Fráleitur niðurskurður í skólakerfi Reykjavíkur Orri Vésteinsson skrifar 3. mars 2011 09:15 Það er allt rangt við niðurskurð meirihlutans í Reykjavík til leikskóla og grunnskóla. Það er rangt að hjá þessum niðurskurði verði ekki komist, að svo rækilega hafi verið hreinsað til í borgarkerfinu að ekkert sé annað eftir en að reka leikskólastjóra. Það er röng aðferð að ákveða fyrst hversu mikið eigi að skera niður og reyna síðan að finna út úr því hvernig eigi að gera það. Sú aðferð leiðir ekki aðeins út í pólitískar ógöngur eins og þær sem meirihlutinn er nú kominn í heldur skaðar hún skólastarfið með þeirri óvissu sem hún veldur og hindrar að hægt sé að ná fram umbótum. Það er rangt að það hafi verið haft raunverulegt samráð við fagfólk og foreldra um þessar hugmyndir. Það er ekki samráð að boða fólk á fundi eða leyfa því að senda inn athugasemdir ef það er ekki tekið mark á því sem það hefur að segja. Allt þetta mætti samt fyrirgefa ef þær niðurskurðartillögur sem nú eru að líta dagsins ljós væru ekki jafnvondar og raun ber vitni. Þetta er sérstaklega grátlegt í ljósi þess að þær hugmyndir sem meirihlutinn leggur til grundvallar, og Stefán Benediktsson lýsti í grein hér í Fréttablaðinu 21. febrúar síðastliðinn, eru í sjálfu sér ágætar. Það er alveg rétt að reykvískir skólar, sér í lagi grunnskólarnir, eru of litlir og smæð þeirra stendur gæðum skólastarfsins fyrir þrifum. Misbresturinn felst annarsvegar í því að það er ekki áhlaupaverk að sameina skóla. Það verður ekki gert án skaða fyrir börnin sem í skólunum eru nema að vandlega yfirveguðu máli og í sátt og samvinnu við starfsfólk, nemendur og foreldra. Engin hugmyndafræði er svo góð að það sé hægt að gera hana að veruleika með þjösnaskap. Hinsvegar liggja mistök meirihlutans í því að tillögurnar ganga alls ekki út á neinar sameiningar. Það er ekki sameining þótt skipaður sé einn yfirmaður yfir tvo skóla. Það er bara leikur að orðum. Eftir sem áður mun þurfa einhvern á báðum stöðum sem er til svara og getur tekið ábyrgð á þeim vandamálum sem upp koma, á þeirri stund og þeim stað sem þau koma upp. Tillögurnar ganga því ekki út á annað en að lækka laun og breyta starfsheitum hæstráðenda á hverjum stað. Meirihlutinn vonar líklega að leikskólastjórarnir sem missa störf sín láti það yfir sig ganga að verða ráðnir aftur á lægri launum með önnur starfsheiti. En hættan er sú að einmitt þessir lykilstarfsmenn í skólakerfinu okkar, fólkið sem hefur mesta menntun og reynslu, og sem mesta möguleika á annars staðar á vinnumarkaðnum, láti ekki bjóða sér þetta og hverfi á braut. Þótt verulegur sparnaður næðist, sem er ekki útlit fyrir, þá er það ekki ásættanleg áhætta. Leikskólarnir í Reykjavík eru frábærir, ótrúlega frábærir ef haft er í huga hvílík smánarlaun starfsfólk þeirra þarf að sætta sig við. Allar aðgerðir sem grafa undan starfsgleði og metnaði skila sér í verra skólastarfi. Þær bitna á börnunum okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Það er allt rangt við niðurskurð meirihlutans í Reykjavík til leikskóla og grunnskóla. Það er rangt að hjá þessum niðurskurði verði ekki komist, að svo rækilega hafi verið hreinsað til í borgarkerfinu að ekkert sé annað eftir en að reka leikskólastjóra. Það er röng aðferð að ákveða fyrst hversu mikið eigi að skera niður og reyna síðan að finna út úr því hvernig eigi að gera það. Sú aðferð leiðir ekki aðeins út í pólitískar ógöngur eins og þær sem meirihlutinn er nú kominn í heldur skaðar hún skólastarfið með þeirri óvissu sem hún veldur og hindrar að hægt sé að ná fram umbótum. Það er rangt að það hafi verið haft raunverulegt samráð við fagfólk og foreldra um þessar hugmyndir. Það er ekki samráð að boða fólk á fundi eða leyfa því að senda inn athugasemdir ef það er ekki tekið mark á því sem það hefur að segja. Allt þetta mætti samt fyrirgefa ef þær niðurskurðartillögur sem nú eru að líta dagsins ljós væru ekki jafnvondar og raun ber vitni. Þetta er sérstaklega grátlegt í ljósi þess að þær hugmyndir sem meirihlutinn leggur til grundvallar, og Stefán Benediktsson lýsti í grein hér í Fréttablaðinu 21. febrúar síðastliðinn, eru í sjálfu sér ágætar. Það er alveg rétt að reykvískir skólar, sér í lagi grunnskólarnir, eru of litlir og smæð þeirra stendur gæðum skólastarfsins fyrir þrifum. Misbresturinn felst annarsvegar í því að það er ekki áhlaupaverk að sameina skóla. Það verður ekki gert án skaða fyrir börnin sem í skólunum eru nema að vandlega yfirveguðu máli og í sátt og samvinnu við starfsfólk, nemendur og foreldra. Engin hugmyndafræði er svo góð að það sé hægt að gera hana að veruleika með þjösnaskap. Hinsvegar liggja mistök meirihlutans í því að tillögurnar ganga alls ekki út á neinar sameiningar. Það er ekki sameining þótt skipaður sé einn yfirmaður yfir tvo skóla. Það er bara leikur að orðum. Eftir sem áður mun þurfa einhvern á báðum stöðum sem er til svara og getur tekið ábyrgð á þeim vandamálum sem upp koma, á þeirri stund og þeim stað sem þau koma upp. Tillögurnar ganga því ekki út á annað en að lækka laun og breyta starfsheitum hæstráðenda á hverjum stað. Meirihlutinn vonar líklega að leikskólastjórarnir sem missa störf sín láti það yfir sig ganga að verða ráðnir aftur á lægri launum með önnur starfsheiti. En hættan er sú að einmitt þessir lykilstarfsmenn í skólakerfinu okkar, fólkið sem hefur mesta menntun og reynslu, og sem mesta möguleika á annars staðar á vinnumarkaðnum, láti ekki bjóða sér þetta og hverfi á braut. Þótt verulegur sparnaður næðist, sem er ekki útlit fyrir, þá er það ekki ásættanleg áhætta. Leikskólarnir í Reykjavík eru frábærir, ótrúlega frábærir ef haft er í huga hvílík smánarlaun starfsfólk þeirra þarf að sætta sig við. Allar aðgerðir sem grafa undan starfsgleði og metnaði skila sér í verra skólastarfi. Þær bitna á börnunum okkar.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun