Innlent

Miðasölukerfið höktir - hundrað manns í röð eftir miðum í Hörpuna

Hluti af fólkinu sem beið eftir miðum á tónleika.
Hluti af fólkinu sem beið eftir miðum á tónleika.
Miðasölukerfið sem hannað er af Miða.is og átti að nota til að selja fyrstu miðana í Hörpuna hefur virkað illa í dag með þeim afleiðingum að um hundrað manns, sem ætluðu sér að kaupa miða á viðburði í Hörpuna, bíða nú í langri röð inni í anddyri Geysis-hússins. Meðal þeirra er fjölmiðlastjarnan Egill Helgason og stórleikarinn Gunnar Eyjólfsson.

„Við biðjum fólk bara um að sýna þolinmæði," segir upplýsingafulltrúinn Andrés Jónsson. Aðspurður hvernig andrúmsloftið sé segir Andrés að það sé þokkalegt en nokkur örtröð hafi myndast fyrr í morgun. Hann bætir við að kerfið virki, þótt hægt gangi. Hægt er að panta miða á netinu í gegnum heimasíðu Hörpu.

Í boði eru miðar á tvenna opnunartónleika Hörpunnar og óperutónleika með þýska tenórnum Jonasi Kaufmann.

Andrés segir vonir standa til að kerfið komist í lsamt ag á næstu mínútum.

Viðbót kl. 15.29:

Kynningarfulltrúi Hörpu vill koma því á framfæri að hægt er að panta miða í síma 528-5050.

Tekið skal fram að uppselt er á báða opnunartónleikana.


Tengdar fréttir

Uppselt á báða opnunartónleikana í Hörpu

Uppselt er á báða opnunartónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu sem haldnir verða 4. og 5. maí. Mikið álag myndaðist á miðasölukerfinu á midi.is og sumir þurftu að bíða lengi áður en þeir gátu keypt miða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×