Verjum skólastarfið Oddný Sturludóttir skrifar 9. mars 2011 06:00 Nokkur umræða hefur verið um sparnaðaraðgerðir í leik- og grunnskólum. Því er haldið fram að sameiningar í yfirstjórn leikskóla spari ekki neitt, en það er rangt. Tillögur okkar um sameiningu 30 leikskóla í 14 eiga sér tveggja ára aðdraganda, hagræðingin mun nema 105 milljónum á ári, eða að meðaltali sjö og hálfri milljón á hverja sameiningu. Þetta er um 4,2% hagræðing í rekstrarkostnaði hvers skóla og samsvarar tæplega 100 nýjum leikskólaplássum. Þær leikskólasameiningar sem borgin fór í á síðustu tveimur árum hafa leitt til sparnaðar. Starfið í þeim skólum er frábært, börnunum líður vel og það er mikilvægast. Efnahagsumhverfið á þriðja ári í kreppu hefur síst batnað. Tekjur borgarsjóðs hafa dregist saman um 20% að núvirði. Á sama tíma hafa útgjöld til velferðarmála aukist og leikskólabörnum fjölgað mjög mikið. Orkuveitan hefur breyst úr óskabarni í þunga byrði og ekki má borgin taka lán til rekstrar. Við verðum einfaldlega að spara og þar eigum við ekki marga kosti: að fækka í yfirstjórn, fjölga börnum á hvern starfsmann, lækka laun almennra starfsmanna í leikskólum eða geta ekki boðið öllum tveggja ára börnum í borginni leikskólapláss. Enginn þessara kosta er góður. Við ætlum að verja gæði leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Þess vegna leitum við leiða til að sameina, hagræða, fækka mötuneytum, spara í stjórnun og yfirbyggingu alls staðar. Það veldur áhyggjum en er þrátt fyrir allt langbesta leiðin til að lækka kostnað án þess að það bitni á börnunum sjálfum. Við höfum verið gagnrýnd fyrir skort á samráði og hraða breytinganna. Ég viðurkenni fúslega að við gátum ekki talað við foreldra 20.000 barna í Reykjavík en á annað þúsund manns hafa komið sínum sjónarmiðum á framfæri undanfarna mánuði. Og auðvitað hefði þetta ferli átt að hefjast af krafti strax árið 2008. Tveimur dýrmætum árum var eytt í annað og nú má einfaldlega ekki bíða lengur. Breytingarnar eru skynsamlegar, vandlega ígrundaðar og vel undirbúnar af fjölda framúrskarandi fagfólks. Ég treysti starfsfólki í skólum og frístund fyllilega til að hrinda þeim í framkvæmd. Okkar mikilvægasta verkefni í kreppunni að tryggja að börnum líði vel og að þau verði sem minnst vör við þær þrengingar sem við erum að ganga í gegnum. Það munum við gera í sameiningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur verið um sparnaðaraðgerðir í leik- og grunnskólum. Því er haldið fram að sameiningar í yfirstjórn leikskóla spari ekki neitt, en það er rangt. Tillögur okkar um sameiningu 30 leikskóla í 14 eiga sér tveggja ára aðdraganda, hagræðingin mun nema 105 milljónum á ári, eða að meðaltali sjö og hálfri milljón á hverja sameiningu. Þetta er um 4,2% hagræðing í rekstrarkostnaði hvers skóla og samsvarar tæplega 100 nýjum leikskólaplássum. Þær leikskólasameiningar sem borgin fór í á síðustu tveimur árum hafa leitt til sparnaðar. Starfið í þeim skólum er frábært, börnunum líður vel og það er mikilvægast. Efnahagsumhverfið á þriðja ári í kreppu hefur síst batnað. Tekjur borgarsjóðs hafa dregist saman um 20% að núvirði. Á sama tíma hafa útgjöld til velferðarmála aukist og leikskólabörnum fjölgað mjög mikið. Orkuveitan hefur breyst úr óskabarni í þunga byrði og ekki má borgin taka lán til rekstrar. Við verðum einfaldlega að spara og þar eigum við ekki marga kosti: að fækka í yfirstjórn, fjölga börnum á hvern starfsmann, lækka laun almennra starfsmanna í leikskólum eða geta ekki boðið öllum tveggja ára börnum í borginni leikskólapláss. Enginn þessara kosta er góður. Við ætlum að verja gæði leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Þess vegna leitum við leiða til að sameina, hagræða, fækka mötuneytum, spara í stjórnun og yfirbyggingu alls staðar. Það veldur áhyggjum en er þrátt fyrir allt langbesta leiðin til að lækka kostnað án þess að það bitni á börnunum sjálfum. Við höfum verið gagnrýnd fyrir skort á samráði og hraða breytinganna. Ég viðurkenni fúslega að við gátum ekki talað við foreldra 20.000 barna í Reykjavík en á annað þúsund manns hafa komið sínum sjónarmiðum á framfæri undanfarna mánuði. Og auðvitað hefði þetta ferli átt að hefjast af krafti strax árið 2008. Tveimur dýrmætum árum var eytt í annað og nú má einfaldlega ekki bíða lengur. Breytingarnar eru skynsamlegar, vandlega ígrundaðar og vel undirbúnar af fjölda framúrskarandi fagfólks. Ég treysti starfsfólki í skólum og frístund fyllilega til að hrinda þeim í framkvæmd. Okkar mikilvægasta verkefni í kreppunni að tryggja að börnum líði vel og að þau verði sem minnst vör við þær þrengingar sem við erum að ganga í gegnum. Það munum við gera í sameiningu.
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar