Sjálfstæðismenn gagnrýna skattahækkunina í borginni Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. mars 2011 21:38 Hanna Birna Kristjánsdóttir er oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Mynd/ GVA. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýna skattahækkunina sem samþykkt var á vettvangi borgarstjórnar í dag. Segja þeir að sífellt sé verið að hækka skatta í borginni. Benda sjálfstæðismenn á að farið hafi verið í gríðarlegar skatta- og gjaldskrárhækkanir þegar fjárhagsáætlun var lögð fram rétt fyrir áramót. Þær hækkanir hafi falið í sér 100-150 þúsund króna útgjaldaauka fyrir fjölskyldur í Reykjavík. Nú tveimur mánuðum síðar sé enn lagt til að skattar hækki og útsvar fari í hámark í höfuðborginni. „Að þessu sinni er það gert með því að tengja hækkunina beint við hagræðingu í grunnskólum, líkt og Reykjavíkurborg geti ekki staðið vörð um góða þjónustu við börn án skattahækkana. Slík skýring er ósanngjörn gagnvart skólunum og gagnvart foreldrum, sem eiga rétt á því að geta treyst á slíka grunnþjónustu án þess að hún sé sett sem forsenda fyrir ítrekuðum skattahækkunum. Þessi útsvarshækkun er í anda annarra aðgerða meirihlutans þar sem byrðinni er velt yfir á borgarbúa,“ segja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn telja að mun eðlilegra hefði verið að ná því fjármagni sem uppá vantar í skólamálum með því að hagræða í yfirstjórn eða nýta hluta af þeim 660 milljónum sem enn eru á liðnum óráðstafað samþykkt í fjárhagsáætlun. Að stilla þessari ákvörðun þannig upp að annað hvort verði kennsla skert við börn eða að skattar hækkaðir getur ekki talist sanngjörn framsetning gagnvart borgarbúum. Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýna skattahækkunina sem samþykkt var á vettvangi borgarstjórnar í dag. Segja þeir að sífellt sé verið að hækka skatta í borginni. Benda sjálfstæðismenn á að farið hafi verið í gríðarlegar skatta- og gjaldskrárhækkanir þegar fjárhagsáætlun var lögð fram rétt fyrir áramót. Þær hækkanir hafi falið í sér 100-150 þúsund króna útgjaldaauka fyrir fjölskyldur í Reykjavík. Nú tveimur mánuðum síðar sé enn lagt til að skattar hækki og útsvar fari í hámark í höfuðborginni. „Að þessu sinni er það gert með því að tengja hækkunina beint við hagræðingu í grunnskólum, líkt og Reykjavíkurborg geti ekki staðið vörð um góða þjónustu við börn án skattahækkana. Slík skýring er ósanngjörn gagnvart skólunum og gagnvart foreldrum, sem eiga rétt á því að geta treyst á slíka grunnþjónustu án þess að hún sé sett sem forsenda fyrir ítrekuðum skattahækkunum. Þessi útsvarshækkun er í anda annarra aðgerða meirihlutans þar sem byrðinni er velt yfir á borgarbúa,“ segja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn telja að mun eðlilegra hefði verið að ná því fjármagni sem uppá vantar í skólamálum með því að hagræða í yfirstjórn eða nýta hluta af þeim 660 milljónum sem enn eru á liðnum óráðstafað samþykkt í fjárhagsáætlun. Að stilla þessari ákvörðun þannig upp að annað hvort verði kennsla skert við börn eða að skattar hækkaðir getur ekki talist sanngjörn framsetning gagnvart borgarbúum.
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira