Enn um yfirvofandi menningarslys Stefán Edelstein skrifar 8. mars 2011 06:00 Blikur eru á lofti í málefnum tónlistarskólanna í Reykjavík: Niðurskurðarmeistarar borgarinnar hafa ákveðið að skerða fjárframlög til þessa málaflokks um 11% hið minnsta árið 2011. Þar sem ekki er hægt að „hagræða" á miðju skólaári kemur þessi niðurskurður með fullum þunga á síðustu fjóra mánuði ársins (sem eru fyrstu fjórir mánuðir skólaársins 2011-2012) og verður 33%. Þessi hrikalegi niðurskurður er þó háður því að samningar takist milli ríkis og sveitarfélaga um að ríkið taki yfir kostnað nemenda sem eru eldri en 16 ára og eru í tónlistarnámi. Takist samningar ekki um þetta atriði yrði niðurskurðurinn 18% árið 2011 eða 54% síðustu fjóra mánuði ársins. Það sér hver heilvita maður að ekkert fyrirtæki þolir slíkan niðurskurð, og þarf þá hvorki að nefna 33% eða 54% í þessu samhengi. Rétt er að bæta því við að þessi niðurskurður á að koma ofan á 14% niðurskurð 2009-2010. Viðræður við ríkið lofa góðu þegar þetta er ritað en ekkert er þó enn fast í hendi. Hvað liggur að baki þessum gífurlega niðurskurði af hálfu Reykjavíkurborgar á starfsemi tónlistarskólanna? Reyndar er verið að skera niður í allri skólastarfsemi borgarinnar frá leikskóla og upp grunnskólann. Þetta er skuggaleg þróun. Frekar ætti að gefa í og vernda alla þætti skólastarfseminnar og styðja þar með við börn og unglinga borgarinnar á þessum erfiðum tímum. Ef rýnt er í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2011 kemur hvergi fram sambærilegur niðurskurður til nokkurs málaflokks eða fyrirtækis borgarinnar eins og til tónlistarskólastarfseminnar. Niðurskurður til grunnskóla er 3,9%!! Ef hann væri sambærilegur og yfirfærðist á tónlistarskólana yrði hann u.þ.b. 12% mánuðina september-desember 2011. Þótt slæmur væri, gætu tónlistarskólarnir hugsanlega ráðið við þá stærðargráðu. Spurningunni er enn ósvarað hvers vegna er gengið svona hart að starfsemi tónlistarskólanna. Hvers vegna leggur meirihlutinn í menntaráði þessa ofuráherslu á niðurskurðinn í þessum málaflokki? Það er alkunna að pólítíkusar hugsa í almanaksárum og í besta falli í fjögurra ára tímabilum (þ.e. kjörtímabilum). Þeim virðist ofviða að skilja að skólastarf er þróunarstarf sem tekur áratugi að byggja upp. Ef óbreytt niðurskurðaráform meirihlutans á tónlistarskólastarfsemi ganga eftir þá er verið að rústa áratuga uppbyggingu skólanna og má líta á þessa aðför sem hermdarverk. Það skyldi þó ekki verða svo, að illa ígrunduð og óupplýst ákvarðanataka núverandi meirihluta í borgarstjórn muni ríða starfsemi tónlistarskólanna að fullu og valda þar með meiriháttar menningarslysi sem á eftir að hafa hrikalegar afleiðingar á tónlistarmenntun og tónlistarmenningu íslensku þjóðarinnar? Gera þessir skammsýnu kjörnu fulltrúar í borgarstjórn og niðurskurðarhjálparhellur þeirra sér ekki grein fyrir því að með því að ná kyrkingartaki á tónlistarskólunum þá eru þeir að eyðileggja grasrótina og koma í veg fyrir eðlilega endurnýjun í atvinnumennsku í tónlist um alla framtíð? Hve langur tími mun líða þangað til tónlistardeildin í Listaháskóla Íslands mun leggjast af? Hve langur tími mun líða þangað til farið verður að flytja inn erlenda hljóðfæraleikara til að manna Sinfóníuhljómsveit Íslands? Verða þá nöfn eins og Björk, Sigurður Flosason, Víkingur Heiðar, Sigrún Eðvaldsdóttir (og hundruð til viðbótar) einhverjir verðmætir tónlistarsteingervingar í minni íslendinga? Það stórkostlega uppbyggingarstarf sem hófst með lagasetningu um starfsemi tónlistarskólanna í tíð Gylfa Þ. Gíslasonar, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, er nú í bráðri hættu. Ef þessi boðaði niðurskurður verður ekki dreginn til baka mun það varpa tónlistarmenntun og tónlistarmenningu Íslendinga 40-50 ár aftur í tímann. Besti flokkurinn og Samfylkingin í meirihlutanum munu þá bera ábyrgð á þessu menningarslysi og geta þá eytt tíma sínum í að finna heppilega grafskrift á leiði tónlistarskólanna fyrir síðustu krónurnar sem fara í þennan málaflokk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Blikur eru á lofti í málefnum tónlistarskólanna í Reykjavík: Niðurskurðarmeistarar borgarinnar hafa ákveðið að skerða fjárframlög til þessa málaflokks um 11% hið minnsta árið 2011. Þar sem ekki er hægt að „hagræða" á miðju skólaári kemur þessi niðurskurður með fullum þunga á síðustu fjóra mánuði ársins (sem eru fyrstu fjórir mánuðir skólaársins 2011-2012) og verður 33%. Þessi hrikalegi niðurskurður er þó háður því að samningar takist milli ríkis og sveitarfélaga um að ríkið taki yfir kostnað nemenda sem eru eldri en 16 ára og eru í tónlistarnámi. Takist samningar ekki um þetta atriði yrði niðurskurðurinn 18% árið 2011 eða 54% síðustu fjóra mánuði ársins. Það sér hver heilvita maður að ekkert fyrirtæki þolir slíkan niðurskurð, og þarf þá hvorki að nefna 33% eða 54% í þessu samhengi. Rétt er að bæta því við að þessi niðurskurður á að koma ofan á 14% niðurskurð 2009-2010. Viðræður við ríkið lofa góðu þegar þetta er ritað en ekkert er þó enn fast í hendi. Hvað liggur að baki þessum gífurlega niðurskurði af hálfu Reykjavíkurborgar á starfsemi tónlistarskólanna? Reyndar er verið að skera niður í allri skólastarfsemi borgarinnar frá leikskóla og upp grunnskólann. Þetta er skuggaleg þróun. Frekar ætti að gefa í og vernda alla þætti skólastarfseminnar og styðja þar með við börn og unglinga borgarinnar á þessum erfiðum tímum. Ef rýnt er í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2011 kemur hvergi fram sambærilegur niðurskurður til nokkurs málaflokks eða fyrirtækis borgarinnar eins og til tónlistarskólastarfseminnar. Niðurskurður til grunnskóla er 3,9%!! Ef hann væri sambærilegur og yfirfærðist á tónlistarskólana yrði hann u.þ.b. 12% mánuðina september-desember 2011. Þótt slæmur væri, gætu tónlistarskólarnir hugsanlega ráðið við þá stærðargráðu. Spurningunni er enn ósvarað hvers vegna er gengið svona hart að starfsemi tónlistarskólanna. Hvers vegna leggur meirihlutinn í menntaráði þessa ofuráherslu á niðurskurðinn í þessum málaflokki? Það er alkunna að pólítíkusar hugsa í almanaksárum og í besta falli í fjögurra ára tímabilum (þ.e. kjörtímabilum). Þeim virðist ofviða að skilja að skólastarf er þróunarstarf sem tekur áratugi að byggja upp. Ef óbreytt niðurskurðaráform meirihlutans á tónlistarskólastarfsemi ganga eftir þá er verið að rústa áratuga uppbyggingu skólanna og má líta á þessa aðför sem hermdarverk. Það skyldi þó ekki verða svo, að illa ígrunduð og óupplýst ákvarðanataka núverandi meirihluta í borgarstjórn muni ríða starfsemi tónlistarskólanna að fullu og valda þar með meiriháttar menningarslysi sem á eftir að hafa hrikalegar afleiðingar á tónlistarmenntun og tónlistarmenningu íslensku þjóðarinnar? Gera þessir skammsýnu kjörnu fulltrúar í borgarstjórn og niðurskurðarhjálparhellur þeirra sér ekki grein fyrir því að með því að ná kyrkingartaki á tónlistarskólunum þá eru þeir að eyðileggja grasrótina og koma í veg fyrir eðlilega endurnýjun í atvinnumennsku í tónlist um alla framtíð? Hve langur tími mun líða þangað til tónlistardeildin í Listaháskóla Íslands mun leggjast af? Hve langur tími mun líða þangað til farið verður að flytja inn erlenda hljóðfæraleikara til að manna Sinfóníuhljómsveit Íslands? Verða þá nöfn eins og Björk, Sigurður Flosason, Víkingur Heiðar, Sigrún Eðvaldsdóttir (og hundruð til viðbótar) einhverjir verðmætir tónlistarsteingervingar í minni íslendinga? Það stórkostlega uppbyggingarstarf sem hófst með lagasetningu um starfsemi tónlistarskólanna í tíð Gylfa Þ. Gíslasonar, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, er nú í bráðri hættu. Ef þessi boðaði niðurskurður verður ekki dreginn til baka mun það varpa tónlistarmenntun og tónlistarmenningu Íslendinga 40-50 ár aftur í tímann. Besti flokkurinn og Samfylkingin í meirihlutanum munu þá bera ábyrgð á þessu menningarslysi og geta þá eytt tíma sínum í að finna heppilega grafskrift á leiði tónlistarskólanna fyrir síðustu krónurnar sem fara í þennan málaflokk.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun