Um valfrelsi einstaklinga og aðbúnað á öldrunarheimilum Pétur Magnússon og forstjóri Hrafnistuheimilanna skrifa 18. febrúar 2011 09:50 Undanfarið hefur verið fjallað nokkuð um aðstæður heimilisfólks á öldrunarheimilum, þar sem við á Hrafnistuheimilunum þremur höfum komið nokkuð við sögu. Á Hrafnistu fylgjum við stíft þeirri stefnu að viðhalda eins og nokkur kostur er sjálfsákvörðunarrétt og valfrelsi heimilismanna. Við leggjum áherslu á að hvorugt þurfi að takmarkast á efri árum þrátt fyrir heilsubrest og búsetu á öldrunarheimili. Vegna þessa höfum við, ásamt mörgum öðrum, gagnrýnt stefnu stjórnvalda í málefnum aldraðra fyrir þá tilhneigingu að flokka gamalt fólk án tillits til þeirra eigin vilja eða langana. Einn heimilismaður okkar á Hrafnistu í Hafnarfirði hefur vakið athygli á að þrátt fyrir að hafa lagt vel til hliðar á ævileið sinni, hafi hann aðeins 65.000 krónur til ráðstöfunar í hverjum mánuði þegar ríkið hafi tekið gjöld og skatta. Tek ég heils hugar undir þessa gagnrýni. Í þessu sambandi er þó rétt að árétta að greiðslur heimilismanna til Hrafnistu eru alfarið og einhliða ákvarðaðar af ríkinu. Um þær hafa öldrunarheimilin ekkert að segja, en er samt sem áður gert samkvæmt reglugerð að innheimta greiðslurnar fyrir Tryggingastofnun. Við þá innheimtustarfsemi erum við afar ósátt. Í fjölmiðlaumræðunni gætir þess misskilnings jafnan að öldrunarheimili séu að soga fé af heimilisfólki. Þar er einfaldlega verið að hengja bakara fyrir smið.Vikulegar baðferðir Vikulegar baðferðir á öldrunarheimilum eru ekki nýjar af nálinni. Fyrirkomulag um fasta baðdaga hefur viðgengist á flestum öldrunarheimilum landsins, jafnvel áratugum saman. Það er því engin ný frétt fyrir þá sem hafa kynnt sér málin, efni þeirra og ástæður. Ein ástæðan er til að mynda sú að aldraðir kjósa margir mjög fastmótaða dagskrá í sínu daglega lífi. Þar er tíðni baðferða á meðal, sem erfitt getur reynst að breyta út af. Þetta vita allir sem starfa að umönnunarmálum aldraðra. Þar með er ekki sagt að heimilisfólk njóti ekki hreinlætis og sé því ósnyrtilegt til fara eins og skilja mætti á umræðunni. Starfsfólk á öldrunarheimilum leggur allan sinn metnað í að aðstoða fólk með dagleg þrif kvölds og morgna og eins oft og þess gerist þörf. Auðvitað viljum við að heimilisfólk okkar geti baðað sig þegar það óskar þess sjálft og vonandi verður það svo í nánustu framtíð þegar okkur hefur verið tryggt eðlilegt rekstrarumhverfi. Hrafnistuheimilin hafa ekki átt við mannekluvanda að stríða frá vorinu 2008. Tíðni baðferða tengist því ekki slíkum vandamálum. Hins vegar er naumt skorinn stakkurinn og það fjármagn sem ætlað er til reksturs öldrunarheimila dugar ekki fyrir þeirri mönnun sem þarf til að geta veitt alla þá þjónustu sem starfsmenn og stjórnendur vildu svo gjarnan veita. Síendurtekinn niðurskurður leiðir eðli máls samkvæmt til minni þjónustu. Allra leiða er þó ávallt leitað til að koma í veg fyrir að niðurskurður hins opinbera bitni á grunnþjónustunni við heimilismenn.Bættur aðbúnaður Það er að sjálfsögðu sjálfsákvörðunarréttur hvers og eins og eigið val, sem ræður á endanum hvenær farið er í bað, sturtu eða sund. Það eru einmitt megineinkenni stefnu Hrafnistuheimilanna, þar sem minni einingar og stærri persónulegri einkarými gegna lykilhlutverki. Gott dæmi um þetta er Hrafnista í Kópavogi þar sem allir íbúar hafa rúmgóð einbýli með eigin baðherbergi. Á Hrafnistu í Reykjavík, hefur á undanförnum árum verið unnið ötullega að uppbyggingu og endurnýjun á herbergjum heimilismanna í takt við kröfur nútímans, með dyggri aðstoð frá Happdrætti DAS og Framkvæmdasjóði aldraðra. Markmiðið er að koma til móts við þessa nýju hugmyndafræði með niðurlagningu tvíbýla og stækkun herbergja um helming. Framkvæmdirnar munu kosta um 1,5 milljarða króna og lýkur innan fárra ára ef allt gengur að óskum.Sífelldur niðurskurður Rekstur öldrunarheimila er erfiður um þessar mundir vegna mikils niðurskurðar á framlögum frá hinu opinbera. Á Hrafnistu er svo komið að þrátt fyrir rekstur á þúsundum fermetra húsnæðis, þar sem búa og starfa tæplega tvö þúsund manns, er launakostnaður um 80 prósent rekstrarkostnaðar. Hrafnista hefur um langt árabil kallað eftir þjónustusamningi við ríkið, þar sem skilgreint sé fyrir hvaða þjónustu ríkið vilji greiða og fyrir hvaða þjónustu ríkið telji að heimilisfólkið eigi að greiða sjálft og milliliðalaust. Þær óskir hafa enn engan árangur borið.Velmegun okkar er öldruðum að þakka Þeir sem nú eru á efri árum, ekki síst þeir sem nú eyða ævikvöldinu á öldrunarheimilum landsins, komu Íslandi í hóp þeirra landa þar sem lífskjörin eru hvað best. Þessi kynslóð á skilið af okkur sem yngri erum að við veitum þeim þjónustu í hæsta gæðaflokki í samræmi við þarfir og vilja hvers og eins. Á Hrafnistu höfum við hér eftir sem hingað til gæði og öryggi að leiðarljósi í þágu heimilisfólks. Þrátt fyrir takmarkað fjármagn til rekstrar vinnur starfsfólk heimilanna kraftaverk á hverjum degi. Ég nýt þeirra forréttinda að starfa með því fólki. Það væri óskandi að stjórnvöld sæju sóma sinn með því að tryggja öldruðum það ævikvöld sem þeir eiga skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið fjallað nokkuð um aðstæður heimilisfólks á öldrunarheimilum, þar sem við á Hrafnistuheimilunum þremur höfum komið nokkuð við sögu. Á Hrafnistu fylgjum við stíft þeirri stefnu að viðhalda eins og nokkur kostur er sjálfsákvörðunarrétt og valfrelsi heimilismanna. Við leggjum áherslu á að hvorugt þurfi að takmarkast á efri árum þrátt fyrir heilsubrest og búsetu á öldrunarheimili. Vegna þessa höfum við, ásamt mörgum öðrum, gagnrýnt stefnu stjórnvalda í málefnum aldraðra fyrir þá tilhneigingu að flokka gamalt fólk án tillits til þeirra eigin vilja eða langana. Einn heimilismaður okkar á Hrafnistu í Hafnarfirði hefur vakið athygli á að þrátt fyrir að hafa lagt vel til hliðar á ævileið sinni, hafi hann aðeins 65.000 krónur til ráðstöfunar í hverjum mánuði þegar ríkið hafi tekið gjöld og skatta. Tek ég heils hugar undir þessa gagnrýni. Í þessu sambandi er þó rétt að árétta að greiðslur heimilismanna til Hrafnistu eru alfarið og einhliða ákvarðaðar af ríkinu. Um þær hafa öldrunarheimilin ekkert að segja, en er samt sem áður gert samkvæmt reglugerð að innheimta greiðslurnar fyrir Tryggingastofnun. Við þá innheimtustarfsemi erum við afar ósátt. Í fjölmiðlaumræðunni gætir þess misskilnings jafnan að öldrunarheimili séu að soga fé af heimilisfólki. Þar er einfaldlega verið að hengja bakara fyrir smið.Vikulegar baðferðir Vikulegar baðferðir á öldrunarheimilum eru ekki nýjar af nálinni. Fyrirkomulag um fasta baðdaga hefur viðgengist á flestum öldrunarheimilum landsins, jafnvel áratugum saman. Það er því engin ný frétt fyrir þá sem hafa kynnt sér málin, efni þeirra og ástæður. Ein ástæðan er til að