Fráleitur niðurskurður í skólakerfi Reykjavíkur Orri Vésteinsson skrifar 3. mars 2011 09:15 Það er allt rangt við niðurskurð meirihlutans í Reykjavík til leikskóla og grunnskóla. Það er rangt að hjá þessum niðurskurði verði ekki komist, að svo rækilega hafi verið hreinsað til í borgarkerfinu að ekkert sé annað eftir en að reka leikskólastjóra. Það er röng aðferð að ákveða fyrst hversu mikið eigi að skera niður og reyna síðan að finna út úr því hvernig eigi að gera það. Sú aðferð leiðir ekki aðeins út í pólitískar ógöngur eins og þær sem meirihlutinn er nú kominn í heldur skaðar hún skólastarfið með þeirri óvissu sem hún veldur og hindrar að hægt sé að ná fram umbótum. Það er rangt að það hafi verið haft raunverulegt samráð við fagfólk og foreldra um þessar hugmyndir. Það er ekki samráð að boða fólk á fundi eða leyfa því að senda inn athugasemdir ef það er ekki tekið mark á því sem það hefur að segja. Allt þetta mætti samt fyrirgefa ef þær niðurskurðartillögur sem nú eru að líta dagsins ljós væru ekki jafnvondar og raun ber vitni. Þetta er sérstaklega grátlegt í ljósi þess að þær hugmyndir sem meirihlutinn leggur til grundvallar, og Stefán Benediktsson lýsti í grein hér í Fréttablaðinu 21. febrúar síðastliðinn, eru í sjálfu sér ágætar. Það er alveg rétt að reykvískir skólar, sér í lagi grunnskólarnir, eru of litlir og smæð þeirra stendur gæðum skólastarfsins fyrir þrifum. Misbresturinn felst annarsvegar í því að það er ekki áhlaupaverk að sameina skóla. Það verður ekki gert án skaða fyrir börnin sem í skólunum eru nema að vandlega yfirveguðu máli og í sátt og samvinnu við starfsfólk, nemendur og foreldra. Engin hugmyndafræði er svo góð að það sé hægt að gera hana að veruleika með þjösnaskap. Hinsvegar liggja mistök meirihlutans í því að tillögurnar ganga alls ekki út á neinar sameiningar. Það er ekki sameining þótt skipaður sé einn yfirmaður yfir tvo skóla. Það er bara leikur að orðum. Eftir sem áður mun þurfa einhvern á báðum stöðum sem er til svara og getur tekið ábyrgð á þeim vandamálum sem upp koma, á þeirri stund og þeim stað sem þau koma upp. Tillögurnar ganga því ekki út á annað en að lækka laun og breyta starfsheitum hæstráðenda á hverjum stað. Meirihlutinn vonar líklega að leikskólastjórarnir sem missa störf sín láti það yfir sig ganga að verða ráðnir aftur á lægri launum með önnur starfsheiti. En hættan er sú að einmitt þessir lykilstarfsmenn í skólakerfinu okkar, fólkið sem hefur mesta menntun og reynslu, og sem mesta möguleika á annars staðar á vinnumarkaðnum, láti ekki bjóða sér þetta og hverfi á braut. Þótt verulegur sparnaður næðist, sem er ekki útlit fyrir, þá er það ekki ásættanleg áhætta. Leikskólarnir í Reykjavík eru frábærir, ótrúlega frábærir ef haft er í huga hvílík smánarlaun starfsfólk þeirra þarf að sætta sig við. Allar aðgerðir sem grafa undan starfsgleði og metnaði skila sér í verra skólastarfi. Þær bitna á börnunum okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það er allt rangt við niðurskurð meirihlutans í Reykjavík til leikskóla og grunnskóla. Það er rangt að hjá þessum niðurskurði verði ekki komist, að svo rækilega hafi verið hreinsað til í borgarkerfinu að ekkert sé annað eftir en að reka leikskólastjóra. Það er röng aðferð að ákveða fyrst hversu mikið eigi að skera niður og reyna síðan að finna út úr því hvernig eigi að gera það. Sú aðferð leiðir ekki aðeins út í pólitískar ógöngur eins og þær sem meirihlutinn er nú kominn í heldur skaðar hún skólastarfið með þeirri óvissu sem hún veldur og hindrar að hægt sé að ná fram umbótum. Það er rangt að það hafi verið haft raunverulegt samráð við fagfólk og foreldra um þessar hugmyndir. Það er ekki samráð að boða fólk á fundi eða leyfa því að senda inn athugasemdir ef það er ekki tekið mark á því sem það hefur að segja. Allt þetta mætti samt fyrirgefa ef þær niðurskurðartillögur sem nú eru að líta dagsins ljós væru ekki jafnvondar og raun ber vitni. Þetta er sérstaklega grátlegt í ljósi þess að þær hugmyndir sem meirihlutinn leggur til grundvallar, og Stefán Benediktsson lýsti í grein hér í Fréttablaðinu 21. febrúar síðastliðinn, eru í sjálfu sér ágætar. Það er alveg rétt að reykvískir skólar, sér í lagi grunnskólarnir, eru of litlir og smæð þeirra stendur gæðum skólastarfsins fyrir þrifum. Misbresturinn felst annarsvegar í því að það er ekki áhlaupaverk að sameina skóla. Það verður ekki gert án skaða fyrir börnin sem í skólunum eru nema að vandlega yfirveguðu máli og í sátt og samvinnu við starfsfólk, nemendur og foreldra. Engin hugmyndafræði er svo góð að það sé hægt að gera hana að veruleika með þjösnaskap. Hinsvegar liggja mistök meirihlutans í því að tillögurnar ganga alls ekki út á neinar sameiningar. Það er ekki sameining þótt skipaður sé einn yfirmaður yfir tvo skóla. Það er bara leikur að orðum. Eftir sem áður mun þurfa einhvern á báðum stöðum sem er til svara og getur tekið ábyrgð á þeim vandamálum sem upp koma, á þeirri stund og þeim stað sem þau koma upp. Tillögurnar ganga því ekki út á annað en að lækka laun og breyta starfsheitum hæstráðenda á hverjum stað. Meirihlutinn vonar líklega að leikskólastjórarnir sem missa störf sín láti það yfir sig ganga að verða ráðnir aftur á lægri launum með önnur starfsheiti. En hættan er sú að einmitt þessir lykilstarfsmenn í skólakerfinu okkar, fólkið sem hefur mesta menntun og reynslu, og sem mesta möguleika á annars staðar á vinnumarkaðnum, láti ekki bjóða sér þetta og hverfi á braut. Þótt verulegur sparnaður næðist, sem er ekki útlit fyrir, þá er það ekki ásættanleg áhætta. Leikskólarnir í Reykjavík eru frábærir, ótrúlega frábærir ef haft er í huga hvílík smánarlaun starfsfólk þeirra þarf að sætta sig við. Allar aðgerðir sem grafa undan starfsgleði og metnaði skila sér í verra skólastarfi. Þær bitna á börnunum okkar.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar