Líf fyrir konur Reynir Tómas Geirsson skrifar 4. mars 2011 10:16 Fyrir rúmum 60 árum, 4. janúar 1949, var opnuð ný bygging við Landspítalann, Fæðingadeildin. Fyrir metnað og áhuga margra, ekki síst samtaka íslenskra kvenna, var deildin stækkuð árið 1975 og gerð að Kvennadeildinni. Konur úr öllum landsfjórðungum létu sig það mál varða til að hægt væri að sinna betur sérstökum heilbrigðisvandamálum kvenna. Þetta átti ekki síst við um krabbamein og aðra alvarlega sjúkdóma í kynfærum kvenna. Kvennadeildin, eða „fæðingadeildin" eins og hún var áfram í huga fólks, varð um leið stærsta fæðingaeining landsins, og staður fyrir konur hvaðanæva af landinu þegar hættuástand kom upp í meðgöngu og sérhæfða kunnáttu þurfti til að annast móður, ófætt barn hennar eða nýburann. Þar þurfti vökudeild, sérstakar skurðstofur fyrir konur, meðferðarúrræði fyrir krabbamein, fyrir frjósemivandamál og rannsókna- og kennsluaðstöðu. Þetta var mikil framför. Húsnæðið var samt barn síns tíma og hannað með öðrum viðhorfum gagnvart hjúkrun og lækningum en nú teljast góð. Þjóðinni hefur fjölgað um þriðjung. Þarna áttu að vera í mesta lagi 2500 fæðingar á ári en eru nú 3500. Nú er mun meira gegnumstreymi fólks á Kvennadeildinni en nokkurn hafði órað fyrir. Viðhorf og þarfir hafa breytst. Fyrir löngu er komið að því endurnýja. Aðstaða vegna kvensjúkdóma og fæðinga þarf að verða eins og best gerist annars staðar. Ný samtök kvenna og karla, sem hafa fengið stutt og lýsandi nafn, Líf, ætla að safna fé þessu málefni til styrktar. Vonandi tekst almenningi og samtökunum að fá stjórnvöld í lið með sér, líkt og þegar Hringskonur, sem líka hafa reynst Kvennadeildinni vel, lögðu fram mikið af því sem þurfti til að byggja Barnaspítalann. Í nýju skipulagi háskólasjúkrahússins verður Kvennadeildin áfram í sömu byggingu. Hún þyrfti í raun að stækka að minnsta kosti um þriðjung, en það gerist ekki á næstunni. Ekki má þó bíða öllu lengur með úrbætur fyrir konur sem leita á deildina vegna sértækra kvensjúkdóma, eins og þvagfæra- og grindarbotnsvandamála, legslímuflakks eða krabbameina í legi, eggjastokkum og brjóstum. Þar þarf meðal annars nýjan tækjakost. Einnig þarf að bæta aðstöðu fyrir fæðandi konur og aðstandendur þeirra. Árið 1975 var ekki gert ráð fyrir körlunum. Þeir áttu að vera heima eða í „pabbaherbergi" frammi á gangi og máttu koma í heimsókn tvisvar á dag. Lagfæra þarf húsnæði sem nú bíður óinnréttað eða er ófullnægjandi, þannig að foreldrar hafi nútímalega aðstöðu meðan þau eru á deildinni. Fátt getur verið betra fyrir samfélagið en að vel sé búið að heilbrigðismálum kvenna. Líf þarf á stuðningi allra að halda, enda er Kvennadeildin staður allra landsmanna. Mörg okkar hafa fæðst á Kvennadeildinni og svo margar konur hafa þurft að leita þangað vegna stærri og minni vandamála að sannarlega má vænta góðs stuðnings almennings föstudagskvöldið 4.mars, þegar landssöfnun fer fram á Stöð 2. Verið þá með í að tryggja „Líf" fyrir framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum 60 árum, 4. janúar 1949, var opnuð ný bygging við Landspítalann, Fæðingadeildin. Fyrir metnað og áhuga margra, ekki síst samtaka íslenskra kvenna, var deildin stækkuð árið 1975 og gerð að Kvennadeildinni. Konur úr öllum landsfjórðungum létu sig það mál varða til að hægt væri að sinna betur sérstökum heilbrigðisvandamálum kvenna. Þetta átti ekki síst við um krabbamein og aðra alvarlega sjúkdóma í kynfærum kvenna. Kvennadeildin, eða „fæðingadeildin" eins og hún var áfram í huga fólks, varð um leið stærsta fæðingaeining landsins, og staður fyrir konur hvaðanæva af landinu þegar hættuástand kom upp í meðgöngu og sérhæfða kunnáttu þurfti til að annast móður, ófætt barn hennar eða nýburann. Þar þurfti vökudeild, sérstakar skurðstofur fyrir konur, meðferðarúrræði fyrir krabbamein, fyrir frjósemivandamál og rannsókna- og kennsluaðstöðu. Þetta var mikil framför. Húsnæðið var samt barn síns tíma og hannað með öðrum viðhorfum gagnvart hjúkrun og lækningum en nú teljast góð. Þjóðinni hefur fjölgað um þriðjung. Þarna áttu að vera í mesta lagi 2500 fæðingar á ári en eru nú 3500. Nú er mun meira gegnumstreymi fólks á Kvennadeildinni en nokkurn hafði órað fyrir. Viðhorf og þarfir hafa breytst. Fyrir löngu er komið að því endurnýja. Aðstaða vegna kvensjúkdóma og fæðinga þarf að verða eins og best gerist annars staðar. Ný samtök kvenna og karla, sem hafa fengið stutt og lýsandi nafn, Líf, ætla að safna fé þessu málefni til styrktar. Vonandi tekst almenningi og samtökunum að fá stjórnvöld í lið með sér, líkt og þegar Hringskonur, sem líka hafa reynst Kvennadeildinni vel, lögðu fram mikið af því sem þurfti til að byggja Barnaspítalann. Í nýju skipulagi háskólasjúkrahússins verður Kvennadeildin áfram í sömu byggingu. Hún þyrfti í raun að stækka að minnsta kosti um þriðjung, en það gerist ekki á næstunni. Ekki má þó bíða öllu lengur með úrbætur fyrir konur sem leita á deildina vegna sértækra kvensjúkdóma, eins og þvagfæra- og grindarbotnsvandamála, legslímuflakks eða krabbameina í legi, eggjastokkum og brjóstum. Þar þarf meðal annars nýjan tækjakost. Einnig þarf að bæta aðstöðu fyrir fæðandi konur og aðstandendur þeirra. Árið 1975 var ekki gert ráð fyrir körlunum. Þeir áttu að vera heima eða í „pabbaherbergi" frammi á gangi og máttu koma í heimsókn tvisvar á dag. Lagfæra þarf húsnæði sem nú bíður óinnréttað eða er ófullnægjandi, þannig að foreldrar hafi nútímalega aðstöðu meðan þau eru á deildinni. Fátt getur verið betra fyrir samfélagið en að vel sé búið að heilbrigðismálum kvenna. Líf þarf á stuðningi allra að halda, enda er Kvennadeildin staður allra landsmanna. Mörg okkar hafa fæðst á Kvennadeildinni og svo margar konur hafa þurft að leita þangað vegna stærri og minni vandamála að sannarlega má vænta góðs stuðnings almennings föstudagskvöldið 4.mars, þegar landssöfnun fer fram á Stöð 2. Verið þá með í að tryggja „Líf" fyrir framtíðina.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun