Líf fyrir konur Reynir Tómas Geirsson skrifar 4. mars 2011 10:16 Fyrir rúmum 60 árum, 4. janúar 1949, var opnuð ný bygging við Landspítalann, Fæðingadeildin. Fyrir metnað og áhuga margra, ekki síst samtaka íslenskra kvenna, var deildin stækkuð árið 1975 og gerð að Kvennadeildinni. Konur úr öllum landsfjórðungum létu sig það mál varða til að hægt væri að sinna betur sérstökum heilbrigðisvandamálum kvenna. Þetta átti ekki síst við um krabbamein og aðra alvarlega sjúkdóma í kynfærum kvenna. Kvennadeildin, eða „fæðingadeildin" eins og hún var áfram í huga fólks, varð um leið stærsta fæðingaeining landsins, og staður fyrir konur hvaðanæva af landinu þegar hættuástand kom upp í meðgöngu og sérhæfða kunnáttu þurfti til að annast móður, ófætt barn hennar eða nýburann. Þar þurfti vökudeild, sérstakar skurðstofur fyrir konur, meðferðarúrræði fyrir krabbamein, fyrir frjósemivandamál og rannsókna- og kennsluaðstöðu. Þetta var mikil framför. Húsnæðið var samt barn síns tíma og hannað með öðrum viðhorfum gagnvart hjúkrun og lækningum en nú teljast góð. Þjóðinni hefur fjölgað um þriðjung. Þarna áttu að vera í mesta lagi 2500 fæðingar á ári en eru nú 3500. Nú er mun meira gegnumstreymi fólks á Kvennadeildinni en nokkurn hafði órað fyrir. Viðhorf og þarfir hafa breytst. Fyrir löngu er komið að því endurnýja. Aðstaða vegna kvensjúkdóma og fæðinga þarf að verða eins og best gerist annars staðar. Ný samtök kvenna og karla, sem hafa fengið stutt og lýsandi nafn, Líf, ætla að safna fé þessu málefni til styrktar. Vonandi tekst almenningi og samtökunum að fá stjórnvöld í lið með sér, líkt og þegar Hringskonur, sem líka hafa reynst Kvennadeildinni vel, lögðu fram mikið af því sem þurfti til að byggja Barnaspítalann. Í nýju skipulagi háskólasjúkrahússins verður Kvennadeildin áfram í sömu byggingu. Hún þyrfti í raun að stækka að minnsta kosti um þriðjung, en það gerist ekki á næstunni. Ekki má þó bíða öllu lengur með úrbætur fyrir konur sem leita á deildina vegna sértækra kvensjúkdóma, eins og þvagfæra- og grindarbotnsvandamála, legslímuflakks eða krabbameina í legi, eggjastokkum og brjóstum. Þar þarf meðal annars nýjan tækjakost. Einnig þarf að bæta aðstöðu fyrir fæðandi konur og aðstandendur þeirra. Árið 1975 var ekki gert ráð fyrir körlunum. Þeir áttu að vera heima eða í „pabbaherbergi" frammi á gangi og máttu koma í heimsókn tvisvar á dag. Lagfæra þarf húsnæði sem nú bíður óinnréttað eða er ófullnægjandi, þannig að foreldrar hafi nútímalega aðstöðu meðan þau eru á deildinni. Fátt getur verið betra fyrir samfélagið en að vel sé búið að heilbrigðismálum kvenna. Líf þarf á stuðningi allra að halda, enda er Kvennadeildin staður allra landsmanna. Mörg okkar hafa fæðst á Kvennadeildinni og svo margar konur hafa þurft að leita þangað vegna stærri og minni vandamála að sannarlega má vænta góðs stuðnings almennings föstudagskvöldið 4.mars, þegar landssöfnun fer fram á Stöð 2. Verið þá með í að tryggja „Líf" fyrir framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum 60 árum, 4. janúar 1949, var opnuð ný bygging við Landspítalann, Fæðingadeildin. Fyrir metnað og áhuga margra, ekki síst samtaka íslenskra kvenna, var deildin stækkuð árið 1975 og gerð að Kvennadeildinni. Konur úr öllum landsfjórðungum létu sig það mál varða til að hægt væri að sinna betur sérstökum heilbrigðisvandamálum kvenna. Þetta átti ekki síst við um krabbamein og aðra alvarlega sjúkdóma í kynfærum kvenna. Kvennadeildin, eða „fæðingadeildin" eins og hún var áfram í huga fólks, varð um leið stærsta fæðingaeining landsins, og staður fyrir konur hvaðanæva af landinu þegar hættuástand kom upp í meðgöngu og sérhæfða kunnáttu þurfti til að annast móður, ófætt barn hennar eða nýburann. Þar þurfti vökudeild, sérstakar skurðstofur fyrir konur, meðferðarúrræði fyrir krabbamein, fyrir frjósemivandamál og rannsókna- og kennsluaðstöðu. Þetta var mikil framför. Húsnæðið var samt barn síns tíma og hannað með öðrum viðhorfum gagnvart hjúkrun og lækningum en nú teljast góð. Þjóðinni hefur fjölgað um þriðjung. Þarna áttu að vera í mesta lagi 2500 fæðingar á ári en eru nú 3500. Nú er mun meira gegnumstreymi fólks á Kvennadeildinni en nokkurn hafði órað fyrir. Viðhorf og þarfir hafa breytst. Fyrir löngu er komið að því endurnýja. Aðstaða vegna kvensjúkdóma og fæðinga þarf að verða eins og best gerist annars staðar. Ný samtök kvenna og karla, sem hafa fengið stutt og lýsandi nafn, Líf, ætla að safna fé þessu málefni til styrktar. Vonandi tekst almenningi og samtökunum að fá stjórnvöld í lið með sér, líkt og þegar Hringskonur, sem líka hafa reynst Kvennadeildinni vel, lögðu fram mikið af því sem þurfti til að byggja Barnaspítalann. Í nýju skipulagi háskólasjúkrahússins verður Kvennadeildin áfram í sömu byggingu. Hún þyrfti í raun að stækka að minnsta kosti um þriðjung, en það gerist ekki á næstunni. Ekki má þó bíða öllu lengur með úrbætur fyrir konur sem leita á deildina vegna sértækra kvensjúkdóma, eins og þvagfæra- og grindarbotnsvandamála, legslímuflakks eða krabbameina í legi, eggjastokkum og brjóstum. Þar þarf meðal annars nýjan tækjakost. Einnig þarf að bæta aðstöðu fyrir fæðandi konur og aðstandendur þeirra. Árið 1975 var ekki gert ráð fyrir körlunum. Þeir áttu að vera heima eða í „pabbaherbergi" frammi á gangi og máttu koma í heimsókn tvisvar á dag. Lagfæra þarf húsnæði sem nú bíður óinnréttað eða er ófullnægjandi, þannig að foreldrar hafi nútímalega aðstöðu meðan þau eru á deildinni. Fátt getur verið betra fyrir samfélagið en að vel sé búið að heilbrigðismálum kvenna. Líf þarf á stuðningi allra að halda, enda er Kvennadeildin staður allra landsmanna. Mörg okkar hafa fæðst á Kvennadeildinni og svo margar konur hafa þurft að leita þangað vegna stærri og minni vandamála að sannarlega má vænta góðs stuðnings almennings föstudagskvöldið 4.mars, þegar landssöfnun fer fram á Stöð 2. Verið þá með í að tryggja „Líf" fyrir framtíðina.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar