Eygló segir mjög mikilvægt að rannsaka sparisjóðina

Eygló Harðardóttir er ein flutningsmanna.
Eygló Harðardóttir er ein flutningsmanna.
Frumvarp um að rannsóknarnefnd á vegum Alþingis leiti sannleikans um aðdraganda og orsök rekstrarerfiðleika og falls sparisjóðanna var lagt fram á Alþingi í gær.

Rannsóknarnefndin skal leggja mat á hvort um mistök eða vanrækslu hafi verið að ræða við framkvæmd laga og reglna um starfsemi sparisjóða á Íslandi og eftirlit með henni, og hverjir kunni að bera ábyrgð á því.

Eygló Harðardóttir einn flutningsmanna frumvarpsins segir mjög mikla þörf á þessarri rannsókn sérstaklega í ljósi nýlegra upplýsinga um fjármálaóreiðu hjá ákveðnum sparisjóðum.

Rannsóknin á ekki að einskorðast við aðdraganda hrunsins í október 2008 heldur taka einnig til tímans eftir hrun til að hægt sé að fá heildarmynd á hvernig þeir voru endurfjármagnaðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×