mynda sú að aldraðir kjósa margir mjög fastmótaða dagskrá í sínu daglega lífi. Þar er tíðni baðferða á meðal, sem erfitt getur reynst að breyta út af. Þetta vita allir sem starfa að umönnunarmálum aldraðra. Þar með er ekki sagt að heimilisfólk njóti ekki hreinlætis og sé því ósnyrtilegt til fara eins og skilja mætti á umræðunni. Starfsfólk á öldrunarheimilum leggur allan sinn metnað í að aðstoða fólk með dagleg þrif kvölds og morgna og eins oft og þess gerist þörf. Auðvitað viljum við að heimilisfólk okkar geti baðað sig þegar það óskar þess sjálft og vonandi verður það svo í nánustu framtíð þegar okkur hefur verið tryggt eðlilegt rekstrarumhverfi. Hrafnistuheimilin hafa ekki átt við mannekluvanda að stríða frá vorinu 2008. Tíðni baðferða tengist því ekki slíkum vandamálum. Hins vegar er naumt skorinn stakkurinn og það fjármagn sem ætlað er til reksturs öldrunarheimila dugar ekki fyrir þeirri mönnun sem þarf til að geta veitt alla þá þjónustu sem starfsmenn og stjórnendur vildu svo gjarnan veita. Síendurtekinn niðurskurður leiðir eðli máls samkvæmt til minni þjónustu. Allra leiða er þó ávallt leitað til að koma í veg fyrir að niðurskurður hins opinbera bitni á grunnþjónustunni við heimilismenn.Bættur aðbúnaður Það er að sjálfsögðu sjálfsákvörðunarréttur hvers og eins og eigið val, sem ræður á endanum hvenær farið er í bað, sturtu eða sund. Það eru einmitt megineinkenni stefnu Hrafnistuheimilanna, þar sem minni einingar og stærri persónulegri einkarými gegna lykilhlutverki. Gott dæmi um þetta er Hrafnista í Kópavogi þar sem allir íbúar hafa rúmgóð einbýli með eigin baðherbergi. Á Hrafnistu í Reykjavík, hefur á undanförnum árum verið unnið ötullega að uppbyggingu og endurnýjun á herbergjum heimilismanna í takt við kröfur nútímans, með dyggri aðstoð frá Happdrætti DAS og Framkvæmdasjóði aldraðra. Markmiðið er að koma til móts við þessa nýju hugmyndafræði með niðurlagningu tvíbýla og stækkun herbergja um helming. Framkvæmdirnar munu kosta um 1,5 milljarða króna og lýkur innan fárra ára ef allt gengur að óskum.Sífelldur niðurskurður Rekstur öldrunarheimila er erfiður um þessar mundir vegna mikils niðurskurðar á framlögum frá hinu opinbera. Á Hrafnistu er svo komið að þrátt fyrir rekstur á þúsundum fermetra húsnæðis, þar sem búa og starfa tæplega tvö þúsund manns, er launakostnaður um 80 prósent rekstrarkostnaðar. Hrafnista hefur um langt árabil kallað eftir þjónustusamningi við ríkið, þar sem skilgreint sé fyrir hvaða þjónustu ríkið vilji greiða og fyrir hvaða þjónustu ríkið telji að heimilisfólkið eigi að greiða sjálft og milliliðalaust. Þær óskir hafa enn engan árangur borið.Velmegun okkar er öldruðum að þakka Þeir sem nú eru á efri árum, ekki síst þeir sem nú eyða ævikvöldinu á öldrunarheimilum landsins, komu Íslandi í hóp þeirra landa þar sem lífskjörin eru hvað best. Þessi kynslóð á skilið af okkur sem yngri erum að við veitum þeim þjónustu í hæsta gæðaflokki í samræmi við þarfir og vilja hvers og eins. Á Hrafnistu höfum við hér eftir sem hingað til gæði og öryggi að leiðarljósi í þágu heimilisfólks. Þrátt fyrir takmarkað fjármagn til rekstrar vinnur starfsfólk heimilanna kraftaverk á hverjum degi. Ég nýt þeirra forréttinda að starfa með því fólki. Það væri óskandi að stjórnvöld sæju sóma sinn með því að tryggja öldruðum það ævikvöld sem þeir eiga skilið.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun