Enn um yfirvofandi menningarslys Stefán Edelstein skrifar 8. mars 2011 06:00 Blikur eru á lofti í málefnum tónlistarskólanna í Reykjavík: Niðurskurðarmeistarar borgarinnar hafa ákveðið að skerða fjárframlög til þessa málaflokks um 11% hið minnsta árið 2011. Þar sem ekki er hægt að „hagræða" á miðju skólaári kemur þessi niðurskurður með fullum þunga á síðustu fjóra mánuði ársins (sem eru fyrstu fjórir mánuðir skólaársins 2011-2012) og verður 33%. Þessi hrikalegi niðurskurður er þó háður því að samningar takist milli ríkis og sveitarfélaga um að ríkið taki yfir kostnað nemenda sem eru eldri en 16 ára og eru í tónlistarnámi. Takist samningar ekki um þetta atriði yrði niðurskurðurinn 18% árið 2011 eða 54% síðustu fjóra mánuði ársins. Það sér hver heilvita maður að ekkert fyrirtæki þolir slíkan niðurskurð, og þarf þá hvorki að nefna 33% eða 54% í þessu samhengi. Rétt er að bæta því við að þessi niðurskurður á að koma ofan á 14% niðurskurð 2009-2010. Viðræður við ríkið lofa góðu þegar þetta er ritað en ekkert er þó enn fast í hendi. Hvað liggur að baki þessum gífurlega niðurskurði af hálfu Reykjavíkurborgar á starfsemi tónlistarskólanna? Reyndar er verið að skera niður í allri skólastarfsemi borgarinnar frá leikskóla og upp grunnskólann. Þetta er skuggaleg þróun. Frekar ætti að gefa í og vernda alla þætti skólastarfseminnar og styðja þar með við börn og unglinga borgarinnar á þessum erfiðum tímum. Ef rýnt er í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2011 kemur hvergi fram sambærilegur niðurskurður til nokkurs málaflokks eða fyrirtækis borgarinnar eins og til tónlistarskólastarfseminnar. Niðurskurður til grunnskóla er 3,9%!! Ef hann væri sambærilegur og yfirfærðist á tónlistarskólana yrði hann u.þ.b. 12% mánuðina september-desember 2011. Þótt slæmur væri, gætu tónlistarskólarnir hugsanlega ráðið við þá stærðargráðu. Spurningunni er enn ósvarað hvers vegna er gengið svona hart að starfsemi tónlistarskólanna. Hvers vegna leggur meirihlutinn í menntaráði þessa ofuráherslu á niðurskurðinn í þessum málaflokki? Það er alkunna að pólítíkusar hugsa í almanaksárum og í besta falli í fjögurra ára tímabilum (þ.e. kjörtímabilum). Þeim virðist ofviða að skilja að skólastarf er þróunarstarf sem tekur áratugi að byggja upp. Ef óbreytt niðurskurðaráform meirihlutans á tónlistarskólastarfsemi ganga eftir þá er verið að rústa áratuga uppbyggingu skólanna og má líta á þessa aðför sem hermdarverk. Það skyldi þó ekki verða svo, að illa ígrunduð og óupplýst ákvarðanataka núverandi meirihluta í borgarstjórn muni ríða starfsemi tónlistarskólanna að fullu og valda þar með meiriháttar menningarslysi sem á eftir að hafa hrikalegar afleiðingar á tónlistarmenntun og tónlistarmenningu íslensku þjóðarinnar? Gera þessir skammsýnu kjörnu fulltrúar í borgarstjórn og niðurskurðarhjálparhellur þeirra sér ekki grein fyrir því að með því að ná kyrkingartaki á tónlistarskólunum þá eru þeir að eyðileggja grasrótina og koma í veg fyrir eðlilega endurnýjun í atvinnumennsku í tónlist um alla framtíð? Hve langur tími mun líða þangað til tónlistardeildin í Listaháskóla Íslands mun leggjast af? Hve langur tími mun líða þangað til farið verður að flytja inn erlenda hljóðfæraleikara til að manna Sinfóníuhljómsveit Íslands? Verða þá nöfn eins og Björk, Sigurður Flosason, Víkingur Heiðar, Sigrún Eðvaldsdóttir (og hundruð til viðbótar) einhverjir verðmætir tónlistarsteingervingar í minni íslendinga? Það stórkostlega uppbyggingarstarf sem hófst með lagasetningu um starfsemi tónlistarskólanna í tíð Gylfa Þ. Gíslasonar, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, er nú í bráðri hættu. Ef þessi boðaði niðurskurður verður ekki dreginn til baka mun það varpa tónlistarmenntun og tónlistarmenningu Íslendinga 40-50 ár aftur í tímann. Besti flokkurinn og Samfylkingin í meirihlutanum munu þá bera ábyrgð á þessu menningarslysi og geta þá eytt tíma sínum í að finna heppilega grafskrift á leiði tónlistarskólanna fyrir síðustu krónurnar sem fara í þennan málaflokk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Blikur eru á lofti í málefnum tónlistarskólanna í Reykjavík: Niðurskurðarmeistarar borgarinnar hafa ákveðið að skerða fjárframlög til þessa málaflokks um 11% hið minnsta árið 2011. Þar sem ekki er hægt að „hagræða" á miðju skólaári kemur þessi niðurskurður með fullum þunga á síðustu fjóra mánuði ársins (sem eru fyrstu fjórir mánuðir skólaársins 2011-2012) og verður 33%. Þessi hrikalegi niðurskurður er þó háður því að samningar takist milli ríkis og sveitarfélaga um að ríkið taki yfir kostnað nemenda sem eru eldri en 16 ára og eru í tónlistarnámi. Takist samningar ekki um þetta atriði yrði niðurskurðurinn 18% árið 2011 eða 54% síðustu fjóra mánuði ársins. Það sér hver heilvita maður að ekkert fyrirtæki þolir slíkan niðurskurð, og þarf þá hvorki að nefna 33% eða 54% í þessu samhengi. Rétt er að bæta því við að þessi niðurskurður á að koma ofan á 14% niðurskurð 2009-2010. Viðræður við ríkið lofa góðu þegar þetta er ritað en ekkert er þó enn fast í hendi. Hvað liggur að baki þessum gífurlega niðurskurði af hálfu Reykjavíkurborgar á starfsemi tónlistarskólanna? Reyndar er verið að skera niður í allri skólastarfsemi borgarinnar frá leikskóla og upp grunnskólann. Þetta er skuggaleg þróun. Frekar ætti að gefa í og vernda alla þætti skólastarfseminnar og styðja þar með við börn og unglinga borgarinnar á þessum erfiðum tímum. Ef rýnt er í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2011 kemur hvergi fram sambærilegur niðurskurður til nokkurs málaflokks eða fyrirtækis borgarinnar eins og til tónlistarskólastarfseminnar. Niðurskurður til grunnskóla er 3,9%!! Ef hann væri sambærilegur og yfirfærðist á tónlistarskólana yrði hann u.þ.b. 12% mánuðina september-desember 2011. Þótt slæmur væri, gætu tónlistarskólarnir hugsanlega ráðið við þá stærðargráðu. Spurningunni er enn ósvarað hvers vegna er gengið svona hart að starfsemi tónlistarskólanna. Hvers vegna leggur meirihlutinn í menntaráði þessa ofuráherslu á niðurskurðinn í þessum málaflokki? Það er alkunna að pólítíkusar hugsa í almanaksárum og í besta falli í fjögurra ára tímabilum (þ.e. kjörtímabilum). Þeim virðist ofviða að skilja að skólastarf er þróunarstarf sem tekur áratugi að byggja upp. Ef óbreytt niðurskurðaráform meirihlutans á tónlistarskólastarfsemi ganga eftir þá er verið að rústa áratuga uppbyggingu skólanna og má líta á þessa aðför sem hermdarverk. Það skyldi þó ekki verða svo, að illa ígrunduð og óupplýst ákvarðanataka núverandi meirihluta í borgarstjórn muni ríða starfsemi tónlistarskólanna að fullu og valda þar með meiriháttar menningarslysi sem á eftir að hafa hrikalegar afleiðingar á tónlistarmenntun og tónlistarmenningu íslensku þjóðarinnar? Gera þessir skammsýnu kjörnu fulltrúar í borgarstjórn og niðurskurðarhjálparhellur þeirra sér ekki grein fyrir því að með því að ná kyrkingartaki á tónlistarskólunum þá eru þeir að eyðileggja grasrótina og koma í veg fyrir eðlilega endurnýjun í atvinnumennsku í tónlist um alla framtíð? Hve langur tími mun líða þangað til tónlistardeildin í Listaháskóla Íslands mun leggjast af? Hve langur tími mun líða þangað til farið verður að flytja inn erlenda hljóðfæraleikara til að manna Sinfóníuhljómsveit Íslands? Verða þá nöfn eins og Björk, Sigurður Flosason, Víkingur Heiðar, Sigrún Eðvaldsdóttir (og hundruð til viðbótar) einhverjir verðmætir tónlistarsteingervingar í minni íslendinga? Það stórkostlega uppbyggingarstarf sem hófst með lagasetningu um starfsemi tónlistarskólanna í tíð Gylfa Þ. Gíslasonar, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, er nú í bráðri hættu. Ef þessi boðaði niðurskurður verður ekki dreginn til baka mun það varpa tónlistarmenntun og tónlistarmenningu Íslendinga 40-50 ár aftur í tímann. Besti flokkurinn og Samfylkingin í meirihlutanum munu þá bera ábyrgð á þessu menningarslysi og geta þá eytt tíma sínum í að finna heppilega grafskrift á leiði tónlistarskólanna fyrir síðustu krónurnar sem fara í þennan málaflokk.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun