Verjum skólastarfið Oddný Sturludóttir skrifar 9. mars 2011 06:00 Nokkur umræða hefur verið um sparnaðaraðgerðir í leik- og grunnskólum. Því er haldið fram að sameiningar í yfirstjórn leikskóla spari ekki neitt, en það er rangt. Tillögur okkar um sameiningu 30 leikskóla í 14 eiga sér tveggja ára aðdraganda, hagræðingin mun nema 105 milljónum á ári, eða að meðaltali sjö og hálfri milljón á hverja sameiningu. Þetta er um 4,2% hagræðing í rekstrarkostnaði hvers skóla og samsvarar tæplega 100 nýjum leikskólaplássum. Þær leikskólasameiningar sem borgin fór í á síðustu tveimur árum hafa leitt til sparnaðar. Starfið í þeim skólum er frábært, börnunum líður vel og það er mikilvægast. Efnahagsumhverfið á þriðja ári í kreppu hefur síst batnað. Tekjur borgarsjóðs hafa dregist saman um 20% að núvirði. Á sama tíma hafa útgjöld til velferðarmála aukist og leikskólabörnum fjölgað mjög mikið. Orkuveitan hefur breyst úr óskabarni í þunga byrði og ekki má borgin taka lán til rekstrar. Við verðum einfaldlega að spara og þar eigum við ekki marga kosti: að fækka í yfirstjórn, fjölga börnum á hvern starfsmann, lækka laun almennra starfsmanna í leikskólum eða geta ekki boðið öllum tveggja ára börnum í borginni leikskólapláss. Enginn þessara kosta er góður. Við ætlum að verja gæði leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Þess vegna leitum við leiða til að sameina, hagræða, fækka mötuneytum, spara í stjórnun og yfirbyggingu alls staðar. Það veldur áhyggjum en er þrátt fyrir allt langbesta leiðin til að lækka kostnað án þess að það bitni á börnunum sjálfum. Við höfum verið gagnrýnd fyrir skort á samráði og hraða breytinganna. Ég viðurkenni fúslega að við gátum ekki talað við foreldra 20.000 barna í Reykjavík en á annað þúsund manns hafa komið sínum sjónarmiðum á framfæri undanfarna mánuði. Og auðvitað hefði þetta ferli átt að hefjast af krafti strax árið 2008. Tveimur dýrmætum árum var eytt í annað og nú má einfaldlega ekki bíða lengur. Breytingarnar eru skynsamlegar, vandlega ígrundaðar og vel undirbúnar af fjölda framúrskarandi fagfólks. Ég treysti starfsfólki í skólum og frístund fyllilega til að hrinda þeim í framkvæmd. Okkar mikilvægasta verkefni í kreppunni að tryggja að börnum líði vel og að þau verði sem minnst vör við þær þrengingar sem við erum að ganga í gegnum. Það munum við gera í sameiningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur verið um sparnaðaraðgerðir í leik- og grunnskólum. Því er haldið fram að sameiningar í yfirstjórn leikskóla spari ekki neitt, en það er rangt. Tillögur okkar um sameiningu 30 leikskóla í 14 eiga sér tveggja ára aðdraganda, hagræðingin mun nema 105 milljónum á ári, eða að meðaltali sjö og hálfri milljón á hverja sameiningu. Þetta er um 4,2% hagræðing í rekstrarkostnaði hvers skóla og samsvarar tæplega 100 nýjum leikskólaplássum. Þær leikskólasameiningar sem borgin fór í á síðustu tveimur árum hafa leitt til sparnaðar. Starfið í þeim skólum er frábært, börnunum líður vel og það er mikilvægast. Efnahagsumhverfið á þriðja ári í kreppu hefur síst batnað. Tekjur borgarsjóðs hafa dregist saman um 20% að núvirði. Á sama tíma hafa útgjöld til velferðarmála aukist og leikskólabörnum fjölgað mjög mikið. Orkuveitan hefur breyst úr óskabarni í þunga byrði og ekki má borgin taka lán til rekstrar. Við verðum einfaldlega að spara og þar eigum við ekki marga kosti: að fækka í yfirstjórn, fjölga börnum á hvern starfsmann, lækka laun almennra starfsmanna í leikskólum eða geta ekki boðið öllum tveggja ára börnum í borginni leikskólapláss. Enginn þessara kosta er góður. Við ætlum að verja gæði leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Þess vegna leitum við leiða til að sameina, hagræða, fækka mötuneytum, spara í stjórnun og yfirbyggingu alls staðar. Það veldur áhyggjum en er þrátt fyrir allt langbesta leiðin til að lækka kostnað án þess að það bitni á börnunum sjálfum. Við höfum verið gagnrýnd fyrir skort á samráði og hraða breytinganna. Ég viðurkenni fúslega að við gátum ekki talað við foreldra 20.000 barna í Reykjavík en á annað þúsund manns hafa komið sínum sjónarmiðum á framfæri undanfarna mánuði. Og auðvitað hefði þetta ferli átt að hefjast af krafti strax árið 2008. Tveimur dýrmætum árum var eytt í annað og nú má einfaldlega ekki bíða lengur. Breytingarnar eru skynsamlegar, vandlega ígrundaðar og vel undirbúnar af fjölda framúrskarandi fagfólks. Ég treysti starfsfólki í skólum og frístund fyllilega til að hrinda þeim í framkvæmd. Okkar mikilvægasta verkefni í kreppunni að tryggja að börnum líði vel og að þau verði sem minnst vör við þær þrengingar sem við erum að ganga í gegnum. Það munum við gera í sameiningu.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar