Til hamingju með nýja óvininn Magnús Gottfreðsson skrifar 18. febrúar 2011 09:38 Lengi vel hafa Íslendingar átt hauka í horni sem gjarnan hafa verið nefndir Íslandsvinir. Sérstakir Íslandsóvinir eru þó mun áhugaverðara rannsóknarefni. Nægir þar að nefna Blefken, Kurt Wadmark hinn sænska og auðvitað Gordon Brown. Þeir blikna þó í samanburði við hinn nýja óvætt, því nú hafa Íslendingar og reyndar nánast gjörvallt mannkyn eignast óvin sem ber ábyrgð á flestu því volæði sem menn geta yfirhöfuð haft orð á, bara nefna það. Þar er átt við gersveppinn Candida sem orsakar ekki aðeins talvandamál hjá fórnarlömbum sínum, heldur einnig stöðugar efasemdir, köfnunartilfinningu, dökka bauga undir augum, mikla svitamyndun og sífelldar áhyggjur, svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Um þetta má lesa á bók eftir Hallgrím Magnússon lækni. Bókin mun nú vera sú söluhæsta á landinu. Í sögu læknisfræðinnar má finna mýmörg dæmi um sölumenn sem boðað hafa allsherjarlausnir á vandamálum fólks. Þær lausnir eiga það sammerkt að vera einfaldar, en leysa fá vandamál nema e.t.v. fjárhagsvanda sölumannanna sjálfra. Í starfi mínu sem smitsjúkdómalæknir hef ég um 15 ára skeið fengist við að rannsaka og meðhöndla alvarlegar sveppasýkingar. Fullyrðingar um þátt sveppasýkinga í tilurð hinna fjölbreytilegustu vandamála bera í besta falli vott um fjörugt ímyndunarafl, en í versta falli eru þær afvegaleiðandi og kostnaðarsamar fyrir lesandann. Allt er best í hófi og síst af öllu vil ég letja fólk til að huga að lífsstíl sínum og mataræði eins og gert er í bókinni, en ráðleggingar fagfólks sem kennir sig við læknisfræði verða að byggja á staðreyndum. Á hinn bóginn er hugsanlegt að ég hafi rangt fyrir mér og munu þá 80-90% vandamála landsmanna jafnvel senn heyra fortíðinni til. Ef svo er sakna ég þess að í bókinni skuli ekki vera minnst á þátt Candida í fjármálakreppunni. Voru fjárglæframenn um víða veröld ef til vill handbendi gersveppanna þegar allt kemur til alls? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Lengi vel hafa Íslendingar átt hauka í horni sem gjarnan hafa verið nefndir Íslandsvinir. Sérstakir Íslandsóvinir eru þó mun áhugaverðara rannsóknarefni. Nægir þar að nefna Blefken, Kurt Wadmark hinn sænska og auðvitað Gordon Brown. Þeir blikna þó í samanburði við hinn nýja óvætt, því nú hafa Íslendingar og reyndar nánast gjörvallt mannkyn eignast óvin sem ber ábyrgð á flestu því volæði sem menn geta yfirhöfuð haft orð á, bara nefna það. Þar er átt við gersveppinn Candida sem orsakar ekki aðeins talvandamál hjá fórnarlömbum sínum, heldur einnig stöðugar efasemdir, köfnunartilfinningu, dökka bauga undir augum, mikla svitamyndun og sífelldar áhyggjur, svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Um þetta má lesa á bók eftir Hallgrím Magnússon lækni. Bókin mun nú vera sú söluhæsta á landinu. Í sögu læknisfræðinnar má finna mýmörg dæmi um sölumenn sem boðað hafa allsherjarlausnir á vandamálum fólks. Þær lausnir eiga það sammerkt að vera einfaldar, en leysa fá vandamál nema e.t.v. fjárhagsvanda sölumannanna sjálfra. Í starfi mínu sem smitsjúkdómalæknir hef ég um 15 ára skeið fengist við að rannsaka og meðhöndla alvarlegar sveppasýkingar. Fullyrðingar um þátt sveppasýkinga í tilurð hinna fjölbreytilegustu vandamála bera í besta falli vott um fjörugt ímyndunarafl, en í versta falli eru þær afvegaleiðandi og kostnaðarsamar fyrir lesandann. Allt er best í hófi og síst af öllu vil ég letja fólk til að huga að lífsstíl sínum og mataræði eins og gert er í bókinni, en ráðleggingar fagfólks sem kennir sig við læknisfræði verða að byggja á staðreyndum. Á hinn bóginn er hugsanlegt að ég hafi rangt fyrir mér og munu þá 80-90% vandamála landsmanna jafnvel senn heyra fortíðinni til. Ef svo er sakna ég þess að í bókinni skuli ekki vera minnst á þátt Candida í fjármálakreppunni. Voru fjárglæframenn um víða veröld ef til vill handbendi gersveppanna þegar allt kemur til alls?
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar